Innlent

Tvö skip voru kyrrsett í fyrra

Sjötíu skemmtiferðaskip komu í fyrra og fimmtán voru skoðuð.fréttablaðið/gva
Sjötíu skemmtiferðaskip komu í fyrra og fimmtán voru skoðuð.fréttablaðið/gva

Siglingastofnun Íslands kyrrsetti tvö skip og gerði athugasemdir við ástand níutíu til viðbótar við hafnarríkiseftirlit árið 2009.

Til Íslands komu 357 skip, mörg þeirra oftar en einu sinni. Árið 2009 fækkaði komum einstakra skipa frá árinu á undan um 31 skip. Skoðuð voru 92 skip, eða 25,7 prósent þeirra erlendu skipa sem hingað komu en þau voru frá 23 þjóðlöndum. Skoðuð voru skip í fjórtán höfnum á landinu og þar af fimmtán skemmtiferðaskip af sjötíu sem komu til Reykjavíkur. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×