Innlent

Flekamönnum sleppt úr haldi

Héraðsdómur hafnaði um helgina beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem reyndu að flýja land með því að lauma sér um borð í skipið Reykjafoss með aðstoð heimagerðs fleka.

Mennirnir eru frá Albaníu og Líbíu. Flekinn sem þeir notuðu var úr timbri sem tjóðrað var saman úr rafmagnsvír og stroffum. Bættar gúmmíslöngur héldu honum á floti.

Mennirnir hafa nú verið látnir lausir úr haldi og þeim komið aftur í umsjá félagsmálayfirvalda í Reykjanesbæ, eins og gert er með aðra hælisleitendur. - sh








Fleiri fréttir

Sjá meira


×