Innlent

Fréttastjóri á Mogganum blandar sér í oddvitaslag

Hlynur Sigurðsson, fréttastjóri MBL Sjónvarps, blandar sér í oddvitaslag sjálfstæðismanna í Hafnarfirði á Facebook. Þar er Hlynur einn af rúmlega 200 stuðningsmönnum Valdimars Svavarssonar, hagfræðings, sem gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri flokksins í bæjarfélaginu vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Auk Valdimars gefur Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi, kost á sér í fyrsta sætið.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna í kosningunum 2006, Samfylking sjö og VG einn.

Prófkjörið fer fram laugardaginn 30. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×