Innlent

Dómari féllst á lokað þinghald í mansalsmálinu

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness.

Mansalsmálið svokallaða var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag en fimm Litháar og einn íslenskur karlmaður eru ákærðir í málinu. Réttargæslumaður litháískrar stúlku sem talið er að átt hafi að þvinga í vændi hér á landi krafðist þess við upphaf þingfestingarinnar að þinghaldið yrði lokað og féllst dómarinn á það.

Verjendur Litháanna mótmæltu kröfunni en lögmaður stúlkunnar benti á að yfirvöld hafi metið það sem svo að stúlkan geti verið í mikilli hættu auk þess sem virða beri einkalíf hennar.

Dómarinn féllst á þessa kröfu og vísaði að því loknu fjölmiðlum og öðrum áheyrendum út úr dómsal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×