Fleiri fréttir Ríkisstjórnin minnir á aðild Íslands að EES Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem minnt er á að Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Í Silfri Egils í gær var talað við Evu Joly og Alain Lipietz, fulltrúa Græningja á Evrópuþinginu. Í máli þeirra komu fram miklar efasemdir um að Íslendingar, eða íslenski innstæðutryggingasjóðurinn, ættu að bera ábyrgð á innstæðum á Icesave reikningum Breta og Hollendinga. Að mati þeirra eiga viðkomandi lönd að bera ábyrgðina vegna þess að Ísland er utan Evrópubandalagsins. 11.1.2010 17:13 Líf sækist eftir öðru sætinu hjá VG Líf Magneudóttir gefur kost á sér í forval Vinstri grænna til borgarstjórnarkosninganna í vor og sækist hún eftir 2. sæti á lista. Í tilkynningu frá Líf segir að hún hafi verið flokksbundin frá árinu 2004 og stutt flokkinn frá upphafi. 11.1.2010 17:04 Ræddi við Reinfelt og Stoltenberg Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur í dag rætt við Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, um stöðu mála hér á landi í kjölfar synjunar forseta Íslands á Icesave lögunum. 11.1.2010 16:30 Dómari féllst á lokað þinghald í mansalsmálinu Mansalsmálið svokallaða var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag en fimm Litháar og einn íslenskur karlmaður eru ákærðir í málinu. Réttargæslumaður litháískrar stúlku sem talið er að átt hafi að þvinga í vændi hér á landi krafðist þess við upphaf þingfestingarinnar að þinghaldið yrði lokað og féllst dómarinn á það. 11.1.2010 16:17 Stjórnarandstaðan boðuð í forsætisráðuneytið Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur boðað formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi til fundar við sig í forsætisráðuneytinu klukkan fjögur. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mun einnig sitja fundinn. 11.1.2010 15:55 Þjófnaðurinn í sendiráðinu í Vín enn til rannsóknar Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur enn til rannsóknar mál konu sem gegndi starfi bókara í sendiráði Íslands í Vín og grunuð er um að hafa dregið sér rúmlega 50 milljónir króna. Helgi Magnús Gunnarsson yfirmaður deildarinnar á von á því að niðurstaða liggi fyrir eftir nokkrar vikur og þá verði tekin ákvörðun hvort að konan verði ákærð. 11.1.2010 15:37 Nýbygging HR í Nauthólsvík tekin í notkun Nýbygging Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík var formlega tekin í notkun í morgun. Um eitt þúsund nemendur gengu af því tilefni fylktu liði frá aðalbyggingu skólans við Ofanleiti að nýju skólabyggingunni. 11.1.2010 14:25 VG eini flokkurinn sem hefur skilað ársreikningi Vinstrihreyfingin grænt framboð er eini starfandi stjórnmálaflokkurinn sem hefur skilað inn ársreikning fyrir árið 2008 til Ríkisendurskoðunar. Lárus Ögmundsson, skrifstofustjóri hjá stofnuninni, veit ekki til þess að von sé á gögnum frá öðrum flokkum. 11.1.2010 14:13 Sex árekstrar í borginni það sem af er degi Nokkuð hefur verið um árekstra í dag vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið sem rekja má til lúmskrar hálku sem verið hefur á götum borgarinnar. Að sögn lögreglu hafa sex árekstrar orðið það sem af er degi. Harkalegasti áreksturinnvarð á gatnamótum Stórholts og Þverholts en þar þurfti að flytja ökumenn á slysadeild. Meiðsli þeirra munu þó hafa verið minniháttar. 11.1.2010 13:16 Fréttastjóri á Mogganum blandar sér í oddvitaslag Hlynur Sigurðsson, fréttastjóri MBL Sjónvarps, blandar sér í oddvitaslag sjálfstæðismanna í Hafnarfirði á Facebook. Þar er Hlynur einn af rúmlega 200 stuðningsmönnum Valdimars Svavarssonar, hagfræðings, sem gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri flokksins í bæjarfélaginu vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Auk Valdimars gefur Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi, kost á sér í fyrsta sætið. 11.1.2010 12:46 Gjöld vegna komu barna á slysadeild afnumin Gjöld vegna komu barna á slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahús hafa verið afnumin með nýrri reglugerð sem heilbrigðisráðherra gaf út og tók gildi um áramótin. 11.1.2010 12:17 Innstæður ekki tryggðar fyrr en eftir hrun Ríkisstjórn Geirs Haarde gaf aldrei út yfirlýsingu sumarið 2008 um að allar innstæður væru tryggðar, eftir því sem næst verður komist. Þær yfirlýsingar voru gefnar eftir bankahrun. Hins vegar lýsti viðskiptaráðuneytið því yfir í bréfasamskiptum við bresk stjórnvöld sumarið 2008 að stutt yrði við bakið á tryggingarsjóði innstæðueigenda til að hann gæti staðið við skuldbindingar sínar. 11.1.2010 12:16 ESB gæti verið skaðabótaskylt í Icesave málinu Evrópusambandið gæti verið skaðabótaskylt vegna gallaðrar tilskipunar um innistæðutryggingar að mati Stefáns Más Stefánsson, lagaprófessors. Hann segir að tilskipunin gæti hafa skapað réttmætar væntingar fyrir innistæðueigendur í Bretlandi um að innistæður þeirra væru tryggðar upp að 20 þúsund evrum, en svo sé ekki raunin. 11.1.2010 12:11 Neytendasamtökunum bárust rúmlega 11 þúsund erindi Neytendasamtökunum bárust í fyrra rúmlega 11 þúsund erindi. Meirihlutinn kom frá einstaklingum en einnig var töluvert um erindi frá fyrirtækjum. Flestar fyrirspurnirnar vörðuðu fjármála- og innheimtufyrirtæki, raftæki, bifreiðar og fjarskiptafyrirtæki, en töluverð aukning var í fjölda fyrirspurna í fyrstnefndu flokkunum. Þetta kemur í ársskýrslu Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna fyrir árið 2009. 11.1.2010 11:21 Víða hálka Hálkublettir eru á kafla austan við Selfoss. Eins eru nú hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu, á Kjalarnesi, Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi, að fram kemur í tilkynningu í Vegagerðinni. 11.1.2010 11:02 Skotið úr riffli á sumarbústað Lögreglan á Selfossi rannsakar nú að skotið var á sumarbústað í landi Nesja. Þremur riffilskotum hefur verið skotið þar í gegnum glugga, en fólk var síðast í bústaðnum fyrir tveimur mánuðum. Engar vísbendingar eru um hver var þar að verki og eiganda bústaðarins hafa ekki borist neinar hótanir. 11.1.2010 10:52 22 frambjóðendur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Framboðsfrestur vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem haldið verður dagana 28. til 30. janúar rann út í gær. Alls gefa 22 kost a sér, tíu konur og tólf karlar. Elsti frambjóðandinn er á 64 aldursári en sá yngsti á því nítjánda. Gunnar Svavarsson, fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar, gefur ekki kost á sér. 11.1.2010 10:26 Kreppan hefur ekki áhrif á geðheilsu barna Enn sem komið er hefur ekki orðið marktæk aukning í eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga hér á landi eftir bankahrunið. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglingageðlækninga á BUGL, segir þó of snemmt að fagna. Erlendar rannsóknir bendi til þess að efnahagskreppa hafi neikvæð áhrif á geðheilsu barna og unglinga. BUGL stendur fyrir ráðstefnu næstkomandi föstudag um málefni sem tengjast geðheilbrigði barna og unglinga. 11.1.2010 10:10 Vill uppbyggðan veg í Lakagíga Perlur Vatnajökulsþjóðgarðs eiga ekki bara að vera fyrir ríka jeppakarla. Byggja verður upp hálendisvegi svo þjóðgarðurinn verði aðgengilegur öllum, líka fólki í hjólastólum. Þetta segir hótelstjóri í Vestur-Skaftafellssýslu 11.1.2010 10:09 Vill að Hanna Birna víki Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, vill að Hanna Birna Kristjánsdóttir víki sem borgarstjóri. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Ólafar kallar eftir afsögn Hönnu Birnu. „Borgarstjóri sem er taglhnýtingur spilltasta auðvalds á Íslandi verður að víkja. Það eru almannahagsmunir,“ segir Ólafur í tilkynningu. 11.1.2010 09:59 Róleg helgi hjá löggunni Óvenju lítið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Að sögn varðstjóra voru mun færri útköll en um venjulega helgi, og hvergi kom til stór vandræða. 11.1.2010 09:22 Flýja skattbreytingar með stofnun samlagsfélaga „Biðröðin hjá okkur var löng milli jóla og nýárs,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir, deildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík. 41 nýtt samlags- og sameignarfélag var skráð þar þá tvo virku daga sem opið var á síðustu dögum nýliðins árs. Til samanburðar voru 63 ný félög skráð allt árið í Reykjavík í hittifyrra. Verið er að vinna í því að taka saman heildartölur um skráningu ársins í höfuðborginni. 11.1.2010 07:00 Almenn ánægja með störf forseta Íslands Tæplega tveir af hverjum þremur sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins telja að Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig vel í embætti forseta Íslands. 11.1.2010 07:00 Hafa ekkert rætt um aðkomu sáttasemjara Íslensk stjórnvöld hafa ekki ámálgað þá hugmynd við Breta og Hollendinga að fá erlendan sáttasemjara til að miðla málum í Icesave-deilunni. „Það er nú ekki hægt að segja að þessi samskipti hafi komist neitt á það stig,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. 11.1.2010 06:15 Segir Lipietz misskilja málið Svo virðist sem ekki standi steinn yfir steini í málflutningi franska Evrópuþingmannsins Alains Lipietz, sem tjáði sig um Icesave-málið í Silfri Egils í gær. Þetta segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sem segir þann franska fara með rangt mál varðandi þrjú grundvallaratriði. Fyrir það fyrsta hafi Lipietz ekki samið tilskipunina um evrópska innstæðutryggingakerfið, eins og haldið hefur verið fram í fjölda fjölmiðla, enda hafi hann ekki tekið sæti á Evrópuþinginu fyrr en fimm árum eftir að sú tilskipun tók gildi. 11.1.2010 06:00 Umferð eykst eftir samdrátt Umferðin á sextán völdum talningarstöðum á hringveginum var 2,2 prósentum meiri á árinu 2009 en árinu 2008. Umferðin var hins vegar minni en hún var metárið 2007 þótt ekki muni miklu. 11.1.2010 06:00 HR flyst í nýja húsið í dag Háskólinn í Reykjavík (HR) flytur í nýja byggingu í Nauthólsvík í dag. Til að fagna tilefninu ætla nemendur og kennarar skólans að ganga fylktu liði frá aðalbyggingu skólans í Ofanleiti að nýju byggingunni. 11.1.2010 06:00 Mikið líf þrátt fyrir klórleka Nýr fiskteljari í Varmá við Hveragerði hefur gefið áhugaverðar niðurstöður um lífríki árinnar. Teljarinn var settur niður vegna klórleka í ána fyrir tveimur árum og er samstarfsverkefni Veiðimálastofnunar, Veiðifélags Varmár og Þorleifslækjar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. 11.1.2010 05:45 Mokuðu snjó af fótboltavelli Nokkrir drengir á Stöðvarfirði láta snjóþyngsli ekki stöðva fótboltaiðkun sína. Þeir eyddu stærstum hluta helgarinnar í að moka burt snjóinn á gervigrassparkvelli í bænum. 11.1.2010 05:15 Flekamönnum sleppt úr haldi Héraðsdómur hafnaði um helgina beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem reyndu að flýja land með því að lauma sér um borð í skipið Reykjafoss með aðstoð heimagerðs fleka. 11.1.2010 05:00 Fær 125 milljónir í styrk Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur nýverið fengið rannsóknastyrki frá Bandarísku heilbrigðisstofnuninni (NIH) til rannsókna á sambandi æðakerfis og heila- og nýrnastarfsemi sem og til rannsókna á notkun beinamynda sem munu spá fyrir um líkur á beinbrotum. Styrkirnir nema 125 milljónum króna. 11.1.2010 05:00 Ofanvatn sagt ógna vatnasviði Nýr þjónustusamningur milli Siglingastofnunar Íslands og Neyðarlínunnar um rekstur Vaktstöðvar siglinga var undirritaður í gær. Eldri samningur hefur verið í gildi frá árinu 2004. Hlutverk aðila skiptast þannig að Siglingastofnun hefur með höndum fjárhagslegt og faglegt eftirlit með rekstrinum, sinnir samskiptum við stjórnvöld og samstarfi við alþjóðastofnanir um siglingamál. Neyðarlínan sér um fjármál og rekstur vaktstöðvarinnar og gerir samninga við verktaka þar um. 11.1.2010 05:00 Tvö skip voru kyrrsett í fyrra Siglingastofnun Íslands kyrrsetti tvö skip og gerði athugasemdir við ástand níutíu til viðbótar við hafnarríkiseftirlit árið 2009. 11.1.2010 04:30 Norðurlöndin undirbúa svar Steingrímur fundaði fyrir helgi með kollegum sínum á Norðurlöndum um það hvaða áhrif tafirnar í Icesave-málinu hafa á fyrirgreiðslu þaðan. 11.1.2010 04:30 Ekki greitt fyrir utanlandsferð stjórnarmanns síðan 2004 Stjórnarmenn Landsvirkjunar hafa ekki farið til útlanda á kostnað fyrirtækisins síðustu fimm ár, að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar. 11.1.2010 04:00 Ekki aðeins útvaldir fái afslátt „Lögfræðingur okkar segir að þetta hafi verið á gráu svæði svo við ætlum að breyta afsláttarfyrirkomulaginu," segir Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða, sem rekur Breiðafjarðarferjuna Baldur. 11.1.2010 03:30 Íslensk hornsíli bæta skilning á þróun lífs Hornsíli í Vífilsstaðavatni gegna þýðingarmiklu hlutverki í nýrri rannsókn sem bendir til þess að þróun lífs á jörðinni verði frekar í stórum stökkum en í hægari skrefum. Um þetta hafa líffræðingar deilt síðan á tímum Darwins, segir Bjarni Jónsson, sviðstjóri þróunar- og nýsköpunarsviðs Veiðimálastofnunar (VMST), sem vann að rannsókninni. 11.1.2010 03:30 Skólastarf óbreytt enn um sinn Skólastarf heldur áfram óbreytt í grunnskóla Borgarfjarðar að Kleppjárnsreykjum enda hafi ekki verið tekin ákvörðun um annað, að sögn Páls S. Brynjarssonar, sveitarstjóra í Borgarbyggð. 11.1.2010 03:30 Bakteríur ónæmar fyrir sótthreinsiefni Örverur geta orðið ónæmar fyrir sótthreinsandi efnum sem áttu að drepa þær, samkvæmt nýjustu rannsóknum. Þá hafa breyttu bakteríurnar meira þol við algengu breiðvirku sýklalyfi. 11.1.2010 03:00 Allt gengur hægar en vanalega „Ég get lítið sagt um ástandið í öðrum hlutum landsins, en hérna í Berlín tek ég fyrst og fremst eftir því að allt virðist ganga eðlilega fyrir sig en mun hægar en vanalega,“ segir Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, sem nemur sagnfræði í lýðháskóla í Berlín. 11.1.2010 02:00 Sigmundur Davíð: Núverandi samningar eru ekki viðunandi Núverandi samningur um Icesave er ekki viðunandi þótt ríkisstjórnin hafi haldið öðru fram, vegna þvingana af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandanna. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. 10.1.2010 19:01 Köstuðu tómatsósu og sinnepi á sumarhús Hreiðars Más Óprúttnir aðilar köstuðu tómatsósu og sinnepi á sumarhús í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar í Stykkishólmi í nótt. Að sögn varðstjóra lögreglunnar urðu engar skemmdir á húsinu. Auðvelt reyndist að þvo ófögnuðinn af veggjum hússins en það voru ættingjar eigandans sem sáu um þrifin. 10.1.2010 17:07 Höfundur innstæðutrygginga: Ekki til krafa um að borga í tilskipuninni Þingmaður Evrópuþingsins, og einn af höfundum tilskipunar um innstæðutrygginga sem var samþykkt árið 1994, Alain Lipietz, segir kerfið gallað og lagalegur grundvöllur Breta og Hollendinga sé veikur. Í sama streng tekur Michael Hudson, hagfræðingur frá Bandaríkjunum. 10.1.2010 12:54 Hjartavernd fékk 125 milljónir í rannsóknarstyrk Hjartavernd hefur nýverið fengið rannsóknastyrki frá Bandarísku heilbrigðisstofnuninni (NIH) til rannsókna á sambandi æðakerfis og heila- og nýrnastarfsemi sem og til rannsókna á notkun beinamynda sem munu spá fyrir um líkur á beinbrotum. Alls hlaut Hjartavernd 125 milljónir í styrki. 10.1.2010 17:50 Björk vill annað sætið Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi og borgarfulltrúi, býður sig fram í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í prófkjöri flokksins sem haldið verður 30. janúar næstkomandi. Björk hefur átt sæti í borgarstjórn í átta ár þar sem hún hefur verið atkvæðamikil í velferðarmálum, auk þess að sitja í skipulagsráði og borgarráði. 10.1.2010 16:04 Sjá næstu 50 fréttir
Ríkisstjórnin minnir á aðild Íslands að EES Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem minnt er á að Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Í Silfri Egils í gær var talað við Evu Joly og Alain Lipietz, fulltrúa Græningja á Evrópuþinginu. Í máli þeirra komu fram miklar efasemdir um að Íslendingar, eða íslenski innstæðutryggingasjóðurinn, ættu að bera ábyrgð á innstæðum á Icesave reikningum Breta og Hollendinga. Að mati þeirra eiga viðkomandi lönd að bera ábyrgðina vegna þess að Ísland er utan Evrópubandalagsins. 11.1.2010 17:13
Líf sækist eftir öðru sætinu hjá VG Líf Magneudóttir gefur kost á sér í forval Vinstri grænna til borgarstjórnarkosninganna í vor og sækist hún eftir 2. sæti á lista. Í tilkynningu frá Líf segir að hún hafi verið flokksbundin frá árinu 2004 og stutt flokkinn frá upphafi. 11.1.2010 17:04
Ræddi við Reinfelt og Stoltenberg Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur í dag rætt við Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, um stöðu mála hér á landi í kjölfar synjunar forseta Íslands á Icesave lögunum. 11.1.2010 16:30
Dómari féllst á lokað þinghald í mansalsmálinu Mansalsmálið svokallaða var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag en fimm Litháar og einn íslenskur karlmaður eru ákærðir í málinu. Réttargæslumaður litháískrar stúlku sem talið er að átt hafi að þvinga í vændi hér á landi krafðist þess við upphaf þingfestingarinnar að þinghaldið yrði lokað og féllst dómarinn á það. 11.1.2010 16:17
Stjórnarandstaðan boðuð í forsætisráðuneytið Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur boðað formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi til fundar við sig í forsætisráðuneytinu klukkan fjögur. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mun einnig sitja fundinn. 11.1.2010 15:55
Þjófnaðurinn í sendiráðinu í Vín enn til rannsóknar Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur enn til rannsóknar mál konu sem gegndi starfi bókara í sendiráði Íslands í Vín og grunuð er um að hafa dregið sér rúmlega 50 milljónir króna. Helgi Magnús Gunnarsson yfirmaður deildarinnar á von á því að niðurstaða liggi fyrir eftir nokkrar vikur og þá verði tekin ákvörðun hvort að konan verði ákærð. 11.1.2010 15:37
Nýbygging HR í Nauthólsvík tekin í notkun Nýbygging Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík var formlega tekin í notkun í morgun. Um eitt þúsund nemendur gengu af því tilefni fylktu liði frá aðalbyggingu skólans við Ofanleiti að nýju skólabyggingunni. 11.1.2010 14:25
VG eini flokkurinn sem hefur skilað ársreikningi Vinstrihreyfingin grænt framboð er eini starfandi stjórnmálaflokkurinn sem hefur skilað inn ársreikning fyrir árið 2008 til Ríkisendurskoðunar. Lárus Ögmundsson, skrifstofustjóri hjá stofnuninni, veit ekki til þess að von sé á gögnum frá öðrum flokkum. 11.1.2010 14:13
Sex árekstrar í borginni það sem af er degi Nokkuð hefur verið um árekstra í dag vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið sem rekja má til lúmskrar hálku sem verið hefur á götum borgarinnar. Að sögn lögreglu hafa sex árekstrar orðið það sem af er degi. Harkalegasti áreksturinnvarð á gatnamótum Stórholts og Þverholts en þar þurfti að flytja ökumenn á slysadeild. Meiðsli þeirra munu þó hafa verið minniháttar. 11.1.2010 13:16
Fréttastjóri á Mogganum blandar sér í oddvitaslag Hlynur Sigurðsson, fréttastjóri MBL Sjónvarps, blandar sér í oddvitaslag sjálfstæðismanna í Hafnarfirði á Facebook. Þar er Hlynur einn af rúmlega 200 stuðningsmönnum Valdimars Svavarssonar, hagfræðings, sem gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri flokksins í bæjarfélaginu vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Auk Valdimars gefur Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi, kost á sér í fyrsta sætið. 11.1.2010 12:46
Gjöld vegna komu barna á slysadeild afnumin Gjöld vegna komu barna á slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahús hafa verið afnumin með nýrri reglugerð sem heilbrigðisráðherra gaf út og tók gildi um áramótin. 11.1.2010 12:17
Innstæður ekki tryggðar fyrr en eftir hrun Ríkisstjórn Geirs Haarde gaf aldrei út yfirlýsingu sumarið 2008 um að allar innstæður væru tryggðar, eftir því sem næst verður komist. Þær yfirlýsingar voru gefnar eftir bankahrun. Hins vegar lýsti viðskiptaráðuneytið því yfir í bréfasamskiptum við bresk stjórnvöld sumarið 2008 að stutt yrði við bakið á tryggingarsjóði innstæðueigenda til að hann gæti staðið við skuldbindingar sínar. 11.1.2010 12:16
ESB gæti verið skaðabótaskylt í Icesave málinu Evrópusambandið gæti verið skaðabótaskylt vegna gallaðrar tilskipunar um innistæðutryggingar að mati Stefáns Más Stefánsson, lagaprófessors. Hann segir að tilskipunin gæti hafa skapað réttmætar væntingar fyrir innistæðueigendur í Bretlandi um að innistæður þeirra væru tryggðar upp að 20 þúsund evrum, en svo sé ekki raunin. 11.1.2010 12:11
Neytendasamtökunum bárust rúmlega 11 þúsund erindi Neytendasamtökunum bárust í fyrra rúmlega 11 þúsund erindi. Meirihlutinn kom frá einstaklingum en einnig var töluvert um erindi frá fyrirtækjum. Flestar fyrirspurnirnar vörðuðu fjármála- og innheimtufyrirtæki, raftæki, bifreiðar og fjarskiptafyrirtæki, en töluverð aukning var í fjölda fyrirspurna í fyrstnefndu flokkunum. Þetta kemur í ársskýrslu Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna fyrir árið 2009. 11.1.2010 11:21
Víða hálka Hálkublettir eru á kafla austan við Selfoss. Eins eru nú hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu, á Kjalarnesi, Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi, að fram kemur í tilkynningu í Vegagerðinni. 11.1.2010 11:02
Skotið úr riffli á sumarbústað Lögreglan á Selfossi rannsakar nú að skotið var á sumarbústað í landi Nesja. Þremur riffilskotum hefur verið skotið þar í gegnum glugga, en fólk var síðast í bústaðnum fyrir tveimur mánuðum. Engar vísbendingar eru um hver var þar að verki og eiganda bústaðarins hafa ekki borist neinar hótanir. 11.1.2010 10:52
22 frambjóðendur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Framboðsfrestur vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem haldið verður dagana 28. til 30. janúar rann út í gær. Alls gefa 22 kost a sér, tíu konur og tólf karlar. Elsti frambjóðandinn er á 64 aldursári en sá yngsti á því nítjánda. Gunnar Svavarsson, fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar, gefur ekki kost á sér. 11.1.2010 10:26
Kreppan hefur ekki áhrif á geðheilsu barna Enn sem komið er hefur ekki orðið marktæk aukning í eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga hér á landi eftir bankahrunið. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglingageðlækninga á BUGL, segir þó of snemmt að fagna. Erlendar rannsóknir bendi til þess að efnahagskreppa hafi neikvæð áhrif á geðheilsu barna og unglinga. BUGL stendur fyrir ráðstefnu næstkomandi föstudag um málefni sem tengjast geðheilbrigði barna og unglinga. 11.1.2010 10:10
Vill uppbyggðan veg í Lakagíga Perlur Vatnajökulsþjóðgarðs eiga ekki bara að vera fyrir ríka jeppakarla. Byggja verður upp hálendisvegi svo þjóðgarðurinn verði aðgengilegur öllum, líka fólki í hjólastólum. Þetta segir hótelstjóri í Vestur-Skaftafellssýslu 11.1.2010 10:09
Vill að Hanna Birna víki Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, vill að Hanna Birna Kristjánsdóttir víki sem borgarstjóri. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Ólafar kallar eftir afsögn Hönnu Birnu. „Borgarstjóri sem er taglhnýtingur spilltasta auðvalds á Íslandi verður að víkja. Það eru almannahagsmunir,“ segir Ólafur í tilkynningu. 11.1.2010 09:59
Róleg helgi hjá löggunni Óvenju lítið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Að sögn varðstjóra voru mun færri útköll en um venjulega helgi, og hvergi kom til stór vandræða. 11.1.2010 09:22
Flýja skattbreytingar með stofnun samlagsfélaga „Biðröðin hjá okkur var löng milli jóla og nýárs,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir, deildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík. 41 nýtt samlags- og sameignarfélag var skráð þar þá tvo virku daga sem opið var á síðustu dögum nýliðins árs. Til samanburðar voru 63 ný félög skráð allt árið í Reykjavík í hittifyrra. Verið er að vinna í því að taka saman heildartölur um skráningu ársins í höfuðborginni. 11.1.2010 07:00
Almenn ánægja með störf forseta Íslands Tæplega tveir af hverjum þremur sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins telja að Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig vel í embætti forseta Íslands. 11.1.2010 07:00
Hafa ekkert rætt um aðkomu sáttasemjara Íslensk stjórnvöld hafa ekki ámálgað þá hugmynd við Breta og Hollendinga að fá erlendan sáttasemjara til að miðla málum í Icesave-deilunni. „Það er nú ekki hægt að segja að þessi samskipti hafi komist neitt á það stig,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. 11.1.2010 06:15
Segir Lipietz misskilja málið Svo virðist sem ekki standi steinn yfir steini í málflutningi franska Evrópuþingmannsins Alains Lipietz, sem tjáði sig um Icesave-málið í Silfri Egils í gær. Þetta segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sem segir þann franska fara með rangt mál varðandi þrjú grundvallaratriði. Fyrir það fyrsta hafi Lipietz ekki samið tilskipunina um evrópska innstæðutryggingakerfið, eins og haldið hefur verið fram í fjölda fjölmiðla, enda hafi hann ekki tekið sæti á Evrópuþinginu fyrr en fimm árum eftir að sú tilskipun tók gildi. 11.1.2010 06:00
Umferð eykst eftir samdrátt Umferðin á sextán völdum talningarstöðum á hringveginum var 2,2 prósentum meiri á árinu 2009 en árinu 2008. Umferðin var hins vegar minni en hún var metárið 2007 þótt ekki muni miklu. 11.1.2010 06:00
HR flyst í nýja húsið í dag Háskólinn í Reykjavík (HR) flytur í nýja byggingu í Nauthólsvík í dag. Til að fagna tilefninu ætla nemendur og kennarar skólans að ganga fylktu liði frá aðalbyggingu skólans í Ofanleiti að nýju byggingunni. 11.1.2010 06:00
Mikið líf þrátt fyrir klórleka Nýr fiskteljari í Varmá við Hveragerði hefur gefið áhugaverðar niðurstöður um lífríki árinnar. Teljarinn var settur niður vegna klórleka í ána fyrir tveimur árum og er samstarfsverkefni Veiðimálastofnunar, Veiðifélags Varmár og Þorleifslækjar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. 11.1.2010 05:45
Mokuðu snjó af fótboltavelli Nokkrir drengir á Stöðvarfirði láta snjóþyngsli ekki stöðva fótboltaiðkun sína. Þeir eyddu stærstum hluta helgarinnar í að moka burt snjóinn á gervigrassparkvelli í bænum. 11.1.2010 05:15
Flekamönnum sleppt úr haldi Héraðsdómur hafnaði um helgina beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem reyndu að flýja land með því að lauma sér um borð í skipið Reykjafoss með aðstoð heimagerðs fleka. 11.1.2010 05:00
Fær 125 milljónir í styrk Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur nýverið fengið rannsóknastyrki frá Bandarísku heilbrigðisstofnuninni (NIH) til rannsókna á sambandi æðakerfis og heila- og nýrnastarfsemi sem og til rannsókna á notkun beinamynda sem munu spá fyrir um líkur á beinbrotum. Styrkirnir nema 125 milljónum króna. 11.1.2010 05:00
Ofanvatn sagt ógna vatnasviði Nýr þjónustusamningur milli Siglingastofnunar Íslands og Neyðarlínunnar um rekstur Vaktstöðvar siglinga var undirritaður í gær. Eldri samningur hefur verið í gildi frá árinu 2004. Hlutverk aðila skiptast þannig að Siglingastofnun hefur með höndum fjárhagslegt og faglegt eftirlit með rekstrinum, sinnir samskiptum við stjórnvöld og samstarfi við alþjóðastofnanir um siglingamál. Neyðarlínan sér um fjármál og rekstur vaktstöðvarinnar og gerir samninga við verktaka þar um. 11.1.2010 05:00
Tvö skip voru kyrrsett í fyrra Siglingastofnun Íslands kyrrsetti tvö skip og gerði athugasemdir við ástand níutíu til viðbótar við hafnarríkiseftirlit árið 2009. 11.1.2010 04:30
Norðurlöndin undirbúa svar Steingrímur fundaði fyrir helgi með kollegum sínum á Norðurlöndum um það hvaða áhrif tafirnar í Icesave-málinu hafa á fyrirgreiðslu þaðan. 11.1.2010 04:30
Ekki greitt fyrir utanlandsferð stjórnarmanns síðan 2004 Stjórnarmenn Landsvirkjunar hafa ekki farið til útlanda á kostnað fyrirtækisins síðustu fimm ár, að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar. 11.1.2010 04:00
Ekki aðeins útvaldir fái afslátt „Lögfræðingur okkar segir að þetta hafi verið á gráu svæði svo við ætlum að breyta afsláttarfyrirkomulaginu," segir Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða, sem rekur Breiðafjarðarferjuna Baldur. 11.1.2010 03:30
Íslensk hornsíli bæta skilning á þróun lífs Hornsíli í Vífilsstaðavatni gegna þýðingarmiklu hlutverki í nýrri rannsókn sem bendir til þess að þróun lífs á jörðinni verði frekar í stórum stökkum en í hægari skrefum. Um þetta hafa líffræðingar deilt síðan á tímum Darwins, segir Bjarni Jónsson, sviðstjóri þróunar- og nýsköpunarsviðs Veiðimálastofnunar (VMST), sem vann að rannsókninni. 11.1.2010 03:30
Skólastarf óbreytt enn um sinn Skólastarf heldur áfram óbreytt í grunnskóla Borgarfjarðar að Kleppjárnsreykjum enda hafi ekki verið tekin ákvörðun um annað, að sögn Páls S. Brynjarssonar, sveitarstjóra í Borgarbyggð. 11.1.2010 03:30
Bakteríur ónæmar fyrir sótthreinsiefni Örverur geta orðið ónæmar fyrir sótthreinsandi efnum sem áttu að drepa þær, samkvæmt nýjustu rannsóknum. Þá hafa breyttu bakteríurnar meira þol við algengu breiðvirku sýklalyfi. 11.1.2010 03:00
Allt gengur hægar en vanalega „Ég get lítið sagt um ástandið í öðrum hlutum landsins, en hérna í Berlín tek ég fyrst og fremst eftir því að allt virðist ganga eðlilega fyrir sig en mun hægar en vanalega,“ segir Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, sem nemur sagnfræði í lýðháskóla í Berlín. 11.1.2010 02:00
Sigmundur Davíð: Núverandi samningar eru ekki viðunandi Núverandi samningur um Icesave er ekki viðunandi þótt ríkisstjórnin hafi haldið öðru fram, vegna þvingana af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandanna. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. 10.1.2010 19:01
Köstuðu tómatsósu og sinnepi á sumarhús Hreiðars Más Óprúttnir aðilar köstuðu tómatsósu og sinnepi á sumarhús í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar í Stykkishólmi í nótt. Að sögn varðstjóra lögreglunnar urðu engar skemmdir á húsinu. Auðvelt reyndist að þvo ófögnuðinn af veggjum hússins en það voru ættingjar eigandans sem sáu um þrifin. 10.1.2010 17:07
Höfundur innstæðutrygginga: Ekki til krafa um að borga í tilskipuninni Þingmaður Evrópuþingsins, og einn af höfundum tilskipunar um innstæðutrygginga sem var samþykkt árið 1994, Alain Lipietz, segir kerfið gallað og lagalegur grundvöllur Breta og Hollendinga sé veikur. Í sama streng tekur Michael Hudson, hagfræðingur frá Bandaríkjunum. 10.1.2010 12:54
Hjartavernd fékk 125 milljónir í rannsóknarstyrk Hjartavernd hefur nýverið fengið rannsóknastyrki frá Bandarísku heilbrigðisstofnuninni (NIH) til rannsókna á sambandi æðakerfis og heila- og nýrnastarfsemi sem og til rannsókna á notkun beinamynda sem munu spá fyrir um líkur á beinbrotum. Alls hlaut Hjartavernd 125 milljónir í styrki. 10.1.2010 17:50
Björk vill annað sætið Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi og borgarfulltrúi, býður sig fram í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í prófkjöri flokksins sem haldið verður 30. janúar næstkomandi. Björk hefur átt sæti í borgarstjórn í átta ár þar sem hún hefur verið atkvæðamikil í velferðarmálum, auk þess að sitja í skipulagsráði og borgarráði. 10.1.2010 16:04