Fleiri fréttir Kynna og kanna undraheima vísindanna Ísprinsessa, vatnshrútur og eldorgel er á meðal þess sem börn á öllum aldri geta kynnt sér í Norræna húsinu næstu vikur, en Tilraunalandið opnaði þar í gær. Það er sýning sem hefur það að markmiði að kynna og kanna undraheima vísindanna. 10.4.2010 19:12 Fullt út úr dyrum í minningarathöfn Minningarathöfn í Kristskirkju á Landakoti um forsetann og alla þá sem fórust í flugslysinu í Rússlandi í morgun er nýlokið. Í slysinu fórust forseti landsins og fjölmargir háttsettir embættismenn. Fullt vart út úr dyrum í Kristskirkju en meðal þeirra sem sóttu athöfnina voru Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. 10.4.2010 17:29 Söngkeppni framhaldsskólanna í beinni á Vísi Söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld verður sýnd í beinni útsendingu á Vísi. Einnig verður sýnt frá keppninni í opinni dagskrá Stöðvar 2. Í þessari vinsælustu og fjölmennustu söngvarakeppni landsins mæta til keppni allir framhaldsskólar landsins og er þetta í 20. sinn sem keppnin er haldin. 10.4.2010 17:15 Hannes Hlífar Íslandsmeistari í skák í ellefta skipti Hannes Hlífar Stefánsson sigraði Guðmund Gíslason í elleftu og síðustu umferð Íslandsmótsins í skák í dag. Hannes hefur því tryggt sér sigur á mótinu og það í ellefta sinn á 13 árum en Hannes tók ekki þátt í mótinu árin 2000 og 2009 og hefur ávallt sigrað á Íslandsmótinu síðan 1998 hafi hann á annað borð tekið þátt í mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands. Hannes hlaut 8,5 vinning í 10 skákum. 10.4.2010 16:03 Komin fram Konan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er komin fram. Hún fór frá Landsspítalanum í gærdag og er síðast vitað um ferðir hennar við Hlemm eftir miðnætti í nótt. 10.4.2010 15:57 Jóhanna sendi samúðarkveðjur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sendi í dag forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, samúðarkveðju. Í bréfi til ráðherrans lýsir hún yfir dýpstu samúð ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar vegna hins hörmulega flugslyss í morgun þar sem forseti Póllands, eiginkona hans og fylgdarlið létust. 10.4.2010 15:54 Minningarathöfn vegna flugslyssins Aðalræðismannsskrifstofa Póllands hér á landi stendur fyrir minningarathöfn í Landakotskirkju síðar í dag vegna flugslyssins í vesturhluta Rússlands í morgun þar sem forseti Póllands, eiginkona hans og sendinefnd fórust. 10.4.2010 14:27 Lýst eftir þrítugri konu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ragnheiði Þórdísi Stefánsdóttur. Hún fór frá Landsspítalanum í gærdag og er síðast vitað um ferðir hennar við Hlemm í Reykjavík, um klukkan þrjú aðfaranótt laugardags. 10.4.2010 13:55 Forseti Alþingis undrast gagnrýni Hreyfingarinnar Hvorki Þór Saari né Birgitta Jónsdóttir gerðu athugasemdir þegar fyrirhuguð dagskrá Alþingis í næstu viku vegna útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var samþykkt. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Hún undrast gagnrýni þingmanna Hreyfingarinnar sem sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna málsins. Þeir segja að ómögulegt sé fyrir þingmenn að kynna sér innihald skýrslunnar almennilega áður en gengið er til umræðu. 10.4.2010 13:51 Jón Ásgeir biðlar til Steingríms Jón Ásgeir Jóhannesson biður Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, að gæta orða sinna þegar alvarlegar ávirðingar eru bornar á almenning í landinu. Öll mál eiga sér fleiri en eina hlið. Þetta kemur fram í bréfi sem Jón Ásgeir sendi fjármálaráðherra í dag og er birt á Pressunni. 10.4.2010 13:09 Svandís: Hegðun þáttagerðarmanna Top Gear verði rannsökuð Gæta þarf betur að umgengni ferðafólks upp að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Einkum nú þegar frost er að fara úr jörðu og jarðvegur verður viðkvæmur fyrir ágangi. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Hún vonast til þess að meintur utanvegaakstur þáttagerðamanna Top Gear verði rannsakaður. 10.4.2010 12:59 Vilhjálmur: Ekki við hæfi að fyrirtæki Pálma dreifi gjöfum Vilhjálmur Bjarnason, lektor, segist ekki vilja þiggja gjafir frá fyrirtæki í eigu manns sem hafi sennilega orðið uppvís að því að tæma banka. En hann neitaði að taka við flugmiða frá Iceland Express í gærkvöldi eftir sigur með liði sínu í spurningakeppninni Útsvar á Ríkissjónvarpinu. Hann segir ekki við hæfi að slíkt fyrirtæki dreifi gjöfum með þessum hætti. 10.4.2010 12:50 Ógerlegt fyrir þingmenn að kynna sér efni skýrslunnar Þingmenn Hreyfingarinnar lýsa furðu sinni á fyrirhugaðri dagskrá Alþingis í næstu viku þar sem taka á fyrir skýrslu rannsóknarnefndar þingsins. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, segir nær ógerlegt fyrir þingmenn að kynna sér innihalds skýrslunnar nægilega vel áður en hún er tekin til umræðu á Alþingi. 10.4.2010 12:24 Forseti Íslands sendir Pólverjum samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun Bronisław Komorowski, forseta pólska þingsins og starfandi forseta landsins, samúðarkveðjur Íslendinga til pólsku þjóðarinnar vegna hins hörmulega flugslyss þar sem Lech Kaczyński forseti Póllands, Maria Kaczyński eiginkona hans og fjölmargir aðrir forystumenn landsins og nánir samverkamenn forsetans létu lífið. 10.4.2010 11:37 Þjófar í annarlegu ástandi handteknir Karl og kona voru handtekin um níuleytið í morgun í verslun við Skúlagötu í Reykjavík. Þau höfðu brotist inn í verslunina og voru komin með töluvert magn af þýfi þegar lögregla kom á staðinn. Fólkið var í annarlegu ástandi, að sögn varðstjóra. Þau verða yfirheyrð síðar í dag en bæði eru þau góðkunningjar lögreglu. 10.4.2010 11:15 Ekkert ferðaveður í grennd við gosstöðvarnar Ekkert ferðaveður er í grennd við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Lögregla varar ferðamenn við að vera á svæðinu í dag. Mikill krapi er á Mýrdalsjökli sem er illfær. Þá hafa verið miklir vatnavextir í ám í Þórsmörk bæði vegna úrkomu og bráðnunar frá eldgosinu. 10.4.2010 09:38 Innbrot í tölvuverslun Brotist var inn í tölvuverslun á Stórhöfða í nótt og ýmsum tölvubúnaði stolið. Lögreglu barst tilkynning um málið á sjöunda tímanum í morgun. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 10.4.2010 09:25 Vegir víðast hvar auðir Það er hlýtt um allt land og vegir víðast hvar auðir. Þó eru hálkublettir á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Breiðdalsheiði eru einnig hálkublettir, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 10.4.2010 09:13 Vanmeta magn hraunsins „Nýting gervitungla er mjög skemmtileg viðbót,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, um nýjan búnað bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA), sem gerir vísindamönnum mögulegt að fylgjast með gosinu við Fimmvörðuháls úr geimnum. 10.4.2010 09:00 Samgöngumiðstöð á hreyfingu Hönnun samgöngumiðstöðvar verður boðin út í næsta mánuði og framkvæmdir við hana ættu að hefjast fyrir áramót, eftir að Reykjavíkurborg og samgönguyfirvöld komust að samkomulagi um hana á fimmtudag. 10.4.2010 07:00 Ráðherra lýsir stríði á hendur lúpínunni Ræktun lúpínu á Íslandi verður stórlega takmörkuð frá því sem nú er, samkvæmt nýrri áætlun umhverfisráðuneytisins. 10.4.2010 06:00 Geta byrjað á álveri á Bakka árið 2013 Framkvæmdir geta hafist við álver á Bakka árið 2013, náist samningar og skilyrði umhverfismats verði uppfyllt, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sameiginlegt mat virkjana við Þeistareyki og álvers á Bakka verður auglýst síðar í mánuðinum. 10.4.2010 06:00 Ný tæki komast ekki á Netið klárist IP-tölur Innan við tíundi partur er eftir af auðkennum sem tölvum er úthlutað á internetinu, IPv4. Unnið er að því að taka upp næstu kynslóð auðkenna í netsamskiptum, IPv6. OECD hvetur til hraðari upptöku til að hægi ekki á framþróun Netsins. 10.4.2010 05:00 Fækka má slysum með nýjum búnaði Væri bílafloti landsmanna allur búinn nýjasta öryggisbúnaði mætti mögulega fækka umferðarslysum um ríflega þúsund á ári hverju. Þetta er mat Bílgreinasambandsins og Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). 10.4.2010 05:00 Fráleitt að fresta viðræðum við ESB Fráleitt er að halda því fram að fresta eigi ESB-viðræðum eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum utanríkisráðherra hefur gert, að mati Össurar Skarphéðinssonar, núverandi utanríkisráðherra. „Menn mega ekki fara á taugum þótt blási aðeins á móti,“ sagði hann í gær við Stöð 2. 10.4.2010 04:00 Ellefu kiðlingar komu í heiminn Geitburði er nú lokið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og mun það trú starfsmanna að nú sé vorið að koma. 10.4.2010 03:15 Félag fréttamanna ætlar að funda um stefnu Pálma „Ég geri ráð fyrir að við munum halda stjórnarfund fljótlega og fara í gegnum þetta," segir Aðalbjörn Sigurðsson, formaður í Félagi fréttamanna á RÚV, um stefnu Pálma Haraldssonar í Fons gegn Svavari Halldórssyni fréttamanni. 9.4.2010 22:00 Vilhjálmur Bjarnason neitaði að taka við verðlaunum frá Iceland Express Garðabær sigraði í spurningakeppninni Útsvar sem fram fór á Ríkisútvarpinu í kvöld. Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, var í sigurliðinu. Hann neitaði að taka við hluta verðlaunanna sem í boði voru fyrir sigurliðið. Um var að ræða ferðaávísun frá Iceland Express. 9.4.2010 21:15 Kvikan að færast í átt að Kötlu? Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur veltir upp þeim möguleika í grein á heimasíðu sinni að kvikan undir Eyjafjallajökli sé að færast til austurs í átt að Kötlu. Hann bendir á að jarðskjálftar hafi verið að færast undanfarna tvo daga í átt að Goðabungu í Mýrdalsjökli. 9.4.2010 19:50 Vilhjálmur Bjarnason: Þetta útskýrir sig sjálft „Ég þarf ekkert að útskýra þetta. Þetta útskýrir sig sjálft. Ég var hluthafi í Glitni,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands. Vilhjálmur var í sigurliði Garðabæjar í spurningakeppninni Útsvar sem fór fram á RÚV í kvöld. 9.4.2010 21:52 Golfklúbbur Reykjavíkur fær ekki styrkinn Golfklúbbur Reykjavíkur fær ekki 230 milljóna króna styrkinn frá Reykjavíkurborg eins og ákveðið var fyrr en öðrum framkvæmdum er lokið segir borgarstjóri. Stjórn klúbbsins hefði átt að greina borginni frá því að styrkur borgarinnar frá síðasta ári hafi verið notaður til að niðurgreiða eldri framkvæmdalán. 9.4.2010 19:17 Hönnun samgöngumiðstöðvar boðin út í næsta mánuði Hönnun samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli verður boðin út í næsta mánuði og smíði hafin fyrir áramót, eftir að ríki og borg náðu í gær samkomulagi um skipulagsmál. Samgönguráðherra vonast til að miðstöðin verði tilbúin innan tuttugu mánaða. 9.4.2010 19:12 Hraunið ekkert nálgast Þórsmörk í tvær vikur Hraunið frá eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi hefur ekkert nálgast sléttlendið í Þórsmörk undanfarnar tvær vikur. Þess í stað hleðst það upp innst í Hvannárgili. Hraunrennslið úr gígunum er að meðaltali fimmtán rúmmetrar á hverri sekúndu, að mati jarðvísindamanna Háskóla Íslands, eða sem samsvarar þrjátíu til fjörutíu tonnum á sekúndu. 9.4.2010 19:06 Ekkert ferðaveður á Mýrdalsjökli Ekkert ferðaveður er á Mýrdalsjökli, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Á jöklinum er einnig mikill krapi og hann illfær. Þá eru miklir vatnavextir í ám í Þórsmörk bæði vegna úrkomu og bráðnunar frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. 9.4.2010 17:36 Tveir menn teknir með tugi kílóa af kannabisplöntum Tveir menn voru handteknir í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í gær vegna gruns um kannabisræktun. Aðdragandi málsins var á þann veg að lögreglu bárust síðdegis á miðvikudag upplýsingar um að frá sumarbústað í Grímsnesi leggði megnan gróðurilm. Lögreglumen frá Selfossi fór að húsinu og leyndi sér ekki að lykt af kannabis barst út frá því. Farið var inn í húsið sem 9.4.2010 17:22 Hreyfingin furðar sig á fyrirhugaðri dagskrá Alþingis Þingmenn Hreyfingarinnar furða sig á fyrirhugaðri dagskrá Alþingis í næstu viku eftir útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu sem þingmennirnir hafa sent fjölmiðlum. Skýrslan verður birt klukkan 10:15 á mánudag. Fyrirhugað er að umræðan um skýrsluna fari fram í þinginu n.k. mánudag, þriðjudag og miðvikudag í samtals 10½ klukkustund. 9.4.2010 19:52 Dældu 15 þúsund lítrum af vatni úr Garðaskóla Slökkviliðið dældi 15 þúsund lítrum af vatni út úr Garðaskóla í morgun þegar vatn lak þar um kjallarann. 9.4.2010 20:45 Fréttir Stöðvar 2 í nýju umhverfi Útlit frétta Stöðvar 2 tekur stakkaskiptum í kvöld. Þá verður í fyrsta skipti sent út frá nýju fréttasetti með nýrri upphafskynningu. Allt útlit og umgjörð fréttatímans verður annað en verið hefur undanfarin fimm ár. 9.4.2010 17:29 Lífeyrissjóðir fjármagna kaup á íbúðum fyrir aldraða Fjórir lífeyrissjóðir fjármagna kaup á 78 íbúðum fyrir aldraða að Suðurlandsbraut 58-62 sem Grund-Mörkin hefur ráðist í. 9.4.2010 16:28 Eymundsson forselur rannsóknarskýrsluna Bókabúðin Eymundsson hyggst forselja rannsóknarskýrsluna yfir helgina en hún verður ekki gerð opinber fyrr en á mánudaginn klukkan hálf ellefu. 9.4.2010 16:23 Gylfi Magnússon: „Krossleggjum fingur og vonum það besta“ „Þetta eru afar góðar fréttir,“ segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, en Ísland er komið á dagskrá stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varðandi endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 16. apríl. 9.4.2010 16:12 Forsætisráðherra agndofa yfir póstum til Lárusar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, furðuðu sig á því í morgun að mál tengt tölvupóstssendingum milli Lárusar Welding og stórra hluthafa Glitnis hafi ekki verið sent til embættis sérstaks saksóknara. Forsætisráðherra segist agndofa yfir tölvupóstunum. 9.4.2010 16:00 Kaninn tekinn úr sambandi - sakar Lýðvarpið um árás á útvarpssendi „Ég áttaði mig á því stuttu eftir hádegi að sendir á okkar vegum í Bláfjöllum var dottinn út,“ segir Einar Bárðarson, útvarpsstjóri Kanans, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í hús þar sem sendirinn er og tekið hann úr sambandi með þeim afleiðingum að útsending útvarpsstöðvarinnar þagnaði. 9.4.2010 15:50 Kostar sex milljónir vikulega að gæta eldstöðvanna Áætlað er að ríkið muni greiða um 6 milljónir á viku vegna lágmarksgæslu í kringum eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi en dómsmálaráðherra kynnti ríkisstjórninni í morgun erindi þess eðlis. Það er lögreglan á Hvolsvelli og björgunarsveitir sem munu gæta öryggis á svæðinu samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. 9.4.2010 15:32 Vill að Sjálfstæðismenn taki skýrsluna alvarlega Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins vill að flokksmenn sínir taki niðurstöðum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis alvarlega og dragi lærdóm af þeim. Þetta kemur fram í ávarpi Bjarna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. 9.4.2010 15:08 Sjá næstu 50 fréttir
Kynna og kanna undraheima vísindanna Ísprinsessa, vatnshrútur og eldorgel er á meðal þess sem börn á öllum aldri geta kynnt sér í Norræna húsinu næstu vikur, en Tilraunalandið opnaði þar í gær. Það er sýning sem hefur það að markmiði að kynna og kanna undraheima vísindanna. 10.4.2010 19:12
Fullt út úr dyrum í minningarathöfn Minningarathöfn í Kristskirkju á Landakoti um forsetann og alla þá sem fórust í flugslysinu í Rússlandi í morgun er nýlokið. Í slysinu fórust forseti landsins og fjölmargir háttsettir embættismenn. Fullt vart út úr dyrum í Kristskirkju en meðal þeirra sem sóttu athöfnina voru Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. 10.4.2010 17:29
Söngkeppni framhaldsskólanna í beinni á Vísi Söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld verður sýnd í beinni útsendingu á Vísi. Einnig verður sýnt frá keppninni í opinni dagskrá Stöðvar 2. Í þessari vinsælustu og fjölmennustu söngvarakeppni landsins mæta til keppni allir framhaldsskólar landsins og er þetta í 20. sinn sem keppnin er haldin. 10.4.2010 17:15
Hannes Hlífar Íslandsmeistari í skák í ellefta skipti Hannes Hlífar Stefánsson sigraði Guðmund Gíslason í elleftu og síðustu umferð Íslandsmótsins í skák í dag. Hannes hefur því tryggt sér sigur á mótinu og það í ellefta sinn á 13 árum en Hannes tók ekki þátt í mótinu árin 2000 og 2009 og hefur ávallt sigrað á Íslandsmótinu síðan 1998 hafi hann á annað borð tekið þátt í mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands. Hannes hlaut 8,5 vinning í 10 skákum. 10.4.2010 16:03
Komin fram Konan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er komin fram. Hún fór frá Landsspítalanum í gærdag og er síðast vitað um ferðir hennar við Hlemm eftir miðnætti í nótt. 10.4.2010 15:57
Jóhanna sendi samúðarkveðjur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sendi í dag forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, samúðarkveðju. Í bréfi til ráðherrans lýsir hún yfir dýpstu samúð ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar vegna hins hörmulega flugslyss í morgun þar sem forseti Póllands, eiginkona hans og fylgdarlið létust. 10.4.2010 15:54
Minningarathöfn vegna flugslyssins Aðalræðismannsskrifstofa Póllands hér á landi stendur fyrir minningarathöfn í Landakotskirkju síðar í dag vegna flugslyssins í vesturhluta Rússlands í morgun þar sem forseti Póllands, eiginkona hans og sendinefnd fórust. 10.4.2010 14:27
Lýst eftir þrítugri konu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ragnheiði Þórdísi Stefánsdóttur. Hún fór frá Landsspítalanum í gærdag og er síðast vitað um ferðir hennar við Hlemm í Reykjavík, um klukkan þrjú aðfaranótt laugardags. 10.4.2010 13:55
Forseti Alþingis undrast gagnrýni Hreyfingarinnar Hvorki Þór Saari né Birgitta Jónsdóttir gerðu athugasemdir þegar fyrirhuguð dagskrá Alþingis í næstu viku vegna útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var samþykkt. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Hún undrast gagnrýni þingmanna Hreyfingarinnar sem sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna málsins. Þeir segja að ómögulegt sé fyrir þingmenn að kynna sér innihald skýrslunnar almennilega áður en gengið er til umræðu. 10.4.2010 13:51
Jón Ásgeir biðlar til Steingríms Jón Ásgeir Jóhannesson biður Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, að gæta orða sinna þegar alvarlegar ávirðingar eru bornar á almenning í landinu. Öll mál eiga sér fleiri en eina hlið. Þetta kemur fram í bréfi sem Jón Ásgeir sendi fjármálaráðherra í dag og er birt á Pressunni. 10.4.2010 13:09
Svandís: Hegðun þáttagerðarmanna Top Gear verði rannsökuð Gæta þarf betur að umgengni ferðafólks upp að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Einkum nú þegar frost er að fara úr jörðu og jarðvegur verður viðkvæmur fyrir ágangi. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Hún vonast til þess að meintur utanvegaakstur þáttagerðamanna Top Gear verði rannsakaður. 10.4.2010 12:59
Vilhjálmur: Ekki við hæfi að fyrirtæki Pálma dreifi gjöfum Vilhjálmur Bjarnason, lektor, segist ekki vilja þiggja gjafir frá fyrirtæki í eigu manns sem hafi sennilega orðið uppvís að því að tæma banka. En hann neitaði að taka við flugmiða frá Iceland Express í gærkvöldi eftir sigur með liði sínu í spurningakeppninni Útsvar á Ríkissjónvarpinu. Hann segir ekki við hæfi að slíkt fyrirtæki dreifi gjöfum með þessum hætti. 10.4.2010 12:50
Ógerlegt fyrir þingmenn að kynna sér efni skýrslunnar Þingmenn Hreyfingarinnar lýsa furðu sinni á fyrirhugaðri dagskrá Alþingis í næstu viku þar sem taka á fyrir skýrslu rannsóknarnefndar þingsins. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, segir nær ógerlegt fyrir þingmenn að kynna sér innihalds skýrslunnar nægilega vel áður en hún er tekin til umræðu á Alþingi. 10.4.2010 12:24
Forseti Íslands sendir Pólverjum samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun Bronisław Komorowski, forseta pólska þingsins og starfandi forseta landsins, samúðarkveðjur Íslendinga til pólsku þjóðarinnar vegna hins hörmulega flugslyss þar sem Lech Kaczyński forseti Póllands, Maria Kaczyński eiginkona hans og fjölmargir aðrir forystumenn landsins og nánir samverkamenn forsetans létu lífið. 10.4.2010 11:37
Þjófar í annarlegu ástandi handteknir Karl og kona voru handtekin um níuleytið í morgun í verslun við Skúlagötu í Reykjavík. Þau höfðu brotist inn í verslunina og voru komin með töluvert magn af þýfi þegar lögregla kom á staðinn. Fólkið var í annarlegu ástandi, að sögn varðstjóra. Þau verða yfirheyrð síðar í dag en bæði eru þau góðkunningjar lögreglu. 10.4.2010 11:15
Ekkert ferðaveður í grennd við gosstöðvarnar Ekkert ferðaveður er í grennd við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Lögregla varar ferðamenn við að vera á svæðinu í dag. Mikill krapi er á Mýrdalsjökli sem er illfær. Þá hafa verið miklir vatnavextir í ám í Þórsmörk bæði vegna úrkomu og bráðnunar frá eldgosinu. 10.4.2010 09:38
Innbrot í tölvuverslun Brotist var inn í tölvuverslun á Stórhöfða í nótt og ýmsum tölvubúnaði stolið. Lögreglu barst tilkynning um málið á sjöunda tímanum í morgun. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 10.4.2010 09:25
Vegir víðast hvar auðir Það er hlýtt um allt land og vegir víðast hvar auðir. Þó eru hálkublettir á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Breiðdalsheiði eru einnig hálkublettir, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 10.4.2010 09:13
Vanmeta magn hraunsins „Nýting gervitungla er mjög skemmtileg viðbót,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, um nýjan búnað bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA), sem gerir vísindamönnum mögulegt að fylgjast með gosinu við Fimmvörðuháls úr geimnum. 10.4.2010 09:00
Samgöngumiðstöð á hreyfingu Hönnun samgöngumiðstöðvar verður boðin út í næsta mánuði og framkvæmdir við hana ættu að hefjast fyrir áramót, eftir að Reykjavíkurborg og samgönguyfirvöld komust að samkomulagi um hana á fimmtudag. 10.4.2010 07:00
Ráðherra lýsir stríði á hendur lúpínunni Ræktun lúpínu á Íslandi verður stórlega takmörkuð frá því sem nú er, samkvæmt nýrri áætlun umhverfisráðuneytisins. 10.4.2010 06:00
Geta byrjað á álveri á Bakka árið 2013 Framkvæmdir geta hafist við álver á Bakka árið 2013, náist samningar og skilyrði umhverfismats verði uppfyllt, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sameiginlegt mat virkjana við Þeistareyki og álvers á Bakka verður auglýst síðar í mánuðinum. 10.4.2010 06:00
Ný tæki komast ekki á Netið klárist IP-tölur Innan við tíundi partur er eftir af auðkennum sem tölvum er úthlutað á internetinu, IPv4. Unnið er að því að taka upp næstu kynslóð auðkenna í netsamskiptum, IPv6. OECD hvetur til hraðari upptöku til að hægi ekki á framþróun Netsins. 10.4.2010 05:00
Fækka má slysum með nýjum búnaði Væri bílafloti landsmanna allur búinn nýjasta öryggisbúnaði mætti mögulega fækka umferðarslysum um ríflega þúsund á ári hverju. Þetta er mat Bílgreinasambandsins og Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). 10.4.2010 05:00
Fráleitt að fresta viðræðum við ESB Fráleitt er að halda því fram að fresta eigi ESB-viðræðum eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum utanríkisráðherra hefur gert, að mati Össurar Skarphéðinssonar, núverandi utanríkisráðherra. „Menn mega ekki fara á taugum þótt blási aðeins á móti,“ sagði hann í gær við Stöð 2. 10.4.2010 04:00
Ellefu kiðlingar komu í heiminn Geitburði er nú lokið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og mun það trú starfsmanna að nú sé vorið að koma. 10.4.2010 03:15
Félag fréttamanna ætlar að funda um stefnu Pálma „Ég geri ráð fyrir að við munum halda stjórnarfund fljótlega og fara í gegnum þetta," segir Aðalbjörn Sigurðsson, formaður í Félagi fréttamanna á RÚV, um stefnu Pálma Haraldssonar í Fons gegn Svavari Halldórssyni fréttamanni. 9.4.2010 22:00
Vilhjálmur Bjarnason neitaði að taka við verðlaunum frá Iceland Express Garðabær sigraði í spurningakeppninni Útsvar sem fram fór á Ríkisútvarpinu í kvöld. Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, var í sigurliðinu. Hann neitaði að taka við hluta verðlaunanna sem í boði voru fyrir sigurliðið. Um var að ræða ferðaávísun frá Iceland Express. 9.4.2010 21:15
Kvikan að færast í átt að Kötlu? Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur veltir upp þeim möguleika í grein á heimasíðu sinni að kvikan undir Eyjafjallajökli sé að færast til austurs í átt að Kötlu. Hann bendir á að jarðskjálftar hafi verið að færast undanfarna tvo daga í átt að Goðabungu í Mýrdalsjökli. 9.4.2010 19:50
Vilhjálmur Bjarnason: Þetta útskýrir sig sjálft „Ég þarf ekkert að útskýra þetta. Þetta útskýrir sig sjálft. Ég var hluthafi í Glitni,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands. Vilhjálmur var í sigurliði Garðabæjar í spurningakeppninni Útsvar sem fór fram á RÚV í kvöld. 9.4.2010 21:52
Golfklúbbur Reykjavíkur fær ekki styrkinn Golfklúbbur Reykjavíkur fær ekki 230 milljóna króna styrkinn frá Reykjavíkurborg eins og ákveðið var fyrr en öðrum framkvæmdum er lokið segir borgarstjóri. Stjórn klúbbsins hefði átt að greina borginni frá því að styrkur borgarinnar frá síðasta ári hafi verið notaður til að niðurgreiða eldri framkvæmdalán. 9.4.2010 19:17
Hönnun samgöngumiðstöðvar boðin út í næsta mánuði Hönnun samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli verður boðin út í næsta mánuði og smíði hafin fyrir áramót, eftir að ríki og borg náðu í gær samkomulagi um skipulagsmál. Samgönguráðherra vonast til að miðstöðin verði tilbúin innan tuttugu mánaða. 9.4.2010 19:12
Hraunið ekkert nálgast Þórsmörk í tvær vikur Hraunið frá eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi hefur ekkert nálgast sléttlendið í Þórsmörk undanfarnar tvær vikur. Þess í stað hleðst það upp innst í Hvannárgili. Hraunrennslið úr gígunum er að meðaltali fimmtán rúmmetrar á hverri sekúndu, að mati jarðvísindamanna Háskóla Íslands, eða sem samsvarar þrjátíu til fjörutíu tonnum á sekúndu. 9.4.2010 19:06
Ekkert ferðaveður á Mýrdalsjökli Ekkert ferðaveður er á Mýrdalsjökli, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Á jöklinum er einnig mikill krapi og hann illfær. Þá eru miklir vatnavextir í ám í Þórsmörk bæði vegna úrkomu og bráðnunar frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. 9.4.2010 17:36
Tveir menn teknir með tugi kílóa af kannabisplöntum Tveir menn voru handteknir í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í gær vegna gruns um kannabisræktun. Aðdragandi málsins var á þann veg að lögreglu bárust síðdegis á miðvikudag upplýsingar um að frá sumarbústað í Grímsnesi leggði megnan gróðurilm. Lögreglumen frá Selfossi fór að húsinu og leyndi sér ekki að lykt af kannabis barst út frá því. Farið var inn í húsið sem 9.4.2010 17:22
Hreyfingin furðar sig á fyrirhugaðri dagskrá Alþingis Þingmenn Hreyfingarinnar furða sig á fyrirhugaðri dagskrá Alþingis í næstu viku eftir útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu sem þingmennirnir hafa sent fjölmiðlum. Skýrslan verður birt klukkan 10:15 á mánudag. Fyrirhugað er að umræðan um skýrsluna fari fram í þinginu n.k. mánudag, þriðjudag og miðvikudag í samtals 10½ klukkustund. 9.4.2010 19:52
Dældu 15 þúsund lítrum af vatni úr Garðaskóla Slökkviliðið dældi 15 þúsund lítrum af vatni út úr Garðaskóla í morgun þegar vatn lak þar um kjallarann. 9.4.2010 20:45
Fréttir Stöðvar 2 í nýju umhverfi Útlit frétta Stöðvar 2 tekur stakkaskiptum í kvöld. Þá verður í fyrsta skipti sent út frá nýju fréttasetti með nýrri upphafskynningu. Allt útlit og umgjörð fréttatímans verður annað en verið hefur undanfarin fimm ár. 9.4.2010 17:29
Lífeyrissjóðir fjármagna kaup á íbúðum fyrir aldraða Fjórir lífeyrissjóðir fjármagna kaup á 78 íbúðum fyrir aldraða að Suðurlandsbraut 58-62 sem Grund-Mörkin hefur ráðist í. 9.4.2010 16:28
Eymundsson forselur rannsóknarskýrsluna Bókabúðin Eymundsson hyggst forselja rannsóknarskýrsluna yfir helgina en hún verður ekki gerð opinber fyrr en á mánudaginn klukkan hálf ellefu. 9.4.2010 16:23
Gylfi Magnússon: „Krossleggjum fingur og vonum það besta“ „Þetta eru afar góðar fréttir,“ segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, en Ísland er komið á dagskrá stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varðandi endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 16. apríl. 9.4.2010 16:12
Forsætisráðherra agndofa yfir póstum til Lárusar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, furðuðu sig á því í morgun að mál tengt tölvupóstssendingum milli Lárusar Welding og stórra hluthafa Glitnis hafi ekki verið sent til embættis sérstaks saksóknara. Forsætisráðherra segist agndofa yfir tölvupóstunum. 9.4.2010 16:00
Kaninn tekinn úr sambandi - sakar Lýðvarpið um árás á útvarpssendi „Ég áttaði mig á því stuttu eftir hádegi að sendir á okkar vegum í Bláfjöllum var dottinn út,“ segir Einar Bárðarson, útvarpsstjóri Kanans, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í hús þar sem sendirinn er og tekið hann úr sambandi með þeim afleiðingum að útsending útvarpsstöðvarinnar þagnaði. 9.4.2010 15:50
Kostar sex milljónir vikulega að gæta eldstöðvanna Áætlað er að ríkið muni greiða um 6 milljónir á viku vegna lágmarksgæslu í kringum eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi en dómsmálaráðherra kynnti ríkisstjórninni í morgun erindi þess eðlis. Það er lögreglan á Hvolsvelli og björgunarsveitir sem munu gæta öryggis á svæðinu samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. 9.4.2010 15:32
Vill að Sjálfstæðismenn taki skýrsluna alvarlega Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins vill að flokksmenn sínir taki niðurstöðum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis alvarlega og dragi lærdóm af þeim. Þetta kemur fram í ávarpi Bjarna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. 9.4.2010 15:08