Innlent

VG eini flokkurinn sem hefur skilað ársreikningi

Forystumenn VG en flokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur skilað ársreikningi fyrir árið 2008 til Ríkisendurskoðunar.
Forystumenn VG en flokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur skilað ársreikningi fyrir árið 2008 til Ríkisendurskoðunar. Mynd/GVA

Vinstrihreyfingin grænt framboð er eini starfandi stjórnmálaflokkurinn sem hefur skilað inn ársreikning fyrir árið 2008 til Ríkisendurskoðunar. Lárus Ögmundsson, skrifstofustjóri hjá stofnuninni, veit ekki til þess að von sé á gögnum frá öðrum flokkum.

1. janúar 2007 tóku í gildi lög um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðendur. Samkvæmt þeim er stjórnmálaflokkum skylt að skila ársreikningum sínum til embættis Ríkisendurskoðunar. Upplýsingar úr þeim verða í framhaldinu birtar opinberlega.

Það tók stjórnmálaflokkanna marga hverja tvö ár að taka saman umræddar upplýsingar fyrir árið 2007 en útdrættir úr ársreikningum þeirra voru ekki birtir fyrr en í mars á síðasta ári.

„Nú er búið að gera þetta einu þannig að þetta ætti að vera langtum liðugra heldur en það var. Samt sem áður gengur þetta eitthvað illa hjá þeim," segir Lárus. Flokkunum hefur verið send áminning vegna þessa.

Lárus segir að Ríkisendurskoðun hafi ekki borist tilkynning frá flokkunum um hvenær von sé á umræddum gögnum. „Þeir vita upp á sig skömmina og reyna hvað þeir geta," segir Lárus en bætir við að VG hafi skilað sínum gögnum til Ríkisendurskoðunar vel fyrir áramót. „Það sýnir okkur að þetta er hægt."

Íslandshreyfingin skilaði inn ársreikningi fyrir árið 2008 en flokkurinn er nú hluti af Samfylkingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×