Fleiri fréttir

Kosningabarátta á kostnað skattgreiðenda

Fjármálaráðherra segist ekki ætla að sitja aðgerðalaus hjá meðan stjórnarandstaðan talar niður Icesave-samningana. Hann segir óhjákvæmilegt að kostnaður vegna kynningar á kostum og göllum samninganna vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu greiðist úr ríkissjóði.Jafnframt verði kostnaður vegna rökstuðnings ríkisstjórnarinnar greiddur úr ríkissjóði, en Steingrímur segist ætla að reyna að tryggja að hann verði ríkissjóði ekki dýr á fóðrum.

Neitaði að ræða við Jón Baldvin í miðju viðtali

„Ég verð því miður að ræða þetta við Jón á öðrum nótum. Ég tek ekki þátt í svona umræðum um keypta sérhagsmunapotara,“ sagði Friðrik Arngrímsson, framkvæmdarstjóri LÍÚ en það sló í brýnu á milli hans og Jón Baldvins Hannibalssonar, fyrrum ráðherra, í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi sem blaðamaðurinn Sigurjón M. Egilsson sér um.

Vindsnúnir snjóboltar myndast einnig á Íslandi

Vísir sagði frá hjónunum Ron Trevett og Aileen sem urðu steinhissa á dögunum þegar þau gengu út á akur nærri heimili sínu í Somerset í Englandi og sáu þar hundruð snjóbolta sem náttúran hafði búið til ein og óstudd. Um var að ræða einstaklega sjaldgæft fyrirbæri sem er þekktara á köldum slóðum Norður Ameríku.

The Observer: Íslendingar verðskulda samúð

Svo virðist sem samúð með Íslendingum í Bretlandi sé farin að aukast verulega eftir synjun forseta Íslands á staðfestingu laga um ríkisábyrgð á Icesave. Meðal annars skrifar Ruth Sunderland grein í The Observer, sem birtist einnig á vef Guardians, með yfirskriftinni: „Íslendingar verðskulda samúð.“

Sérsveitin handtók mann með platbyssu

Sérsveit ríkislögreglustjórans var kölluð út í nótt eftir að lögreglan á Akranesi fékk tilkynningu um vopnaðan mann á skemmtistað á Akranesi. Viðbúnaður var mikill að sögn lögreglu.

The One og Out Of Sight komust áfram

Birgir Jóhann Birgisson sem samdi lagið The One auk Matthíasar Stefánssonar, sem samdi lagið Out Of Sight, komust áfram í Söngvakeppni Ríkisútvarpsins í kvöld.

Viðsnúningar Bjarna Benediktssonar

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur mælt með samningaleið við Breta og sagt dómstólaleiðina ófæra og mælt með dómstólaleiðinni.

Ekkert bendir til sátta af hálfu Hollendinga og Breta

Fjármálaráðherra segir ekkert benda til að Bretar og Hollendingar séu reiðubúnir til nýrra samninga um Icesave við Íslendinga. Norðmenn standi Íslendingum næst allra Norðurlandaþjóðanna en það á eftir að koma í ljós hvort þær standi saman um stuðning þeirra við Íslendinga.

Rekin úr flokknum fyrir umdeilt ástarsamband

Norður-írska þingkonan Iris Robinson hefur verið rekin úr DPU flokknum eftir að upp komst að hún átti í ástarsambandið við 19 ára pilt fyrir tveimur árum síðan. Sjálf var hún 58 ára gömul þegar ástarsambandið stóð yfir.

Flatskjáum stolið úr sumarbústöðum

Þremur flatskjáum var stolið úr jafnmörgum sumarbústöðum í Kiðjabergslandi í Grímsnesi- og Grafningshreppi í nótt að sögn varðstjóra lögreglunnar á Selfossi. Þjófarnir virðast, við fyrstu sýn, ekki hafa tekið neitt annað ófrjálsri hendi.

Össur fundaði með utanríkisráðherra Spánar

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ræddi í morgun við Miguel Ángel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, sem er í forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Félag sauðfjárbænda mótmæla harðlega sameiningu ráðuneyta

Stjórn félags sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum mótmælir harðlega hugmyndum ríkisstjórnarinnar um sameiningu Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og Iðnaðarráðuneytis. Ályktun þess eðlis var samþykkt á stjórnarfundi félags sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum í gær.

Innbrotsþjófar á ferð í Grímsnesi

Innbrotsþjófar eru búnir að brjótast inn í nokkra sumarbústaði í Kiðjabergslandi í Grímsnes- og Grafningshreppi á Suðurlandi. Þegar haft var samband við lögregluna voru rannsóknarlögreglumenn enn á vettvangi. Ekki er ljóst hversu margir bústaðir hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófunum en þeir eru minnst þrír að sögn varðstjóra.

Segir húsnæðislán hækka um 64 milljónir vegna greiðsluúrræða

Flugvirki á fertugsaldri segist þurfa að borga 64 milljónum meira gangi hann að úrræðum Landsbankans fyrir skuldsett heimili. Hann tók lán fyrir þremur árum síðan í yenum þegar hann byggði sjálfu einbýlishús í Reykjavík. Upphaflega tók hann 29 milljón króna lán að eigin sögn en eftir hrun er það komið upp í 66 milljónir rúmar.

Kynlíf dregur úr hjartasjúkdómum

Flestir eru sammála um að kynlíf sé af hinu góða og allra meina bót. Nú hafa ötulir vísindamenn fundið út að karlmenn sem stunda kynlíf minnst tvisvar í viku geta dregið verulega úr hjartasjúkdómum.

Bjarni Benediktsson: „Vér mótmælum allir“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þegar hann ávarpaði flokksmenn sína í Valhöll í morgun að hann myndi ekki gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að skipta um skoðun ef hún ákveddi að afnema Icesave-lögin, sleppa þjóðaratkvæðagreiðslu og semja upp á nýtt.

Vélsleðamaður úr öndunarvél

Karlmaðurinn sem var fluttur alvarlega slasaður á slysadeild eftir að hann ók vélsleða á vegg við Funahöfða í Reykjavík í fyrradag er kominn úr öndunarvél. Hann var lagður inn á gjörgæslu eftir slysið og er alvarlega slasaður.

Sjálfstæðismenn fara yfir Icesave

Sjálfstæðismenn funda í Valhöll í dag en þar ræðir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, nýja stöðu í Icesave málinu eftir að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, synjaði lögum um ríkisábyrgð staðfestingar.

Litháen lýsir yfir stuðningi við Ísland

Utanríkisráðherra Litháen, Vygaudas Usackas, hefur líst yfir stuðningi við Ísland en þegar hafði utanríkisráðherra Lettlands gert slíkt hið sama. Báðir segjast þeir styðja að Icesave-lögin fari í þjóðatkvæðagreiðslu og telja þeir að viðbrögð hollenskra og breskra ráðamanna vera hótanir um að Ísland verði einangrað óásættanleg.

Ótækt að forsetinn sé í stælum við ríkisstjórnina

Það er stjórnskipulega ótæk og óverjandi staða í Icesavemálinu að þjóðhöfðinginn sé í stælum við ríkisstjórn sína og tali öðru máli en hún á erlendum vettvangi. Þetta segir Þorsteinn Pálsson í grein í Fréttablaðinu í morgun og á þar við frægt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem birtist á BBC í vikunni.

Varað við flughálku

Vegna hlýnandi veðurs á landinu og hættu á myndun á flughálku og spá um vaxandi vind á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Norðurlandi, biður Vegagerðin vegfarendur um að sýna sérstaka aðgát.

Meirihluti mótfallinn lögunum um Icesave

Um 40 prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja að lög um ríkisábyrgð á Icesave, sem forsetinn synjaði staðfestingar, haldi gildi sínu. Sex af hverjum tíu ætla að hafna lögunum.

Flugdólgar í klandri

Tvær bandarískar herþotur þurftu í gærkvöldi að beina farþegaþotu af leið í innnanlandsflugi í Bandaríkjunum vegna farþega sem lét ófriðlega. Um var að ræða ofurölvaðan farþega sem læsti sig inni á snyrtingu í flugvél á leið frá Atlanta til San Fransisco, en maðurinn neitaði að verða við ítrekuðum óskum flugliða um að setjast í sæti sitt.

Skíðasvæðið í Tindastól opið

Skíðasvæðið í Tindastól verður opið frá kl 11 til kl 16 í dag. Þar er hæg sunnan átt en gengur á með kviðum. Þá er tveggja gráðu hiti í fjallinu. Göngubrautin er troðin.

Böggvisstaðafjall opið

Böggvisstaðafjall er opið í dag frá 12- 16 samkvæmt tilkynningu. Þar er milt veður og fínt skíðafæri. Börn úr skíðasveit Reykjavíkur eru við æfingar í fjallinu.

Stökk út í sjó - myndband

Sannkallaður ofurhugi stökk tæpa fimmtíu metra á vélsleða yfir flóðgarðinn úti á Granda í dag, og fór á bólakaf í sjóinn. Lendingin var harkaleg en stökkið var fullkomið.

Ellefu vilja efstu sæti í Samfylkingunni í Mosfellsbæ

Ellefu frambjóðendur gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ sem fram fer þann 30. janúar næstkomandi. Framboðsfrestur rann út á hádegi í dag. Alls eru 22 einstaklingar í framboði. Þar af eru 5 karlar og sex konur.

Vextir vegna Icesave byggja á kostnaði viðsemjendanna

Vextir þeir sem íslenska ríkinu standa til boða í samningum við Breta og Hollendinga vegna Icesave-skuldbindinga ríkisins byggja að mestu á fjármagnskostnaði landanna. Þetta kom fram í símaviðtali sem Íslensk-ameríska viðskiptaráðið skipulagði við Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra á fimmtudag.

Segist hafa gott fylgi sem bæjarstjóraefni

„Vegna þeirrar stöðu sem er uppi í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi ætla ég ekki að taka þátt,“ segir Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem gefur ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna bæjarstjórnarkosninga í maí.

Stjórnin getur vel við unað

Ríkisstjórnin getur vel við unað að halda meirihluta kjósenda að baki sér, eins og fram kemur í skoðanakönnun Fréttablaðsins, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Siglingaleið gæti lokast

Hafís nálgast nú Vestfirði og næstu daga er útlit fyrir að hann færist enn nær landi. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir að hafísröndin geti náð landi og siglingaleiðin fyrir Vestfirði geti því lokast.

Vara við hættu af grýlukertum

Slysavarnafélagið Landsbjörg varar við þeirri hættu sem hlýnandi veður hefur í för með sér eftir langvarandi vetrarríki. Félagið hvetur húseigendur og verslunareigendur að hreinsa burtu grýlukerti og snjóþekjur.

Stóraukin ásókn er í notaða varahluti

Tryggingafélög vilja í auknum mæli nýta notaða varahluti í stað nýrra þegar kemur að lagfæringum tjónabíla. Vegna falls krónunnar hefur verð á nýjum varahlutum tvöfaldast til þrefaldast.

Missti sjö tennur eftir árás

Tæplega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Suðurlands fyrir að hafa kýlt annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi missti sjö tennur.

Afar fátt heillegt eftir í húsinu

Líklegt er talið að rekja megi eldinn sem upp kom á Hverfisgötu 28 í fyrrinótt til rafmagnsbilunar. Einn maður á þrítugsaldri lést í brunanum en fimm björguðust.

Oddi tryggir sér Svansvottun

Prentsmiðjan Oddi hefur fengið vottun norræna umhverfismerkisins Svansins. Það tryggir að fyrirtækið er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa.

Lánakjör vegna Icesave-samninga

Í umfjöllun Gauta B. Eggertssonar um lán vegna Icesave á vef hans er bent á að vextir sem ríkjum Evrópu og Bandaríkjunum standi til boða á lánum til 10 ára séu í sögulegu lágmarki og hlaupi á 3,5 til 4,0 prósenta. Í því samhengi skipti máli að lánin til Íslands séu til 15 ára. Vextir til þessara ríkja hafi síðast í fyrra verið um eða yfir fimm prósent.

ESB fylgist með skatti á Google

Evrópusambandið hefur sagst ætla að fylgjast með fyrirætlunum Frakka um að skattleggja auglýsingahagnað Google og beina fénu til tónlistarmanna.

Sjá næstu 50 fréttir