Innlent

HR flyst í nýja húsið í dag

Háskólinn í Reykjavík (HR) flytur í nýja byggingu í Nauthólsvík í dag. Til að fagna tilefninu ætla nemendur og kennarar skólans að ganga fylktu liði frá aðalbyggingu skólans í Ofanleiti að nýju byggingunni.

Um 900 manns hafa þegar skráð sig í gönguna. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, Svafa Grönfeldt, rektor HR, Ari Kristinn Jónsson, verðandi rektor HR, og Sunna Magnúsdóttir, formaður Stúdentafélags HR, flytja stutt ávörp í nýju byggingunni og gestum verða sýnd húsakynnin áður en kennsla hefst samkvæmt stundatöflu klukkan 11.

Þrjár af fimm deildum HR flytja í nýbygginguna í dag. Hinar fylgja svo í kjölfarið í sumar og verður þá starfsemin öll undir einu þaki.

Framkvæmdir við nýju bygginguna hófust í byrjun árs 2008. - kg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×