Kreppan hefur ekki áhrif á geðheilsu barna 11. janúar 2010 10:10 Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans stendur nk. föstudag fyrir ráðstefnu um málefni sem tengjast geðheilbrigði barna og unglinga. Mynd/GVA Enn sem komið er hefur ekki orðið marktæk aukning í eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga hér á landi eftir bankahrunið. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglingageðlækninga á BUGL, segir þó of snemmt að fagna. Erlendar rannsóknir bendi til þess að efnahagskreppa hafi neikvæð áhrif á geðheilsu barna og unglinga. BUGL stendur fyrir ráðstefnu næstkomandi föstudag um málefni sem tengjast geðheilbrigði barna og unglinga. "Þetta kann að þýða að kreppan hafi ekki enn orðið jafn djúp og í þeim löndum sem hægt er að bera Ísland saman við, til dæmis hvað varðar atvinnuleysi og efnahag fjölskyldna. Einnig getur skýringarinnar verið að leita í óþekktum jákvæðum eða verndandi þáttum sem kunna hafa verið leystir úr læðingi í íslensku samfélagi," segir Ólafur og bætir við að of snemmt sé að fagna því neikvæð áhrif efnahagsstöðu fjölskyldna geti tekið lengri tíma að koma fram í eftirspurn eftir þjónustu.Stuðningur í nánasta umhverfi mikilvægur Ragna Kristmundsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun á göngudeild BUGL, segir stuðning í nánasta umhverfi skipta mestu máli fyrir góða geðheilsu barna og unglinga. "Það er mikilvægt að foreldrar og aðrir aðilar sem koma að uppeldi barna, svo sem kennarar, íþróttaþjálfarar og starfsfólk félagsmiðstöðva séu vakandi fyrir líðan barnanna, meðvitaðir um helstu vísbendingar um að eitthvað bjáti á og leiðir til að bregðast við vandamálum," segir Ragna.Ráðstefna í lok vikunnar Á ráðstefnu BUGL verður fjallað um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga í sögulegu samhengi og velt vöngum yfir hvert skuli halda í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Einnig verður lögð áhersla á bjargráð og hagnýtar leiðir til að koma auga á og bregðast við algengum erfiðleikum. Ólafur mun flytja erindi um áhrif efnahagsástandsins á geðheilsu barna og unglinga. Ragna stýrir vinnuhópi um hvernig má meta þunglyndi og sjálfsvígshættu hjá sama hópi. Ólafur segir að ráðstefnan sé ætluð starfsfólki þjónustumiðstöðva, skóla, félagsþjónustu, barnaverndar, heilsugæslu, foreldrum og öðrum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna á vef Landspítalans, www.lsh.is. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Enn sem komið er hefur ekki orðið marktæk aukning í eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga hér á landi eftir bankahrunið. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglingageðlækninga á BUGL, segir þó of snemmt að fagna. Erlendar rannsóknir bendi til þess að efnahagskreppa hafi neikvæð áhrif á geðheilsu barna og unglinga. BUGL stendur fyrir ráðstefnu næstkomandi föstudag um málefni sem tengjast geðheilbrigði barna og unglinga. "Þetta kann að þýða að kreppan hafi ekki enn orðið jafn djúp og í þeim löndum sem hægt er að bera Ísland saman við, til dæmis hvað varðar atvinnuleysi og efnahag fjölskyldna. Einnig getur skýringarinnar verið að leita í óþekktum jákvæðum eða verndandi þáttum sem kunna hafa verið leystir úr læðingi í íslensku samfélagi," segir Ólafur og bætir við að of snemmt sé að fagna því neikvæð áhrif efnahagsstöðu fjölskyldna geti tekið lengri tíma að koma fram í eftirspurn eftir þjónustu.Stuðningur í nánasta umhverfi mikilvægur Ragna Kristmundsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun á göngudeild BUGL, segir stuðning í nánasta umhverfi skipta mestu máli fyrir góða geðheilsu barna og unglinga. "Það er mikilvægt að foreldrar og aðrir aðilar sem koma að uppeldi barna, svo sem kennarar, íþróttaþjálfarar og starfsfólk félagsmiðstöðva séu vakandi fyrir líðan barnanna, meðvitaðir um helstu vísbendingar um að eitthvað bjáti á og leiðir til að bregðast við vandamálum," segir Ragna.Ráðstefna í lok vikunnar Á ráðstefnu BUGL verður fjallað um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga í sögulegu samhengi og velt vöngum yfir hvert skuli halda í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Einnig verður lögð áhersla á bjargráð og hagnýtar leiðir til að koma auga á og bregðast við algengum erfiðleikum. Ólafur mun flytja erindi um áhrif efnahagsástandsins á geðheilsu barna og unglinga. Ragna stýrir vinnuhópi um hvernig má meta þunglyndi og sjálfsvígshættu hjá sama hópi. Ólafur segir að ráðstefnan sé ætluð starfsfólki þjónustumiðstöðva, skóla, félagsþjónustu, barnaverndar, heilsugæslu, foreldrum og öðrum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna á vef Landspítalans, www.lsh.is.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira