Innlent

Líf sækist eftir öðru sætinu hjá VG

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Líf Magneudóttir
Líf Magneudóttir

Líf Magneudóttir gefur kost á sér í forval Vinstri grænna til borgarstjórnarkosninganna í vor og sækist hún eftir 2. sæti á lista. Í tilkynningu frá Líf segir að hún hafi verið flokksbundin frá árinu 2004 og stutt flokkinn frá upphafi.

Líf er 35 ára gömul, tveggja barna móðir og búsett í vesturbæ Reykjavíkur. Hún er menntaður grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands en starfar sem vefstjóri hjá Sambandi íslenskra sparisjóða og Sparisjóðnum. Einnig leggur hún stund á M.paed. nám í íslensku við Háskóla Íslands. Þá hefur hún starfað á fréttastofu sjónvarps sem þýðandi frá árinu 1999.

Hér að neðan má lesa tilkynningu frá Líf í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×