Innlent

Mokuðu snjó af fótboltavelli

Þeir Viktor, Guðmundur, Sólmundur, Haraldur og Eyþór mokuðu af fótboltavellinum í gær. Þeir voru farnir að geta spilað síðdegis og létu hálkuna ekki stöðva sig frekar en snjóinn.  mynd/kristín hávarðsdóttir
Þeir Viktor, Guðmundur, Sólmundur, Haraldur og Eyþór mokuðu af fótboltavellinum í gær. Þeir voru farnir að geta spilað síðdegis og létu hálkuna ekki stöðva sig frekar en snjóinn. mynd/kristín hávarðsdóttir

Nokkrir drengir á Stöðvarfirði láta snjóþyngsli ekki stöðva fótboltaiðkun sína. Þeir eyddu stærstum hluta helgarinnar í að moka burt snjóinn á gervigras­sparkvelli í bænum.

Hanna Björk Birgisdóttir er móðir eins drengjanna og segir son sinn, Viktor Breka, og vin hans, Guðmund Arnþór, hafa verið að nánast alla helgina.

„Þeir fóru tveir út á laugardagsmorgun og sonur minn kom einu sinni inn til að fá sér að borða en var annars að fram á kvöld,“ segir hún. Drengirnir gerðu sér grein fyrir því að þeir þyrftu liðsauka og bættust þrír vinir þeirra í hópinn í gær. Þeir æfa allir fótbolta með Fjarðabyggð og fara í rútu tvisvar í viku til að fara á æfingar. „Þeir eru fótboltasjúkir og eru alltaf á vellinum,“ segir Hanna. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×