Innlent

Félag fréttamanna ætlar að funda um stefnu Pálma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðalbjörn Sigurðsson, formaður Félags fréttamanna, segir að félagið muni funda um stefnuna. Mynd/ Vilhelm.
Aðalbjörn Sigurðsson, formaður Félags fréttamanna, segir að félagið muni funda um stefnuna. Mynd/ Vilhelm.
„Ég geri ráð fyrir að við munum halda stjórnarfund fljótlega og fara í gegnum þetta," segir Aðalbjörn Sigurðsson, formaður í Félagi fréttamanna á RÚV, um stefnu Pálma Haraldssonar í Fons gegn Svavari Halldórssyni fréttamanni.

Pálmi hefur stefnt Svavari, ásamt Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur fréttaþul, fyrir frétt í kvöldfréttum RÚV þann 25. mars síðastliðinn. Fréttin laut að tveggja og hálfs milljarða króna láni frá Glitni rétt fyrir hrun gegn skuldaviðurkenningu í Baugi.

Aðalbjörn segir að menn hafi átt von á því að stefnan bærist. „Eins og staðan er núna að þá er þetta nú bara nánast eins og við var að búast," segir Aðalbjörn sem segir að menn í stöðu eins og Pálmi séu greinilega að reyna að hræða fréttamenn í þvi að fjalla um þá.






Tengdar fréttir

Pálmi hefur stefnt fréttamanni RÚV

Pálmi Haraldsson fjárfestir hefur stefnt Svavari Halldórssyni, fréttamanni á fréttastofu RÚV, vegna fréttar af málefnum Fons, eignarhaldsfélagi Pálma.

Pálmi vill þrjár milljónir í miskabætur

Pálmi Haraldsson fjárfestir vill fá 3 milljónir króna i miskabætur frá Svavari Halldórssyni vegna fréttar sem birtist í kvöldfréttum RÚV 25. mars.

Svavar Halldórsson: Auðmenn reyna að hræða blaðamenn

„Tilgangurinn er augljóslega sá að hræða blaðamenn frá því að fjalla um aðdraganda hrunsins. Það er alveg augljóst í mínum huga,“ segir Svavar Halldórsson, fréttamaður fréttastofu Ríkisútvarpsins en Pálmi Haraldsson hefur stefnt honum vegna fréttar sem hann flutti í kvöldfréttunum í lok mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×