Innlent

Forseti Alþingis undrast gagnrýni Hreyfingarinnar

Hvorki Þór Saari né Birgitta Jónsdóttir gerðu athugasemdir þegar fyrirhuguð dagskrá Alþingis í næstu viku vegna útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var samþykkt. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Hún undrast gagnrýni þingmanna Hreyfingarinnar sem sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna málsins. Þeir segja að ómögulegt sé fyrir þingmenn að kynna sér innihald skýrslunnar almennilega áður en gengið er til umræðu.

Skýrslan verður birt á mánudagsmorgun. Síðar um daginn fer fram stutt umræða á Alþingi en almenn umræða hefst eftir hádegi á þriðjudag.

„Þau áttu sæti á þeim fundum þar sem þessar ákvarðanir voru teknar. Síðast í gær sat Þór Saari forsætisnefndarfund þar sem þessi ákvörðun rædd og samþykkt. Birgitta Jónsdóttir sat einnig í gær fund þingflokksformanna þar sem þessar niðurstöður um málsmeðferð voru ræddar. Hvorugt þeirra gerði athugasemdir þannig að þessi gagnrýni kom mér ákaflega á óvart," segir Ásta Ragnheiður.

Hún bendir á að almenn umræða hefjist ekki fyrr en á þriðjudag. Á mánudag fari fram klukkustundarlöng umræða þar sem formenn flokkanna flytja ávörp.

„Það var mat þeirra sem voru sammála þessari ákvörðun að það ætti að vera nægur tími til að fara yfir helstu niðurstöður. Það er auðvitað ljóst að fólk les skýrsluna ekki frá orði til orðs á þessum tíma en helstu niðurstöður ættu menn að geta kynnt sér," segir Ásta Ragnheiður.




Tengdar fréttir

Hreyfingin furðar sig á fyrirhugaðri dagskrá Alþingis

Þingmenn Hreyfingarinnar furða sig á fyrirhugaðri dagskrá Alþingis í næstu viku eftir útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu sem þingmennirnir hafa sent fjölmiðlum. Skýrslan verður birt klukkan 10:15 á mánudag. Fyrirhugað er að umræðan um skýrsluna fari fram í þinginu n.k. mánudag, þriðjudag og miðvikudag í samtals 10½ klukkustund.

Ógerlegt fyrir þingmenn að kynna sér efni skýrslunnar

Þingmenn Hreyfingarinnar lýsa furðu sinni á fyrirhugaðri dagskrá Alþingis í næstu viku þar sem taka á fyrir skýrslu rannsóknarnefndar þingsins. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, segir nær ógerlegt fyrir þingmenn að kynna sér innihalds skýrslunnar nægilega vel áður en hún er tekin til umræðu á Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×