Innlent

Ekki greitt fyrir utanlandsferð stjórnarmanns síðan 2004

Síðasta utanlandsferð stjórnarmanna Landsvirkjunar var farin 2004 í tengslum við  undirbúning Kárahnjúkavirkjunar.fréttablaðið/stefán
Síðasta utanlandsferð stjórnarmanna Landsvirkjunar var farin 2004 í tengslum við undirbúning Kárahnjúkavirkjunar.fréttablaðið/stefán

Stjórnarmenn Landsvirkjunar hafa ekki farið til útlanda á kostnað fyrirtækisins síðustu fimm ár, að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar.

Eins og fram hefur komið nam kostnaður Orkuveitu Reykjavíkur við utanlandsferðir stjórnarmanna um sjö milljónum króna undanfarin tvö ár. Dýrust var ferð Sigrúnar Elsu Smáradóttur, stjórnarmanns OR, til Afríku og Asíu en hún kostaði um 1.700 þúsund krónur.

Þorsteinn Hilmarsson segir að síðasta ferð stjórnarmanns til útlanda á vegum fyrirtækisins hafi verið árið 2004. Þá var Kárahnjúkavirkjun í undirbúningi. Hins vegar fari stjórnin í eina til tvær ferðir innanlands á hverju ári til að kynnast starfsemi Landsvirkjunar. Þessar ferðir kosti „vel innan við fimm hundruð þúsund á ári“. Þá hafa stjórnarmenn, sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, fengið greitt kílómetragjald eða flugfargjald til að kosta ferðir á stjórnarfundi. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×