Innlent

Allt gengur hægar en vanalega

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir

„Ég get lítið sagt um ástandið í öðrum hlutum landsins, en hérna í Berlín tek ég fyrst og fremst eftir því að allt virðist ganga eðlilega fyrir sig en mun hægar en vanalega,“ segir Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, sem nemur sagnfræði í lýðháskóla í Berlín.

Hafdís segist ekki hafa farið varhluta af íslenskum fréttaflutningi um veðrið í Evrópu á Íslandi. „Ég hef fengið nokkur örvæntingarfull símtöl og sms-skilaboð frá fólki sem ég þekki á Íslandi, þar sem það spyr hvort allt sé ekki örugglega í lagi. Af samtölum mínum við Þjóðverja og fréttaflutningi hér ræð ég að þeir virðast vera vanir svona uppá­komum. Það er enginn að fara á taugum, enda eru líklega fáir með veðrið jafn mikið á heilanum og Íslendingar. Umræðan er mjög yfirveguð,“ segir Hafdís Erla Hafsteinsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×