Innlent

Hannes Hlífar Íslandsmeistari í skák í ellefta skipti

Hannes Hlífar Stefánsson sigraði Guðmund Gíslason í elleftu og síðustu umferð Íslandsmótsins í skák í dag. Hannes hefur því tryggt sér sigur á mótinu og það í ellefta sinn á 13 árum en Hannes tók ekki þátt í mótinu árin 2000 og 2009 og hefur ávallt sigrað á Íslandsmótinu síðan 1998 hafi hann á annað borð tekið þátt í mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands. Hannes hlaut 8,5 vinning í 10 skákum.

Jafnframt tryggði Hannes sér með sigrinum þátttökurétt fyrir Íslands hönd á EM einstaklinga sem fram fer í Frakklandi í mars 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×