Innlent

Umferð eykst eftir samdrátt

Skýringarmyndin sýnir sveiflur í umferð á milli mánaða og ára.
mynd/vegagerðin
Skýringarmyndin sýnir sveiflur í umferð á milli mánaða og ára. mynd/vegagerðin

Umferðin á sextán völdum talningarstöðum á hringveginum var 2,2 prósentum meiri á árinu 2009 en árinu 2008. Umferðin var hins vegar minni en hún var metárið 2007 þótt ekki muni miklu.

Umferðin í nýliðnum desember var um 5 prósentum meiri en í sama mánuði árið 2008. Árið einkennist þó af mikilli umferð yfir sumarmánuðina og var umferðin þá töluvert meiri en metárið 2007.

Akstur eykst á öllum landsvæðum utan höfuðborgarsvæðis. Mest eykst aksturinn á Austurlandi, eða um rúm tíu prósent.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×