Innlent

Mikið líf þrátt fyrir klórleka

Klórlekinn er mönnum mikið áhyggjuefni en fiskur gengur þó af krafti í ána.mynd/veiðimálastofnun
Klórlekinn er mönnum mikið áhyggjuefni en fiskur gengur þó af krafti í ána.mynd/veiðimálastofnun

Nýr fiskteljari í Varmá við Hveragerði hefur gefið áhugaverðar niðurstöður um lífríki árinnar. Teljarinn var settur niður vegna klórleka í ána fyrir tveimur árum og er samstarfsverkefni Veiðimálastofnunar, Veiðifélags Varmár og Þorleifslækjar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur.

Samkvæmt bráðabirgðatölum gengu á tímabilinu júní–nóvember á síðasta ári tæplega 2.200 fiskar upp ána og um 250 niður. Þessir fiskar voru tuttugu til níutíu sentimetra langir. Stærsti hlutinn var undir fjörutíu sentimetrar en þó voru tæplega þúsund fiskar yfir þeirri stærð. Að öllum líkindum voru þetta mest urriðar.

Mikið magn af óblönduðum klór rann frá sundlauginni í Hveragerði í Varmá fyrir tveimur árum. Klórslysið olli talsverðum fiskdauða í ánni og fundust dauðir fiskar á stórum kafla neðan klórlekans. Rannsóknir Veiðimálastofnunar á seiðabúskap árinnar skömmu eftir slysið bentu til þess að nánast öll seiði hefðu drepist á um tveggja kílómetra kafla neðan sundlaugarinnar. Óttast var að klórslysið gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fiskstofna Varmár og í versta falli tæki það stofnana mörg ár að ná fyrri styrk. Seiðarannsóknir á árinu 2008 staðfestu enn frekar þann skaða sem varð á seiðabúskap árinnar en þá mátti þó sjá töluverð batamerki. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×