Innlent

Kostar sex milljónir vikulega að gæta eldstöðvanna

Það kostar 6 milljónir vikulega að gæta gosstöðvanna.
Það kostar 6 milljónir vikulega að gæta gosstöðvanna.

Áætlað er að íslenska ríkið muni greiða um 6 milljónir á viku vegna lágmarksgæslu í kringum eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi en dómsmálaráðherra kynnti ríkisstjórninni í morgun erindi þess eðlis.

Það er lögreglan á Hvolsvelli og björgunarsveitir sem munu gæta öryggis á svæðinu samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu.

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, kynnti kostnaðaráætlun fyrir ríkisstjórninni í morgun vegna eldgosins og viðbragða vegna þessa. Áætlunin verður endurskoðuð vikulega í samræmi við aðstæður á gosstöðvunum.

Samkvæmt ráðuneytinu þá er gert ráð fyrir því að kostnaðurinn geti numið sex milljónum á viku en þess ber að geta að inn í þessu er ekki fyrstu viðbrögð vegna eldgosins.

Talsverður kostnaður hlýst af því en það er hefð samkvæmt dómsmálaráðuneytinu að ríkisstjórn standi undir þeim kostnaði.

Gæslan á svæðinu verður í nánu samstarfi björgunarsveita, lögregunnar á Hvolsvelli og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×