Innlent

Neytendasamtökunum bárust rúmlega 11 þúsund erindi

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
Neytendasamtökunum bárust í fyrra rúmlega 11 þúsund erindi. Meirihlutinn kom frá einstaklingum en einnig var töluvert um erindi frá fyrirtækjum. Flestar fyrirspurnirnar vörðuðu fjármála- og innheimtufyrirtæki, raftæki, bifreiðar og fjarskiptafyrirtæki, en töluverð aukning var í fjölda fyrirspurna í fyrstnefndu flokkunum. Þetta kemur í ársskýrslu Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna fyrir árið 2009.

Í fyrra voru voru samtals 11.381 erindi skráð sem er um 10% fækkun frá fyrra ári en um 26% aukning frá árinu 2007. Af þessu erindum bárust 8.319 til Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar en annars konar erindi voru 3.062.

Á árinu hafði kvörtunarþjónusta Neytendasamtakanna milligöngu í 227 kvörtunarmálum. Flest málin vörðuðu fjarskiptafyrirtæki og Evrópsku neytendaaðstoðina en þau voru einnig mörg tilkomin vegna bifreiða og raftækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×