Innlent

Samgöngumiðstöð á hreyfingu

Borgaryfirvöld litu til vinningstillögu úr hugmyndasamkeppni um framtíð Vatnsmýrarinnar þegar þau sömdu við samgönguyfirvöld.
Borgaryfirvöld litu til vinningstillögu úr hugmyndasamkeppni um framtíð Vatnsmýrarinnar þegar þau sömdu við samgönguyfirvöld.
Hönnun samgöngumiðstöðvar verður boðin út í næsta mánuði og framkvæmdir við hana ættu að hefjast fyrir áramót, eftir að Reykjavíkurborg og samgönguyfirvöld komust að samkomulagi um hana á fimmtudag.

Samkvæmt því verður miðstöðin 3.200 fermetrar í fyrsta áfanga. Þar verði innanlandsflug og aðsetur hópferðabifreiða.

Heimildir blaðsins herma að á síðustu vikum hafi verið tekist á um hversu mörg bílastæði ættu að vera við miðstöðina.  Samgönguyfirvöld vildu hafa þau mörg og ofanjarðar, sem er ódýrari kostur. En borgin vildi líta til hönnunarsamkeppni um framtíð Vatnsmýrar og hafa sem flesta bíla neðanjarðar.

Ekki fengust nánari upplýsingar um niðurstöðuna í gærkvöldi en þær að bílakjallari verður við miðstöðina.

Í fréttum Stöðvar tvö í gær kom fram að samgönguráðherra vonist til að framkvæmdum ljúki innan tuttugu mánaða. Kostnaður sé áætlaður tveir milljarðar króna.

Blaðið hefur greint frá því að lífeyrissjóðir muni fjármagna verkið og fá endurgreitt í leigu og með farþegagjaldi. - kóþ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×