Ráðherra lýsir stríði á hendur lúpínunni 10. apríl 2010 06:00 Sigurður H. Magnússon, Sveinn Runólfsson, Svandís Svavarsdóttir og Jón Gunnar Ottósson kynntu í gær mikla stefnubreytingu varðandi ræktun alaskalúpínu. Fréttablaðið/Valli Ræktun lúpínu á Íslandi verður stórlega takmörkuð frá því sem nú er, samkvæmt nýrri áætlun umhverfisráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra fól í nóvember í fyrra þeim Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra og Jóni Gunnari Ottóssyni, forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, að gera áætlun um aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu alaskalúpínu og uppræta hana þar sem hún sé óæskileg. Niðurstaða þeirrar vinnu var kynnt á blaðamannafundi í umhverfisráðuneytinu í gær. Einnig var fjallað um plöntuna skógarkerfil sem eins og lúpínan reyndist útbreiddari á hálendinu og friðlýstum svæðum en áður var talið. Skýrsluhöfundar leggja til að setja þessum tegundum strangar skorður til að takmarka neikvæð áhrif þeirra en jafnframt nýta lúpínuna á völdum svæðum til landgræðslu og ræktunar. Meðal annars er lagt til að gerð verði lagabreyting þannig að ræktun lúpínu verði algerlega bönnuð í yfir 400 metra hæð yfir sjó í stað 500 metra áður. Skipa á sérstaka aðgerðastjórn vegna baráttunnar við þessar plöntur sem fyrst voru fluttar til Íslands í kringum árið 1900 og eru nú farnar að drepa niður annað plöntulíf. „Á ári líffræðilegrar fjölbreytni þarf að huga sérstaklega að þeim þeim þáttum sem varða ágengar tegundir. Þar hefur farið fremst í flokki alaskalúpínan,“ sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Sigurður H. Magnússon frá Náttúrfræðistofnun Íslands sagði áhrifaríkustu leiðina til að eyða lúpínu vera að úða hana með eitri. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri sagði aðspurður á fundum að sú aðferð væri ítarlega rannsökuð og myndi ekki valda skaða ef rétt væri staðið að verki. Sauðfjárbeit og sláttur lúpínunnar eru tvær aðferðir sem einnig voru nefndar. Báðir vildu Sveinn og Sigurður þó fyrst og fremst höfða til almennings að vera meðvitaðan um óæskileg áhrif lúpínunnar. „Lúpínan hefur alltaf fengið blóðið til að renna í fólki, einhverra hluta vegna,“ svaraði Svandís spurð hvort hún ætti jafnvel von á pólitískum deilum vegna hinnar nýju stefnu ráðuneytisins. „Bæði náttúruverndarsinnar og landgræðslusinnar hafa haft á þessu miklar skoðanir – eðlilega vegna þess að þarna er um mjög kraftmikla plöntu að ræða sem er frábær landgræðsluplanta en um leið mjög ógnandi við náttúrulegt umhverfi. Það sem ég er að freista þess að gera með þessari vinnu og þessari skýrslu er að leiða þessi sjónarmið saman og leita leiða til að stemma stigu við lúpínunni þar sem hún á alls ekki heima.“ gar@frettabladid.is Útbreiðsla lúpínu Alaskalúpínan finnst nú víða um land. Mynd: Náttúrufræðistofnun Íslands. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Ræktun lúpínu á Íslandi verður stórlega takmörkuð frá því sem nú er, samkvæmt nýrri áætlun umhverfisráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra fól í nóvember í fyrra þeim Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra og Jóni Gunnari Ottóssyni, forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, að gera áætlun um aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu alaskalúpínu og uppræta hana þar sem hún sé óæskileg. Niðurstaða þeirrar vinnu var kynnt á blaðamannafundi í umhverfisráðuneytinu í gær. Einnig var fjallað um plöntuna skógarkerfil sem eins og lúpínan reyndist útbreiddari á hálendinu og friðlýstum svæðum en áður var talið. Skýrsluhöfundar leggja til að setja þessum tegundum strangar skorður til að takmarka neikvæð áhrif þeirra en jafnframt nýta lúpínuna á völdum svæðum til landgræðslu og ræktunar. Meðal annars er lagt til að gerð verði lagabreyting þannig að ræktun lúpínu verði algerlega bönnuð í yfir 400 metra hæð yfir sjó í stað 500 metra áður. Skipa á sérstaka aðgerðastjórn vegna baráttunnar við þessar plöntur sem fyrst voru fluttar til Íslands í kringum árið 1900 og eru nú farnar að drepa niður annað plöntulíf. „Á ári líffræðilegrar fjölbreytni þarf að huga sérstaklega að þeim þeim þáttum sem varða ágengar tegundir. Þar hefur farið fremst í flokki alaskalúpínan,“ sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Sigurður H. Magnússon frá Náttúrfræðistofnun Íslands sagði áhrifaríkustu leiðina til að eyða lúpínu vera að úða hana með eitri. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri sagði aðspurður á fundum að sú aðferð væri ítarlega rannsökuð og myndi ekki valda skaða ef rétt væri staðið að verki. Sauðfjárbeit og sláttur lúpínunnar eru tvær aðferðir sem einnig voru nefndar. Báðir vildu Sveinn og Sigurður þó fyrst og fremst höfða til almennings að vera meðvitaðan um óæskileg áhrif lúpínunnar. „Lúpínan hefur alltaf fengið blóðið til að renna í fólki, einhverra hluta vegna,“ svaraði Svandís spurð hvort hún ætti jafnvel von á pólitískum deilum vegna hinnar nýju stefnu ráðuneytisins. „Bæði náttúruverndarsinnar og landgræðslusinnar hafa haft á þessu miklar skoðanir – eðlilega vegna þess að þarna er um mjög kraftmikla plöntu að ræða sem er frábær landgræðsluplanta en um leið mjög ógnandi við náttúrulegt umhverfi. Það sem ég er að freista þess að gera með þessari vinnu og þessari skýrslu er að leiða þessi sjónarmið saman og leita leiða til að stemma stigu við lúpínunni þar sem hún á alls ekki heima.“ gar@frettabladid.is Útbreiðsla lúpínu Alaskalúpínan finnst nú víða um land. Mynd: Náttúrufræðistofnun Íslands.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira