Innlent

Ofanvatn sagt ógna vatnasviði

Veita á ofanvatni frá Hólsmheiði í vatnið.
Veita á ofanvatni frá Hólsmheiði í vatnið.
Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir fyrirhugað skipulag 132 hektara athafnasvæðis á Hólmsheiði setja grundvöll framkvæmdar vatnsverndar í uppnám. Gert er ráð fyrir losun ofanvatns í Hólmsá sem fellur um grannsvæði vatnsverndar og í Elliðavatn, „þeirrar náttúruperlu“ eins og segir í bókun nefndarinnar.

„Heilbrigðisnefnd telur að farga eigi ofanvatni frá áformuðu gatnakerfi og athafnalóðum á Hólmsheiði á annan hátt en að veita því inn á viðkvæmt vatnasvið Elliðavatns,“ segir nefndin sem vill aðrar lausnir. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×