Innlent

Vilhjálmur Bjarnason: Þetta útskýrir sig sjálft

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilhjálmur Bjarnason þáði ekki verðlaun frá Iceland Express. Mynd/ Anton.
Vilhjálmur Bjarnason þáði ekki verðlaun frá Iceland Express. Mynd/ Anton.
„Ég þarf ekkert að útskýra þetta. Þetta útskýrir sig sjálft. Ég var hluthafi í Glitni," segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands. Vilhjálmur var í sigurliði Garðabæjar í spurningakeppninni Útsvar sem fór fram á RÚV í kvöld.

Í verðlaun voru ferðaávísun frá Iceland Express, sem er flugfélag í eigu Pálma Haraldssonar fjárfestis. Pálmi er grunaður um að hafa misbeitt valdi sínu í Glitni, eins og greint hefur verið frá í fréttum í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×