Bakteríur ónæmar fyrir sótthreinsiefni 11. janúar 2010 03:00 Þol sem bakteríur geta myndað gegn sótthreinsandi efnum veldur líka í þeim genabreytingu sem eflir varnir þeirra gegn cíprófoxacíni, en það er algengt breiðvirkt sýklalyf, samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var á Írlandi. Fréttablaðið/Pjetur Örverur geta orðið ónæmar fyrir sótthreinsandi efnum sem áttu að drepa þær, samkvæmt nýjustu rannsóknum. Þá hafa breyttu bakteríurnar meira þol við algengu breiðvirku sýklalyfi. Í umfjöllun breska dagblaðsins Telegraph er greint frá niðurstöðum rannsóknarteymis við Háskóla Írlands í Galway. Það komst að því að bakteríur sem komast í tæri við sótthreinsandi efni í smáskömmtum laga sig að aðstæðum og gefa frá sér örverueyðandi efni sem hamlaði virkni bæði sótthreinsiefna og sýklalyfja. „Inni á spítölum gæti þetta í raun þýtt að lítið magn sótthreinsiefna úr skúringalegi sem eftir verður á gólfi kynni að ýta undir dreifingu alvarlegra sýkinga,“ hefur Telegraph eftir dr. Gerard Fleming, sem fór fyrir rannsókninni á Írlandi. „Og enn frekari áhyggjum veldur að bakteríur virðast geta þróast í þá átt að mynda þol gegn sýklalyfjum án þess að hafa komist í tæri við slík lyf,“ bætir hann við. Í rannsókninni kom fram að þegar mjög litlum skömmtum sótthreinsiefna var bætt í bakteríuræktun voru bakteríurnar sem löguðu sig að efninu líklegri til að þola bæði sýklalyf og hreinsiefni, en aðrar bakteríur. Breyttu bakteríurnar báru einnig í sér genabreytingu sem gerði þeim sérstaklega kleift að standast breiðvirk sýklalyf af cíprófloxacín-gerð. Könnuð var P. aeruginosa bakterían, en hún finnst víða og veldur margvíslegum sýkingum í fólk sem af einhverjum sökum er með veikt ónæmiskerfi og í þeim sem veikir eru af slímseigjusjúkdómi og sykursýki. Bakterían er jafnframt sögð þekktur skaðvaldur á sjúkrahúsum. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir þekkt að bakteríur geti til dæmis lifað í sápu og þekkir til umræðu um þol sem þær geti myndað gegn sótthreinsiefnum. „En þær eru nú allar næmar fyrir spritti enn þá,“ segir Haraldur og bætir við að mestu skipti líka reglubundin skolun með vatni. „Þannig hjálpar til dæmis handþvottur með sápu því þótt bakteríurnar lifi þá gerir sápan það að verkum að þær missa festu og hreinsast af.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Örverur geta orðið ónæmar fyrir sótthreinsandi efnum sem áttu að drepa þær, samkvæmt nýjustu rannsóknum. Þá hafa breyttu bakteríurnar meira þol við algengu breiðvirku sýklalyfi. Í umfjöllun breska dagblaðsins Telegraph er greint frá niðurstöðum rannsóknarteymis við Háskóla Írlands í Galway. Það komst að því að bakteríur sem komast í tæri við sótthreinsandi efni í smáskömmtum laga sig að aðstæðum og gefa frá sér örverueyðandi efni sem hamlaði virkni bæði sótthreinsiefna og sýklalyfja. „Inni á spítölum gæti þetta í raun þýtt að lítið magn sótthreinsiefna úr skúringalegi sem eftir verður á gólfi kynni að ýta undir dreifingu alvarlegra sýkinga,“ hefur Telegraph eftir dr. Gerard Fleming, sem fór fyrir rannsókninni á Írlandi. „Og enn frekari áhyggjum veldur að bakteríur virðast geta þróast í þá átt að mynda þol gegn sýklalyfjum án þess að hafa komist í tæri við slík lyf,“ bætir hann við. Í rannsókninni kom fram að þegar mjög litlum skömmtum sótthreinsiefna var bætt í bakteríuræktun voru bakteríurnar sem löguðu sig að efninu líklegri til að þola bæði sýklalyf og hreinsiefni, en aðrar bakteríur. Breyttu bakteríurnar báru einnig í sér genabreytingu sem gerði þeim sérstaklega kleift að standast breiðvirk sýklalyf af cíprófloxacín-gerð. Könnuð var P. aeruginosa bakterían, en hún finnst víða og veldur margvíslegum sýkingum í fólk sem af einhverjum sökum er með veikt ónæmiskerfi og í þeim sem veikir eru af slímseigjusjúkdómi og sykursýki. Bakterían er jafnframt sögð þekktur skaðvaldur á sjúkrahúsum. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir þekkt að bakteríur geti til dæmis lifað í sápu og þekkir til umræðu um þol sem þær geti myndað gegn sótthreinsiefnum. „En þær eru nú allar næmar fyrir spritti enn þá,“ segir Haraldur og bætir við að mestu skipti líka reglubundin skolun með vatni. „Þannig hjálpar til dæmis handþvottur með sápu því þótt bakteríurnar lifi þá gerir sápan það að verkum að þær missa festu og hreinsast af.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira