Innlent

Vegir víðast hvar auðir

Vegurinn um Hellisheiði.
Vegurinn um Hellisheiði.

Það er hlýtt um allt land og vegir víðast hvar auðir. Þó eru hálkublettir á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Breiðdalsheiði eru einnig hálkublettir, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Vegna aurbleytu og hættu á utanvegaakstri hefur nokkrum hálendisvegum verið lokað og er allur akstur um þá bannaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×