Forsætisráðherra agndofa yfir póstum til Lárusar Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. apríl 2010 16:00 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, furðar sig á því að mál vegna tölvupósta til Lárusar Welding hafi ekki verið sent til sérstaks saksóknara. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, furðuðu sig á því í morgun að mál tengt tölvupóstssendingum milli Lárusar Welding og stórra hluthafa Glitnis hafi ekki verið sent til embættis sérstaks saksóknara. Forsætisráðherra segist agndofa yfir tölvupóstunum. Jóhanna Sigurðardóttir átti frumkvæði að því að ræða málið sérstaklega á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Glitnismálið sem verið hefur mikið í umræðunni, það er kannski ekki öllum ljóst, miðað við þá umræðu sem verið hefur í gangi, að það voru sett lög um sérstakan saksóknara og það er lagaskylda að vísa málum til [embættisins] þegar svona mál koma upp," sagði Jóhanna. Jóhanna sagði að þetta mál hefði vakið furðu. „Maður er auðvitað agndofa yfir þessu en málin eiga að fara réttar boðleiðir. Manni finnst ótrúlegt að þetta hafi getað gerst inni í bönkunum eins og fram hefur komið í þessum tölvupóstum. Það er mjög mikilvægt að þetta fari réttar leiðir og í þessu tilviki á að vísa þessu máli til sérstaks saksóknara. [...] Mér finnst eins og umræðan hafi verið undarleg að þessu leyti, eins og þetta hafi ekki átt að fara til sérstaks saksóknara," sagði Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, blandaði sér líka í þessa umræðu og sagði mikilvægt að sérstakur saksóknari fengi strax öll gögn. Hann sagði æskilegt að refsiþátturinn færi alltaf í athugun hjá embættinu sem allra fyrst. „Það er rétt að árétta að það hvílir alveg fortakslaus lagaskylda á slitastjórnum að láta mál ganga til sérstaks saksóknara ef tilefni eru til. Það þarf auðvitað að tryggja að sú lagaskylda sé virt. Hugsanlega hefur orðið einhver misbrestur þar á, væntanlega vegna þess að menn hafa túlkað stöðu sína með mismunandi hætti, talið að þeir gætu hafið mál og sent gögnin svo síðar. Ég held að hin rétta túlkun sé sú að strax og menn hafi ástæðu til að ætla að eitthvað sé athugunarvert við framferði manna, á grundvelli þeirra gagna sem þeir hafi undir höndum, þá eigi þeir [meðlimir slitastjórnar innsk.blm] að gera sérstökum saksóknara viðvart um það," sagði Steingrímur. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, furðuðu sig á því í morgun að mál tengt tölvupóstssendingum milli Lárusar Welding og stórra hluthafa Glitnis hafi ekki verið sent til embættis sérstaks saksóknara. Forsætisráðherra segist agndofa yfir tölvupóstunum. Jóhanna Sigurðardóttir átti frumkvæði að því að ræða málið sérstaklega á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Glitnismálið sem verið hefur mikið í umræðunni, það er kannski ekki öllum ljóst, miðað við þá umræðu sem verið hefur í gangi, að það voru sett lög um sérstakan saksóknara og það er lagaskylda að vísa málum til [embættisins] þegar svona mál koma upp," sagði Jóhanna. Jóhanna sagði að þetta mál hefði vakið furðu. „Maður er auðvitað agndofa yfir þessu en málin eiga að fara réttar boðleiðir. Manni finnst ótrúlegt að þetta hafi getað gerst inni í bönkunum eins og fram hefur komið í þessum tölvupóstum. Það er mjög mikilvægt að þetta fari réttar leiðir og í þessu tilviki á að vísa þessu máli til sérstaks saksóknara. [...] Mér finnst eins og umræðan hafi verið undarleg að þessu leyti, eins og þetta hafi ekki átt að fara til sérstaks saksóknara," sagði Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, blandaði sér líka í þessa umræðu og sagði mikilvægt að sérstakur saksóknari fengi strax öll gögn. Hann sagði æskilegt að refsiþátturinn færi alltaf í athugun hjá embættinu sem allra fyrst. „Það er rétt að árétta að það hvílir alveg fortakslaus lagaskylda á slitastjórnum að láta mál ganga til sérstaks saksóknara ef tilefni eru til. Það þarf auðvitað að tryggja að sú lagaskylda sé virt. Hugsanlega hefur orðið einhver misbrestur þar á, væntanlega vegna þess að menn hafa túlkað stöðu sína með mismunandi hætti, talið að þeir gætu hafið mál og sent gögnin svo síðar. Ég held að hin rétta túlkun sé sú að strax og menn hafi ástæðu til að ætla að eitthvað sé athugunarvert við framferði manna, á grundvelli þeirra gagna sem þeir hafi undir höndum, þá eigi þeir [meðlimir slitastjórnar innsk.blm] að gera sérstökum saksóknara viðvart um það," sagði Steingrímur.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira