Fleiri fréttir

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða 63 milljónir

Um 15.000 sjúkratryggðum einstaklingum hafa verið endurgreiddar 63 milljónir króna af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) vegna afsláttar sem ekki var hægt að borga út þegar heilbrigðisþjónusta var veitt á síðasta ári samkvæmt tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands.

Jarðskjálftar í Goðabungu í Mýrdalsjökli

Gosórói í eldstöðinni í Eyjafjallajökli fer nú hægt minnkandi. Jarðskjálftar urðu í Goðabungu í Mýrdalsjökli í nótt og í morgun. Almannavarnir funda eftir hádegi með vísindamönnum þar sem meta á stöðu gossins og þörf fyrir gæslu á svæðinu.

Leyfislausir ferja fólk að gosstöðvunum

Nokkur fyrirtæki, sem bjóða ferðafólki í jeppa- eða fjórhjólaferðir að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi, hafa ekki tilskilin leyfi til þess. Þá hefur Ríkisskattstjóri fundið matarholu við gosstöðvarnar.

Innri endurskoðun fer yfir styrki til Golfklúbbs Reykjavíkur

Innri endurskoðun fer nú yfir efndir á fyrri samningum við Golfklúbb Reykjavíkur vegna upplýsinga úr ársreikningum klúbbsins um að framkvæmdastyrkir frá Reykjavíkurborg hafi verið teknir til annarra nota en framkvæmda samkvæmt samningnum auk þess sem umsamið "mótframlag" klúbbsins hafi ekki verið lagt í framkvæmdir í samræmi við samninginn.

Biskup vill að söfnuðir kaupi rannsóknarskýrsluna

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, hefur sent prestum og djáknum bréf þar sem hann hvetur til þess að söfnuðir kaupi eintak af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og láti liggja frammi í safnaðarheimilum. Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni segir að þar geti sóknarbörn nálgast hana og lesið í henni og mælst er til þess að boðið verði upp á kaffi og auglýstar sérstakar samverustundir þar sem unnt verði að ræða skýrsluna.

Heimdallur minnir á hvaðan peningarnir koma

Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur sent frá sér ályktun vegna umræðunnar um fjármögnunm golfvallar á sama tíma og borgin glímir við þrönga stöðu. „Atburðir og umræða síðustu daga sýna vel hve hættuleg blanda stjórnmálamenn og opinber útgjöld eru,“ segir í ályktuninni.

Davíð Oddsson farinn úr landi

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, verður staddur í útlöndum þegar rannsóknarskýrsla Alþingis verður gerð opinber á mánudaginn.

Ingvar og Breki hnýttu bestu flugurnar

Ingvar Ingvarsson og Breki Sigurjónsson báru sigur úr bítum í silungafluguhnýtingakeppni sem Krabbameinsfélag Íslands efndi til í samvinnu við Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Veiðihornið og Veiðikortið. Keppt var í tveimur flokkum, almennum flokki og unglingaflokki, og voru glæsileg verðlaun í boði fyrir þær flugur sem hrepptu þrjú efstu sætin að því er segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu.

Kostnaðarsöm kóbraslanga

Þriggja vikna leit að eiturslöngu í Þýskalandi er lokið. Málið hefur vakið mikla athygli í landinu en ungur eigandi kóbraslöngu í bænum Muelheim hafði samband við yfirvöld fyrir þremur vikum og viðurkenndi skömmustulega að kóbraslangana hans hefði sloppið úr búrinu sínu.

Pálmi hefur stefnt fréttamanni RÚV

Pálmi Haraldsson fjárfestir hefur stefnt Svavari Halldórssyni, fréttamanni á fréttastofu RÚV, vegna fréttar af málefnum Fons, eignarhaldsfélagi Pálma.

Brennuvargar á ferð í borginni

Lögreglan á höfuðborgarvæðinu handtók í nótt þrjá karlmenn á þrítugsaldri, eftir að eldur var kveiktur í strætisvagnaskýli við Sogaveg upp úr klukkan tvö í nótt, og olli þar nokkrum skemmdum.

Frestur væri bestur á aðildarviðræðum

Íslendingar þurfa að gera upp hug sinn og ákveða hvar þeir vilja vera í samfélagi þjóða. Það væri jafnvel betra að fresta yfirstandandi viðræðum við ESB en að halda þeim áfram í óvissu um hvert sé stefnt.

Aldrei auðveldara aðgengi að eldgosi

Ásókn almennings í skoðunarferðir á slóðir eldgoss hefur aldrei verið meiri en að gosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn. Þetta skýrist einna helst af eðli gossins og betra aðgengi en áður hefur þekkst, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Hann hefur fylgst með nokkrum eldgosum á Íslandi en man ekki eftir annarri eins umferð í

Fyrirtækin bera allan kostnað

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) telja að flugfélögin þurfi að bera 400 milljóna króna kostnaðarhækkanir vegna nýlegra gjaldskrárbreytinga frá hendi samgönguráðherra. SAF gagnrýnir ekki síst að hækkanirnar taka gildi með svo stuttum fyrirvara að allur kostnaðurinn fellur á fyrirtækin og ekki er hægt að velta kostnaðinum á farþega.

Segja eigendavaldi beitt til að fá lán

Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson högnuðust um einn milljarð króna hvor á því að láta Glitni lána félagi Pálma sex milljarða, samkvæmt stefnu skilanefndar. Þeir hafna því báðir að hafa hagnast á láninu.

Ingibjörg Sólrún óttast ekki að verða dregin fyrir dóm

Fyrrum utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fengið að sjá fjórar síður úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og segist næsta viss um að hún verði ekki sótt til saka samkvæmt stjórnsýslulögum eða lögum um ráðherraábyrgð. Í aðdraganda efnahagshrunsins hafi efnahags- og fjármál enda verið á borðum annarra ráðherra.

Stöðva verður umferð í vor

„Ef ekkert er að gert gæti umferð jeppa á gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi valdið umhverfisslysi. Það verður að girða fyrir bílaumferð utan jökuls þegar snjóa leysir,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands og formaður Jöklarannsóknafélagsins. Litlar breytingar urðu á gosinu í gær, að hans sögn.

Upplýst verði um lánaafskriftir

Skipa á nefnd til að rannsaka verklag og ákvarðanatöku fjármálafyrirtækja frá hruninu haustið 2008 og til ársloka 2009, samkvæmt frumvarpi sem Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, og tíu aðrir þingmenn flytja.

Hanna Birna krefst skýringa frá GR

„Þær upplýsingar sem borginni hafa borist kalla á skýringar og eftir þeim skýringum hefur þegar verið óskað, bæði innan borgarkerfisins og við forsvarsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur. Reynist það rétt að fjármagni frá

Eldur logaði í strætóskýli

Eldur logaði í strætóskýli á móts við leikskólann Hólaborg um hálfátta í kvöld. Slökkviliðið var kallað til en vegfarandi hafði slökkt eldinn áður en slökkviliðsmenn komust á staðinn.

Gífurlegur fjöldi kvenna í Kvennaathvarfinu

Alls dvöldu 118 og 60 börn í Kvennaathvarfinu í fyrra. Einungis einu sinni áður hafa verið skráðar fleiri konur í athvarfið. Aðsókn var mikil í Kvennaathvarfið á síðasta ári og einungis einu sinni í 27 ára sögu athvarfsins hafa verið skráðar fleiri komur. Veitt voru tæplega 500 ráðgjafar- og stuðningsviðtöl við konur sem ekki komu í dvöl. Það sem af er árinu hefur aðsókn í viðtöl enn stóraukist.

Hætta á að gosið brjótist upp á nýjum stað

Hætta er á því að gosið á Fimmvörðuhálsi brjóti sér leið upp á nýjum stað eftir því sem þrengist að núverandi gígopi, að mati Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. Lögreglan er hneyksluð á glæfraspili fólks í kringum eldstöðina. Eldingar hafa nú bæst við annan lífsháska eins og gufusprengingar og glóandi hraun.

Undirrituðu samning um aukið framlag í Nýsköpunarsjóð námsmanna

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um aukið framlag til Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Heildarfjárframlag beggja aðila mun nema 120 milljónum á þessu ári, 90 milljónir króna frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og 30 milljónir króna frá Reykjavíkurborg.

Reykjavíkurborg keppir um Grænu borgina

Reykjavíkurborg hefur verið valin ein af sex evrópskum borgum sem keppa til úrslita um að vera Græna borgin í Evrópu árið 2012 eða 2013. Sautján borgir í tólf Evrópuríkjum sóttu um þessa eftirsóttu viðurkenningu og nú hafa sex þeirra komist í úrslit.

Styrkveiting til GR í uppnámi

Styrkveiting til Golfklúbbs Reykjavíkur er í uppnámi eftir að borgarráð var upplýst í dag um að klúbburinn hefði síðustu þrjú ár þegið 210 milljónir króna frá borginni til ákveðinna framkvæmda en notað hátt í helming fjárins til að lækka yfirdrátt og aðrar skuldir. Málið er nú í höndum innri endurskoðunar borgarinnar.

Nokkur innbrot tilkynnt til lögreglunnar

Nokkur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Meðal annars var tölvuskjá stolið úr húsi á Seltjarnarnesi og úr í íbúð í vesturbænum hurfu skartgripir, tölva og sparibaukur.

Segjast hafa gætt varúðar þegar þeir kveiktu í dekkjum

Arctic Trucks, sem hefur aðstoðað aðstandendur breska sjónvarpsþáttarins Top Gear, segja að fyllsta öryggis hafi verið gætt þegar þeir létu kvikna í dekki á jeppabifreið í hraunjaðri eldgosins á Fimmvörðuhálsi. Lögreglan á Hvolsvelli gagnrýndi þá félaga harðlega fyrir uppátækið og minntu á að aðstæður væru lífshættulegar við eldgosið.

Sakborningar gagnrýna fjölmiðla harðlega

Þrír sakborningar af níu, sem hafa verið ákærðir fyrir að ryðjast inn í Alþingishúsið í desember á síðasta ári, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir gagnrýna meðal annars fjölmiðla, lýðræði, vald og fleira. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun en málinu var áður vísað frá þegar í ljós kom að einn starfsmanna þingsins og lagði fram bótakröfu var hálf systir ríkissaksóknara.

Vekja athygli ríkisstjórnar Norðulanda á mikilvægi ferðaþjónustunnar

Samtök starfsfólks í ferðaþjónustugreinum á Norðurlöndum, NU HRCT, sendu í gær opið bréf til ríkisstjórna Norðurlandanna þar sem vakin er athygli á mikilvægi ferðaþjónustunnar og bent á að Norðurlöndum ber að nota þau tækifæri sem þau ráða yfir til að grípa til öflugrar markaðssetningar Norðurlanda á sameiginlegum ferðamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Tópasmálið: „Hafi orðið mistök þá leiðréttum við þau“

„Það er leiðinlegt ef þau keyptu útrunna vöru, en annað þarf að skoða þetta mál betur,“ segir Pétur Smárason, rekstrastjóri Snælandsvideo, en Vísir greindi frá því í morgun að 12 ára piltur braut í sér tönn eftir að hafa fengið sér Tópas úr versluninni sem reyndist löngu útrunnið.

Fólk nálægt hættulegum gufusprengingum

Hættulegar gufusprengingar eru á gosstöðvunum þar sem hraunið steypist niður í Hvannárgil og hefur fjöldi fólks verið þar nærri. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að áfram gjósi af krafti úr sprungunni sem opnaðist fyrir rúmri viku og þaðan sé mikið hraunrennsli.

Stöðva ferðir vanbúins fólks

Lögreglumenn frá Hvolsvelli eru nú á leið til eldstöðvanna á Fimmvörðuhálsi, til að stöðva ferðir vanbúins fólks, sem mun vera á leiðinni þangað. Engir björgunarsveitarmenn eru nú á vettvangi og getur ferðafólk því ekki stólað á nærveru þeirra.

Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu

Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við.

Opnun fangelsis í Bitru frestað

Ekkert verður af opnun fangelsins í Bitru í Flóahreppi dag, líkt og til stóð þar sem ekki hefur verið gengið frá skipulagsmálum að fullu. Síðustu daga hafa menn verið að gera allt klárt fyrir opnun fangelsisins en þar var áður kvennafangelsi til margra ára.

Vísindamenn gengu yfir nýja hraunið

Tveir jarðvísindamenn gengu í gær yfir nýju hrauntunguna, sem lokar hinni vinsælu gönguleið um Fimmvörðuháls. Þeir gengu ofan á storknaðri skán með hjálp hitamyndavélar en glóandi kvika sást sumsstaðar undir á eins til tveggja metra dýpi. Engu að síður eru ferðamenn byrjaðir að ganga þarna yfir .

Framleiðslan að mestu komin á forræði bankanna

„Beint frá banka á betur við en: beint frá bónda, þegar fólk borðar egg og beikon,“ segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Þar vísar hann til þess að gengdarlaus offjárfesting í kjúklinga-og svínakjötsframleiðslu, með viðeigandi tapi og afskriftum, hafi leitt til þess að þessi framleiðsla sé nú að mestu komin á forræði bankanna.

Þroskahamlaður drengur braut tönn á löngu útrunnu Tópasi

„Við keyptum tópaspakkann fyrir þremur dögum síðan,“ segir verkamaðurinn Sverrir Bergmann Egilsson en hann varð fyrir því óláni að kaupa útrunninn tópaspakka í versluninni Snælandsvídeo í Setbergi. Í ljós kom að pakkinn rann út í maí á síðasta ári. En það sem verra var, þá fékk tólf ára sonur Sverris sér tópas áður en þau uppgvötuðu að pakkinn væri útrunninn.

Indriði hættur að aðstoða Steingrím

Indriði H. Þorláksson er hættur sem aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann mun sinna ýmsum sérverkefnum í fjármálaráðuneytinu á næstu mánuðum. Huginn Freyr Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks VG og aðstoðarmaður Svavars Gestssonar í Icesaveviðræðunum, hefur tekið við sem aðstoðarmaður Steingríms.

Gos gæti hafist á ný

Gos í gossprungunni þar sem gosið hófst hefur dottið niður, en það getur auðveldlega hafist þar á ný og ber fólki að sýna varúð þegar náttúruöflin eru annars vegar segir í tilkynningu frá almannavörnum.

Stálu áfengi

Brotist var inn í veitingahús í miðborginni í nótt og þaðan stolið einhverju af áfengi. Það skýrist í dag hversu mikið það var. Þjófurinn eða þjófarnir komust undan og eru þeir ófundnir.

Sjá næstu 50 fréttir