Innlent

Ógerlegt fyrir þingmenn að kynna sér efni skýrslunnar

Mynd/Stefán Karlsson
Þingmenn Hreyfingarinnar lýsa furðu sinni á fyrirhugaðri dagskrá Alþingis í næstu viku þar sem taka á fyrir skýrslu rannsóknarnefndar þingsins. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, segir nær ógerlegt fyrir þingmenn að kynna sér innihalds skýrslunnar nægilega vel áður en hún er tekin til umræðu á Alþingi.

Rannsóknarskýrsla Alþingis verður birt þingi og þjóð klukkan korter yfir tíu á mánudag. Fyrirhugað er að umræða um innihald hennar hefjist sama dag auk þess sem um hana verður fjallað á þingi á þriðjudag og miðvikudag.

Rannsóknarnefndarmenn hafa greint frá því að það taki um 95 klukkustundir að lesa skýrsluna frá upphafi til enda. Því telja þingmenn Hreyfingarinnar að ómögulegt sé fyrir þingmenn að kynna sér innihaldið almennilega áður en gengið er til umræðu.

Birgitta Jónsdóttir er þingsflokksmaður Hreyfingarinnar. „Þetta gefur þingmönnum einhverja örfá klukkutíma nema þeir ætli að vaka alla nótina og tala vansvefta," segir Birgitta. „Það væri skynsamlegt að mínu mati að gefa þessu allavega einn dag og samhæfa hvernig við ætlum að taka á þessu."


Tengdar fréttir

Hreyfingin furðar sig á fyrirhugaðri dagskrá Alþingis

Þingmenn Hreyfingarinnar furða sig á fyrirhugaðri dagskrá Alþingis í næstu viku eftir útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu sem þingmennirnir hafa sent fjölmiðlum. Skýrslan verður birt klukkan 10:15 á mánudag. Fyrirhugað er að umræðan um skýrsluna fari fram í þinginu n.k. mánudag, þriðjudag og miðvikudag í samtals 10½ klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×