Innlent

Minningarathöfn vegna flugslyssins

Aðalræðismannsskrifstofa Póllands hér á landi stendur fyrir minningarathöfn í Landakotskirkju síðar í dag vegna flugslyssins í vesturhluta Rússlands í morgun þar sem forseti Póllands, eiginkona hans og sendinefnd fórust.

Tölur látinna eru enn á reiki en tæplega 90 manna sendinefnd forsetans var í vélinni en rússnesk yfirvöld segja að allt 130 manns hafi farist. Enginn þeirra sem um borð var lifði slysið af.

Minningarathöfnin hefst klukkan 16:30. Fram kemur á vef aðalræðismannsskrifstofunnar að önnur minningarathöfn fer fram í Landakotskirkju klukkan 13:15 eftir hádegi á morgun.




Tengdar fréttir

Forseti Póllands fórst í flugslysi

Lech Kaczynski, forseti Póllands, og eiginkona hans fórust ásamt 130 öðrum þegar flugvél sem hann var í fórst í vesturhluta Rússlands klukkan sjö í morgun. Enginn þeirra sem um borð var lifði slysið af. Flugvélin var af gerðinni Tupolev 154, framleidd í Rússlandi og var á leið inn til lendingar þegar slysið varð.

Forseti Íslands sendir Pólverjum samúðarkveðjur

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun Bronisław Komorowski, forseta pólska þingsins og starfandi forseta landsins, samúðarkveðjur Íslendinga til pólsku þjóðarinnar vegna hins hörmulega flugslyss þar sem Lech Kaczyński forseti Póllands, Maria Kaczyński eiginkona hans og fjölmargir aðrir forystumenn landsins og nánir samverkamenn forsetans létu lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×