Innlent

Ellefu kiðlingar komu í heiminn

Gráhöttótt huðna og hvítur hafur komu í heiminn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær. mynd/húsdýragarðurinn
Gráhöttótt huðna og hvítur hafur komu í heiminn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær. mynd/húsdýragarðurinn
Geitburði er nú lokið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og mun það trú starfsmanna að nú sé vorið að koma.

Frjósemi geitanna í garðinum er með mesta móti en af þeim sex huðnum sem báru var Ísbrá síðust. Hún bar tvo kiðlinga í gær; gráhöttótta huðnu og hvítan hafur. Samtals komu ellefu kiðlingar í heiminn í húsdýragarðinum. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×