Jón Ásgeir biðlar til Steingríms 10. apríl 2010 13:09 Mynd/Arnþór Birkisson Jón Ásgeir Jóhannesson biður Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, að gæta orða sinna þegar alvarlegar ávirðingar eru bornar á almenning í landinu. Öll mál eiga sér fleiri en eina hlið. Þetta kemur fram í bréfi sem Jón Ásgeir sendi fjármálaráðherra í dag og er birt á Pressunni. Fyrr í vikunni sagði Steingrímur að mál sexmenninganna, þar á meðal Jóns Ásgeirs, sem skilanefnd Glitnis stefndi hlyti að verða rannsakað sem sakamál og að mikilvægt væri að sérstakur saksóknari fengi strax öll gögn. „Sú hlið sem kemur fram í stefnu eins aðila er bara ein hlið. Ráðherra hefur engar forsendur til að meta gildi hennar frekar en hver annar - enda er það ekki hans hlutverk," segir Jón Ásgeir í bréfinu og bætir við að ábyrgð ráðherra sé mikil. „Ég bið þig þess vegna allra vinsamlegast að leyfa þeim yfirvöldum, sem við höfum komið okkur saman um að til þess séu bær, að fjalla um hugsanleg dómsmál sem að mér snúa áður en þú kynnir þína einkaniðurstöðu fyrir þjóðinni. Ég þykist vita, að þinn dómur, sem verður til fyrir framan myndavélar sjónvarpsstöðvanna á örfáum augnablikum, hefur meiri áhrif en velviljaður stjórnmálamaður raunverulega vill," segir Jón Ásgeir í bréfinu sem hægt er að lesa hér. Tengdar fréttir Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32 Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. 7. apríl 2010 18:42 Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. 7. apríl 2010 18:51 Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28 Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00 Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. 7. apríl 2010 12:00 Forsætisráðherra agndofa yfir póstum til Lárusar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, furðuðu sig á því í morgun að mál tengt tölvupóstssendingum milli Lárusar Welding og stórra hluthafa Glitnis hafi ekki verið sent til embættis sérstaks saksóknara. Forsætisráðherra segist agndofa yfir tölvupóstunum. 9. apríl 2010 16:00 Glitnir tilkynnir um málið gegn Jóni og Pálma til sérstaks saksóknara Slitastjórn og skilanefnd Glitnis hafa útbúið tilkynningu til sérstaks saksóknara vegna málsins gegn Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glitni. 9. apríl 2010 16:55 Lárus Welding harmar að starfsmönnum hafi verið stefnt Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, segir viðskipti sem stunduð voru gagnvart Pálma Haraldssyni og félagi hans FS38 ehf, hafa verið unnin af fullum heilindum og samkvæmt reglum bankans. 7. apríl 2010 13:30 Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03 Pálmi Haraldsson: Beitti ekki blekkingum til þess að fá milljarð Pálmi Haraldsson, sem hefur verið stefnt af Glitni ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Gltinis, segist ekki hafa beitt blekkingum til þess að fá milljarð lánaðan. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér en þar segir orðrétt: 8. apríl 2010 15:01 Stefnir skilanefnd fyrir ærumeiðingar Jón Ásgeir Jóhannesson, einn þeirra sem skilanefnd Glitnis hefur stefnt til greiðslu sex milljarða króna skaðabóta, ætlar að stefna skilanefndinni fyrir ærumeiðandi aðdróttanir sem fram koma í stefnu hennar og fyrir að hafa vísvitandi breytt tölvugögnum. 9. apríl 2010 06:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson biður Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, að gæta orða sinna þegar alvarlegar ávirðingar eru bornar á almenning í landinu. Öll mál eiga sér fleiri en eina hlið. Þetta kemur fram í bréfi sem Jón Ásgeir sendi fjármálaráðherra í dag og er birt á Pressunni. Fyrr í vikunni sagði Steingrímur að mál sexmenninganna, þar á meðal Jóns Ásgeirs, sem skilanefnd Glitnis stefndi hlyti að verða rannsakað sem sakamál og að mikilvægt væri að sérstakur saksóknari fengi strax öll gögn. „Sú hlið sem kemur fram í stefnu eins aðila er bara ein hlið. Ráðherra hefur engar forsendur til að meta gildi hennar frekar en hver annar - enda er það ekki hans hlutverk," segir Jón Ásgeir í bréfinu og bætir við að ábyrgð ráðherra sé mikil. „Ég bið þig þess vegna allra vinsamlegast að leyfa þeim yfirvöldum, sem við höfum komið okkur saman um að til þess séu bær, að fjalla um hugsanleg dómsmál sem að mér snúa áður en þú kynnir þína einkaniðurstöðu fyrir þjóðinni. Ég þykist vita, að þinn dómur, sem verður til fyrir framan myndavélar sjónvarpsstöðvanna á örfáum augnablikum, hefur meiri áhrif en velviljaður stjórnmálamaður raunverulega vill," segir Jón Ásgeir í bréfinu sem hægt er að lesa hér.
Tengdar fréttir Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32 Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. 7. apríl 2010 18:42 Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. 7. apríl 2010 18:51 Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28 Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00 Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. 7. apríl 2010 12:00 Forsætisráðherra agndofa yfir póstum til Lárusar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, furðuðu sig á því í morgun að mál tengt tölvupóstssendingum milli Lárusar Welding og stórra hluthafa Glitnis hafi ekki verið sent til embættis sérstaks saksóknara. Forsætisráðherra segist agndofa yfir tölvupóstunum. 9. apríl 2010 16:00 Glitnir tilkynnir um málið gegn Jóni og Pálma til sérstaks saksóknara Slitastjórn og skilanefnd Glitnis hafa útbúið tilkynningu til sérstaks saksóknara vegna málsins gegn Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glitni. 9. apríl 2010 16:55 Lárus Welding harmar að starfsmönnum hafi verið stefnt Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, segir viðskipti sem stunduð voru gagnvart Pálma Haraldssyni og félagi hans FS38 ehf, hafa verið unnin af fullum heilindum og samkvæmt reglum bankans. 7. apríl 2010 13:30 Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03 Pálmi Haraldsson: Beitti ekki blekkingum til þess að fá milljarð Pálmi Haraldsson, sem hefur verið stefnt af Glitni ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Gltinis, segist ekki hafa beitt blekkingum til þess að fá milljarð lánaðan. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér en þar segir orðrétt: 8. apríl 2010 15:01 Stefnir skilanefnd fyrir ærumeiðingar Jón Ásgeir Jóhannesson, einn þeirra sem skilanefnd Glitnis hefur stefnt til greiðslu sex milljarða króna skaðabóta, ætlar að stefna skilanefndinni fyrir ærumeiðandi aðdróttanir sem fram koma í stefnu hennar og fyrir að hafa vísvitandi breytt tölvugögnum. 9. apríl 2010 06:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32
Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. 7. apríl 2010 18:42
Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. 7. apríl 2010 18:51
Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28
Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00
Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. 7. apríl 2010 12:00
Forsætisráðherra agndofa yfir póstum til Lárusar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, furðuðu sig á því í morgun að mál tengt tölvupóstssendingum milli Lárusar Welding og stórra hluthafa Glitnis hafi ekki verið sent til embættis sérstaks saksóknara. Forsætisráðherra segist agndofa yfir tölvupóstunum. 9. apríl 2010 16:00
Glitnir tilkynnir um málið gegn Jóni og Pálma til sérstaks saksóknara Slitastjórn og skilanefnd Glitnis hafa útbúið tilkynningu til sérstaks saksóknara vegna málsins gegn Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glitni. 9. apríl 2010 16:55
Lárus Welding harmar að starfsmönnum hafi verið stefnt Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, segir viðskipti sem stunduð voru gagnvart Pálma Haraldssyni og félagi hans FS38 ehf, hafa verið unnin af fullum heilindum og samkvæmt reglum bankans. 7. apríl 2010 13:30
Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03
Pálmi Haraldsson: Beitti ekki blekkingum til þess að fá milljarð Pálmi Haraldsson, sem hefur verið stefnt af Glitni ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Gltinis, segist ekki hafa beitt blekkingum til þess að fá milljarð lánaðan. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér en þar segir orðrétt: 8. apríl 2010 15:01
Stefnir skilanefnd fyrir ærumeiðingar Jón Ásgeir Jóhannesson, einn þeirra sem skilanefnd Glitnis hefur stefnt til greiðslu sex milljarða króna skaðabóta, ætlar að stefna skilanefndinni fyrir ærumeiðandi aðdróttanir sem fram koma í stefnu hennar og fyrir að hafa vísvitandi breytt tölvugögnum. 9. apríl 2010 06:00