Fleiri fréttir Féll af vinnulyftu og höfuðkúpubrotnaði Karl á fertugsaldri slasaðist illa þegar hann féll nokkra metra niður af vinnulyftu í miðborginni í nótt. Hann var fluttur á slysadeild og reyndist meðal annars höfuðkúpubrotinn. Ekki er ljóst hvaða erindi hinn slasaði átti á vinnulyftunni á þessum tíma sólarhrings, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. 10.12.2009 17:24 Níu mánaða fangelsi fyrir líkamsárás á eiginkonuna Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir líkamsárás á eiginkonu sína í febrúar 2008. Maðurinn varnaði konunni útgöngu af heimili þeirra, sló hana, henti henni utan í vegg og tók hana kverkataki. Árásin stóð yfir í um 30 mínútur og þótti Hæstarétti árásin vera ofsafengin. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi sæta níu mánaða fangelsi, þar af væru sex mánuðir skilorðsbundnir. 10.12.2009 17:06 Átta mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir þremur mönnum sem voru ákærðir fyrir að veitast að manni og lemja hann þannig að hann hlaut ýmis meiðsli. Var einn mannanna dæmdur í 8 mánaða fangelsi, annar í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi og sá þriðji í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hæstiréttur taldi að líta yrði svo á að mennirnir hefðu allir átt jafna aðild að árásinni en fyrrnefndu mennirnir voru á skilorði sem höfðu áhrif á refsiákvörðun í þessum dómi. 10.12.2009 16:49 Hæstiréttur þyngir dóm yfir Jafeti - sektaður um milljón Hæstiréttur þyngdi í dag dóm yfir Jafeti Ólafssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra VBS fjárfestingabanka en Jafet var dæmdur í héraðsdómi til að greiða 250 þúsund krónur í sekt fyrir brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem dæmdi Jafet til þess að greiða eina milljón króna í sekt en sæta ella fangelsi í 40 daga. 10.12.2009 16:43 Konur ættu að fá meiri athygli Fjölmiðlar þurfa að veita störfum kvenna meiri eftirtekt. Þetta var á meðal þess sem fulltrúar í mannréttindaráði Reykjavíkur voru sammála um á opnum fundi sem haldinn var í Iðnó í dag. Umræðuefnið var áhrif kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi og tóku konur úr öllum stjórnmálaflokkum þátt í umræðunum, að sögn Mörtu Guðjónsdóttur, formanns ráðsins. 10.12.2009 16:24 Eigendur Laugarásvideó efna til opnunarteitis Eigendur myndbandaleigunnar Laugarásvideó efna til opnunarteitis á laugardaginn næsta klukkan þrjú. 10.12.2009 16:14 Sjálfstæðismenn vöruðu við skattahækkunum Sjálfstæðismenn héldu í dag opinn fund með Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins, þar sem hann kynnti afleiðingar fyrirhugaðra skattahækkana ríkisstjórnarinnar á heimilin í landinu. Þetta er upphaf að kynningu sem Sjálfstæðisflokkurinn mun standa fyrir á næstu dögum og vikum. 10.12.2009 16:02 Innbrotsþjófar dæmdir Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir innbrot í söluskálann Björkina á Hvolsvelli í nóvember. Mennirnir stálu tóbaki, áfengi, snyrtivörum, úrum og fleiru úr versluninni og var áætlað verðmæti þýfisins tæpar 600 þúsund krónur. 10.12.2009 15:50 Jólaþorp í miðbænum opið fram á Þorláksmessu Jólaþorpið á Hljómalindarreitnum svokallaða í miðbæ Reykjavíkur opnaði í dag með pompi og pragt. Þorpið verður opið fram að Þorláksmessu og þar verður ýmislegt tengt jólunum á boðstólum. Að þessu tilefni var stytta sem gerð er eftir teikningu Brians Pilkington afhjúpuð. 10.12.2009 15:46 Ungir sjúkraliðar mótmæla orðum heilbrigðisráðherra Stjórn Ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands segir það alrangt sem heilbrigðisráðherra hafi fullyrt um að álag á starfsfólk Landspítala hafi ekki aukist, sé al rangt. 10.12.2009 14:55 Samorka mótmælir orkusköttum Stjórn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, mótmælir þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja nýja skatta á raforku og heitt vatn. Að mati stjórnarinnar er um að ræða skatta sem draga munu úr lífsgæðum landsmanna og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, auk þess að draga úr gegnsæi verðlagningar á raforku og heitu vatni. 10.12.2009 14:54 Tæp 3% hafa kosið Um 2800 manns hafa greitt atkvæði um framkvæmdir í eigin hverfi í Reykjavík, en 95 þúsund borgarbúa, sextán ára og eldri mega kjósa. 10.12.2009 14:33 Icelandair hefur engin afskipti haft af verkfallskosningu Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi engin afskipti haft af kosningum sem standa nú yfir á meðal flugfreyja en verið er að kjósa um hvort heimilað verði að boða til verkfalls. 10.12.2009 14:05 Fjárlagafrumvarpið afgreitt úr nefnd Fjárlagafrumvarpið var afgreitt úr fjárlaganefnd í morgun. Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar, segir að meirihlutinn vonist til þess að hægt verði að taka málið til umræðu í þinginu að nýju á mánudaginn. 10.12.2009 13:36 Rannsókn á Daníelsslippsmáli lokið - niðurstöður óbreyttar Ríkissaksóknari hefur lokið athugun á erindi aðstandenda tveggja manna sem fundust látnir í Daníelsslipp við Mýrargötu í Reykjavík í mars árið 1985. Höfðu ættingjar mannanna krafist þess með bréfi til ríkissaksóknara í nóvember í fyrra að fram færi rannsókn á andláti þeirra og viðbrögðum embættis ríkislögreglustjóra eftir að aðstandendur hófu athugun sína á málavöxtum, eins og rakið hefur verið í fjölmiðlum. 10.12.2009 12:03 Atvinnuleysi jókst lítillega í nóvember Atvinnuleysi í nóvember var 8% og jókst um 0,4 prósentustig frá októbermánuði. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. Um 13500 manns voru atvinnulausir í nóvember. Um 8,5% karla eru atvinnulausir en 7,3% kvenna. 10.12.2009 12:00 Baneitrað gas lak út í Þvottahúsi Landspítalans Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Tunguhálsi 2, þar sem Þvottahús Landspítalans er til húsa, laust fyrir klukkan níu í morgun. Gas sem notað er til að dauðhreinsa skurðstofuáhöld virðist hafa lekið út þegar að iðnaðarmenn voru að vinna í lögnum í húsinu. 10.12.2009 10:36 Pressupennar pönkast hvor á öðrum Pressupennarnir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor og Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður eru komnir í hár saman á netinu. Rætur deilna þeirra má rekja til skrifa Sigurðar G. Guðjónssonar á Pressunni þar sem hann fjallar meðal annars um þá afstöðu sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kann að taka til Icesave frumvarpsins eftir að það verður samþykkt frá Alþingi. 10.12.2009 10:26 Sjötíu prósent andvíg nýjum Icesave-lögum Um 70 prósent þeirra, sem svöruðu í skoðanakönnun MMR fyrir Viðskiptablaðið, vilja að forseti Íslands staðfesti ekki nýju Icesave-lögin og vísi þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. 10.12.2009 07:17 Hjartveikur maður sóttur af þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í sjúkraflug vestur á Rif í gærkvöldi og gekk leiðangurinn vel. 10.12.2009 07:15 Eldur í húsi við Fiskislóð Eldur kom upp í tveggja hæða stórhýsi, sem er í byggingu við Fiskislóð í Reykjavík um klukkan ellelfu í gærkvöldi. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði í stæðu af einangrunarplasti og timbri sem stóð á miðju gólfi og gekk slökkvistarf vel en sót og reykur bárust frá plastinu. 10.12.2009 07:14 Tæp tíu prósent af málunum til FME Seðlabanki hefur sent Fjármálaeftirlitinu (FME) tilkynningu um mál 22 lögaðila af þeim 110, sem bankinn hefur tekið til athugunar vegna meintra brota á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 10.12.2009 06:00 Erfiður auglýsingamarkaður allt þetta ár Samdráttur á auglýsingamarkaði á þessu ári gæti numið þriðjungi eða svo, að mati Ara Edwald, forstjóra 365. Hann segir stöðuna heldur hafa batnað í haust og vonar að botni sé náð. 10.12.2009 05:15 60 prósenta söluaukning á jólabjór Um 160 þúsund lítrar eru seldir af jólabjór í ár sem er um 60 prósenta söluaukning miðað við sama tíma í fyrra. Nokkrar tegundir eru uppseldar hjá birgjum en engin enn sem komið er í Vínbúðunum að því er Örn Stefánsson innkaupastjóri segir. Hann segir sölu á venjulegum bjór hafa dregist saman á sama tíma, sem er nýtt, áður hafi jólabjórinn verið sem hrein viðbót í bjórsölu. 10.12.2009 05:15 Búast má við þingi á milli jóla og nýárs Ólíklegt er talið að Alþingi takist að ljúka meðferð allra mála sem ríkisstjórnin telur mikilvægt að verði að lögum fyrir áramót áður en jólahátíðin gengur í garð. Því er útlit fyrir að þingfundir verði milli jóla og nýárs. 10.12.2009 05:00 Neyðarsendir undir bryggju Neyðarsendir úr grænlenska togaranum Qavak frá Grænlandi fannst undir bryggju á Ægisgarði þar sem skipið liggur. Merki bárust frá sendinum á laugardag og Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar ræsti út félaga í Flugbjörgunarsveitinni í kjölfarið. 10.12.2009 04:45 Ráðstefnan á íslenskum stól Íslenskur stóll eftir Erlu Sólveigu Gísladóttur er það húsgagn sem hvað mest ber á í blöðum og fréttatímum um heim allan um þessar mundir. Vel á þriðja þúsund eintaka af stólnum, sem kallast Bessi, prýða nefnilega ráðstefnusalinn þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Kaupmannahöfn. 10.12.2009 04:15 Auglýsingatekjur voru 9,8 milljarðar í fyrra Samanlagðar tekjur fjölmiðla af birtingu og flutningi auglýsinga, ásamt tekjum af kostun, námu ríflega 9,8 milljörðum króna árið 2008, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í gær. 10.12.2009 04:00 Bókabretti stuðlar að betra heilsufari Í Múlalundi er nú verið að framleiða hugarsmíð Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. Þar er um að ræða standa fyrir tölvur, bækur og dagblöð sem hafa fyrirbyggjandi áhrif á heilsu þeirra sem þá nota. Ásta hefur hannað standana, í samvinnu við Hörpu Helgadóttur sjúkraþjálfa, en hún er að ljúka doktorsverkefni um háls- og axlamein í Háskóla Íslands. 10.12.2009 04:00 Elísabet blekkti með villandi auglýsingum Neytendastofa bannar áframhaldandi birtingu auglýsinga um að svokallaðar Elísabetartryggingar séu allt að 30 prósentum lægri fyrir heimili en hjá öðrum tryggingafélögum. 10.12.2009 03:30 Ekki kunnugt um sérréttindi ráðherra Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að sér hafi ekki verð kunnugt að ríkið kaupi ótekið orlof af ráðherrum líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur eðlilegt að farið verði yfir málið. 9.12.2009 20:29 Bindandi samkomulag ólíklegt Árni Finnsson, formaður Náttúverndarsamtaka Íslands, telur litlar líkur á að bindandi samkomulagi náist á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. 9.12.2009 21:05 Ráðherrabílarnir kosta álíka mikið og sjúkraflutningar í Árnessýslu Bílafloti ríkisstjórnarinnar kostar ríkissjóð álíka mikið og allir sjúkraflutningar í Árnessýslu. Skera þarf niður í sjúkraflutningum í því umdæmi á næsta ári og fækka á sjúkraflutningamönnum um fjórðung. Með því fást 17 milljónir sem duga til að reka tvo ráðherrabíla. 9.12.2009 19:10 Leynileg sérréttindi ráðherra Ríkið kaupir ótekið orlof af ráðherrum, en annað gildir um almenning. Formaður BSRB segir óeðlilegt að ráðherrar setji sérreglur um sjálfa sig. 9.12.2009 18:35 Níu lögreglumenn krefjast skaðabóta af íslenska ríkinu Níu lögreglumenn krefjast skaðabóta af íslenska ríkinu vegna áverka sem þeir hlutu í mótmælunum og óeirðunum í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn vetur. Að minnsta kosti þrír þeirra eru metnir með varanlega örorku. 9.12.2009 11:56 Siv send í frí vegna fjarveru Helga Hjörvars Þingflokkur framsóknarmanna tók þá ákvörðun í fyrradag að „para þingmann út“ á móti Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingar, í atkvæðagreiðslunni um Icesave sem fram fór á Alþingi í gær. Það kom í hlut Sivjar Friðleifsdóttur. 9.12.2009 19:39 Rjóðrinu afhent viðbótarhúsnæði Velferðarsjóður barna afhenti Rjóðri, endurhæfingar og hvíldarheimili fyrir langveik börn viðbótarhúsnæði í dag sem verður notað til listmeðferðar. Þar er pláss fyrir átta langveik börn hverju sinni en alls nýta um 50 fjölskyldur þjónustu heimilisins. 9.12.2009 19:30 Fjölbreyttari úrræði mikilvæg Ungbarnadauði er minni hér en annarsstaðar, einnig áfengisneysla, en íslendingar slá hins vegar öll met í notkun á þunglyndislyfjum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá OECD. Sálfræðingur vill fjölbreyttari úrræði við þunglyndi og kvíða. 9.12.2009 19:24 Hafa safnað 19 milljónum Samtökin Bætum brjóst hafa safnað um 19 milljónum króna sem verður varið í kaup á tölvusneiðmyndatæki til að greina krabbameinssýni úr brjósti. Söfnunin hefur staðið yfir frá því í haust og hafa fjölmargir lagt málefninu lið. 9.12.2009 18:51 Velferðarvaktin ósammála félagsmálaráðherra Velferðarvaktin sem félagsmálaráðherra skipaði í byrjun árs til að fylgjast með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga varar við áformum ráðherra um að fresta greiðslu fæðingarorlofs um einn mánuð. Með þessu sé alvarlega gengið á rétt barna til samvista með foreldrum sínum á mikilvægum tíma í mótunarskeiði þeirra. Áformin séu sérstaklega alvarleg gagnvart börnum einstæðra mæðra þar sem feðurnir nýta ekki fæðingarorlofið. 9.12.2009 18:44 Innistæður áfram tryggðar að fullu Ótti hefur gripið um sig meðal margra sparifjáreigenda eftir að frumvarp um þak á innstæðutryggingum var lagt fram á Alþingi. Sumir hafa tekið út peninga af bankareikningum og aðrir veðja á skuldabréf. Ríkisstjórnin hefur ítrekað yfirlýsingar um að innistæður séu tryggðar að fullu. 9.12.2009 18:37 Skammgóður vermir Vinstri græn fagna ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkur um aukagreiðslur til barnafjölskyldna. Fulltrúi flokksins ráðinu telur þó að um skammgóðan vermi sé að ræða. 9.12.2009 17:36 Barnafjölskyldur fá aukagreiðslur Tekjulágir foreldrar, sem fá fulla fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, fá greiddar 6000 krónur aukalega í desember með hverju barni sem á hjá þeim lögheimili. Tillaga þess efnis var samþykkt í velferðarráði Reykjavíkur í dag. 9.12.2009 17:30 Rafmagn komið á Vesturbænum Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur að rafmagn er komið aftur á í Vesturbænum. Á fjórða tímanum í dag varð háspennubilun og rafmagnslaust á Mýrargötu Fiskislóð og á hluta hafnarsvæðisins á Grandagarði. 9.12.2009 17:15 Jóhannes ræddi við rektor vegna Hannesar Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Jóhannes Jónsson í Bónus og Kristín dóttir hans funduðu saman í Háskóla Íslands í dag. „Já, ég lýsti því yfir þá að ég myndi biðja um fund með rektor,“ segir Jóhannes þegar að hann er spurður hvort fundurinn hafi tengst mynd sem birtist á bloggsvæði Hannesar H Gissurarsonar prófessors sem haldið er úti á Pressunni 9.12.2009 16:40 Sjá næstu 50 fréttir
Féll af vinnulyftu og höfuðkúpubrotnaði Karl á fertugsaldri slasaðist illa þegar hann féll nokkra metra niður af vinnulyftu í miðborginni í nótt. Hann var fluttur á slysadeild og reyndist meðal annars höfuðkúpubrotinn. Ekki er ljóst hvaða erindi hinn slasaði átti á vinnulyftunni á þessum tíma sólarhrings, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. 10.12.2009 17:24
Níu mánaða fangelsi fyrir líkamsárás á eiginkonuna Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir líkamsárás á eiginkonu sína í febrúar 2008. Maðurinn varnaði konunni útgöngu af heimili þeirra, sló hana, henti henni utan í vegg og tók hana kverkataki. Árásin stóð yfir í um 30 mínútur og þótti Hæstarétti árásin vera ofsafengin. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi sæta níu mánaða fangelsi, þar af væru sex mánuðir skilorðsbundnir. 10.12.2009 17:06
Átta mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir þremur mönnum sem voru ákærðir fyrir að veitast að manni og lemja hann þannig að hann hlaut ýmis meiðsli. Var einn mannanna dæmdur í 8 mánaða fangelsi, annar í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi og sá þriðji í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hæstiréttur taldi að líta yrði svo á að mennirnir hefðu allir átt jafna aðild að árásinni en fyrrnefndu mennirnir voru á skilorði sem höfðu áhrif á refsiákvörðun í þessum dómi. 10.12.2009 16:49
Hæstiréttur þyngir dóm yfir Jafeti - sektaður um milljón Hæstiréttur þyngdi í dag dóm yfir Jafeti Ólafssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra VBS fjárfestingabanka en Jafet var dæmdur í héraðsdómi til að greiða 250 þúsund krónur í sekt fyrir brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem dæmdi Jafet til þess að greiða eina milljón króna í sekt en sæta ella fangelsi í 40 daga. 10.12.2009 16:43
Konur ættu að fá meiri athygli Fjölmiðlar þurfa að veita störfum kvenna meiri eftirtekt. Þetta var á meðal þess sem fulltrúar í mannréttindaráði Reykjavíkur voru sammála um á opnum fundi sem haldinn var í Iðnó í dag. Umræðuefnið var áhrif kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi og tóku konur úr öllum stjórnmálaflokkum þátt í umræðunum, að sögn Mörtu Guðjónsdóttur, formanns ráðsins. 10.12.2009 16:24
Eigendur Laugarásvideó efna til opnunarteitis Eigendur myndbandaleigunnar Laugarásvideó efna til opnunarteitis á laugardaginn næsta klukkan þrjú. 10.12.2009 16:14
Sjálfstæðismenn vöruðu við skattahækkunum Sjálfstæðismenn héldu í dag opinn fund með Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins, þar sem hann kynnti afleiðingar fyrirhugaðra skattahækkana ríkisstjórnarinnar á heimilin í landinu. Þetta er upphaf að kynningu sem Sjálfstæðisflokkurinn mun standa fyrir á næstu dögum og vikum. 10.12.2009 16:02
Innbrotsþjófar dæmdir Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir innbrot í söluskálann Björkina á Hvolsvelli í nóvember. Mennirnir stálu tóbaki, áfengi, snyrtivörum, úrum og fleiru úr versluninni og var áætlað verðmæti þýfisins tæpar 600 þúsund krónur. 10.12.2009 15:50
Jólaþorp í miðbænum opið fram á Þorláksmessu Jólaþorpið á Hljómalindarreitnum svokallaða í miðbæ Reykjavíkur opnaði í dag með pompi og pragt. Þorpið verður opið fram að Þorláksmessu og þar verður ýmislegt tengt jólunum á boðstólum. Að þessu tilefni var stytta sem gerð er eftir teikningu Brians Pilkington afhjúpuð. 10.12.2009 15:46
Ungir sjúkraliðar mótmæla orðum heilbrigðisráðherra Stjórn Ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands segir það alrangt sem heilbrigðisráðherra hafi fullyrt um að álag á starfsfólk Landspítala hafi ekki aukist, sé al rangt. 10.12.2009 14:55
Samorka mótmælir orkusköttum Stjórn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, mótmælir þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja nýja skatta á raforku og heitt vatn. Að mati stjórnarinnar er um að ræða skatta sem draga munu úr lífsgæðum landsmanna og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, auk þess að draga úr gegnsæi verðlagningar á raforku og heitu vatni. 10.12.2009 14:54
Tæp 3% hafa kosið Um 2800 manns hafa greitt atkvæði um framkvæmdir í eigin hverfi í Reykjavík, en 95 þúsund borgarbúa, sextán ára og eldri mega kjósa. 10.12.2009 14:33
Icelandair hefur engin afskipti haft af verkfallskosningu Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi engin afskipti haft af kosningum sem standa nú yfir á meðal flugfreyja en verið er að kjósa um hvort heimilað verði að boða til verkfalls. 10.12.2009 14:05
Fjárlagafrumvarpið afgreitt úr nefnd Fjárlagafrumvarpið var afgreitt úr fjárlaganefnd í morgun. Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar, segir að meirihlutinn vonist til þess að hægt verði að taka málið til umræðu í þinginu að nýju á mánudaginn. 10.12.2009 13:36
Rannsókn á Daníelsslippsmáli lokið - niðurstöður óbreyttar Ríkissaksóknari hefur lokið athugun á erindi aðstandenda tveggja manna sem fundust látnir í Daníelsslipp við Mýrargötu í Reykjavík í mars árið 1985. Höfðu ættingjar mannanna krafist þess með bréfi til ríkissaksóknara í nóvember í fyrra að fram færi rannsókn á andláti þeirra og viðbrögðum embættis ríkislögreglustjóra eftir að aðstandendur hófu athugun sína á málavöxtum, eins og rakið hefur verið í fjölmiðlum. 10.12.2009 12:03
Atvinnuleysi jókst lítillega í nóvember Atvinnuleysi í nóvember var 8% og jókst um 0,4 prósentustig frá októbermánuði. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. Um 13500 manns voru atvinnulausir í nóvember. Um 8,5% karla eru atvinnulausir en 7,3% kvenna. 10.12.2009 12:00
Baneitrað gas lak út í Þvottahúsi Landspítalans Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Tunguhálsi 2, þar sem Þvottahús Landspítalans er til húsa, laust fyrir klukkan níu í morgun. Gas sem notað er til að dauðhreinsa skurðstofuáhöld virðist hafa lekið út þegar að iðnaðarmenn voru að vinna í lögnum í húsinu. 10.12.2009 10:36
Pressupennar pönkast hvor á öðrum Pressupennarnir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor og Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður eru komnir í hár saman á netinu. Rætur deilna þeirra má rekja til skrifa Sigurðar G. Guðjónssonar á Pressunni þar sem hann fjallar meðal annars um þá afstöðu sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kann að taka til Icesave frumvarpsins eftir að það verður samþykkt frá Alþingi. 10.12.2009 10:26
Sjötíu prósent andvíg nýjum Icesave-lögum Um 70 prósent þeirra, sem svöruðu í skoðanakönnun MMR fyrir Viðskiptablaðið, vilja að forseti Íslands staðfesti ekki nýju Icesave-lögin og vísi þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. 10.12.2009 07:17
Hjartveikur maður sóttur af þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í sjúkraflug vestur á Rif í gærkvöldi og gekk leiðangurinn vel. 10.12.2009 07:15
Eldur í húsi við Fiskislóð Eldur kom upp í tveggja hæða stórhýsi, sem er í byggingu við Fiskislóð í Reykjavík um klukkan ellelfu í gærkvöldi. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði í stæðu af einangrunarplasti og timbri sem stóð á miðju gólfi og gekk slökkvistarf vel en sót og reykur bárust frá plastinu. 10.12.2009 07:14
Tæp tíu prósent af málunum til FME Seðlabanki hefur sent Fjármálaeftirlitinu (FME) tilkynningu um mál 22 lögaðila af þeim 110, sem bankinn hefur tekið til athugunar vegna meintra brota á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 10.12.2009 06:00
Erfiður auglýsingamarkaður allt þetta ár Samdráttur á auglýsingamarkaði á þessu ári gæti numið þriðjungi eða svo, að mati Ara Edwald, forstjóra 365. Hann segir stöðuna heldur hafa batnað í haust og vonar að botni sé náð. 10.12.2009 05:15
60 prósenta söluaukning á jólabjór Um 160 þúsund lítrar eru seldir af jólabjór í ár sem er um 60 prósenta söluaukning miðað við sama tíma í fyrra. Nokkrar tegundir eru uppseldar hjá birgjum en engin enn sem komið er í Vínbúðunum að því er Örn Stefánsson innkaupastjóri segir. Hann segir sölu á venjulegum bjór hafa dregist saman á sama tíma, sem er nýtt, áður hafi jólabjórinn verið sem hrein viðbót í bjórsölu. 10.12.2009 05:15
Búast má við þingi á milli jóla og nýárs Ólíklegt er talið að Alþingi takist að ljúka meðferð allra mála sem ríkisstjórnin telur mikilvægt að verði að lögum fyrir áramót áður en jólahátíðin gengur í garð. Því er útlit fyrir að þingfundir verði milli jóla og nýárs. 10.12.2009 05:00
Neyðarsendir undir bryggju Neyðarsendir úr grænlenska togaranum Qavak frá Grænlandi fannst undir bryggju á Ægisgarði þar sem skipið liggur. Merki bárust frá sendinum á laugardag og Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar ræsti út félaga í Flugbjörgunarsveitinni í kjölfarið. 10.12.2009 04:45
Ráðstefnan á íslenskum stól Íslenskur stóll eftir Erlu Sólveigu Gísladóttur er það húsgagn sem hvað mest ber á í blöðum og fréttatímum um heim allan um þessar mundir. Vel á þriðja þúsund eintaka af stólnum, sem kallast Bessi, prýða nefnilega ráðstefnusalinn þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Kaupmannahöfn. 10.12.2009 04:15
Auglýsingatekjur voru 9,8 milljarðar í fyrra Samanlagðar tekjur fjölmiðla af birtingu og flutningi auglýsinga, ásamt tekjum af kostun, námu ríflega 9,8 milljörðum króna árið 2008, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í gær. 10.12.2009 04:00
Bókabretti stuðlar að betra heilsufari Í Múlalundi er nú verið að framleiða hugarsmíð Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. Þar er um að ræða standa fyrir tölvur, bækur og dagblöð sem hafa fyrirbyggjandi áhrif á heilsu þeirra sem þá nota. Ásta hefur hannað standana, í samvinnu við Hörpu Helgadóttur sjúkraþjálfa, en hún er að ljúka doktorsverkefni um háls- og axlamein í Háskóla Íslands. 10.12.2009 04:00
Elísabet blekkti með villandi auglýsingum Neytendastofa bannar áframhaldandi birtingu auglýsinga um að svokallaðar Elísabetartryggingar séu allt að 30 prósentum lægri fyrir heimili en hjá öðrum tryggingafélögum. 10.12.2009 03:30
Ekki kunnugt um sérréttindi ráðherra Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að sér hafi ekki verð kunnugt að ríkið kaupi ótekið orlof af ráðherrum líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur eðlilegt að farið verði yfir málið. 9.12.2009 20:29
Bindandi samkomulag ólíklegt Árni Finnsson, formaður Náttúverndarsamtaka Íslands, telur litlar líkur á að bindandi samkomulagi náist á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. 9.12.2009 21:05
Ráðherrabílarnir kosta álíka mikið og sjúkraflutningar í Árnessýslu Bílafloti ríkisstjórnarinnar kostar ríkissjóð álíka mikið og allir sjúkraflutningar í Árnessýslu. Skera þarf niður í sjúkraflutningum í því umdæmi á næsta ári og fækka á sjúkraflutningamönnum um fjórðung. Með því fást 17 milljónir sem duga til að reka tvo ráðherrabíla. 9.12.2009 19:10
Leynileg sérréttindi ráðherra Ríkið kaupir ótekið orlof af ráðherrum, en annað gildir um almenning. Formaður BSRB segir óeðlilegt að ráðherrar setji sérreglur um sjálfa sig. 9.12.2009 18:35
Níu lögreglumenn krefjast skaðabóta af íslenska ríkinu Níu lögreglumenn krefjast skaðabóta af íslenska ríkinu vegna áverka sem þeir hlutu í mótmælunum og óeirðunum í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn vetur. Að minnsta kosti þrír þeirra eru metnir með varanlega örorku. 9.12.2009 11:56
Siv send í frí vegna fjarveru Helga Hjörvars Þingflokkur framsóknarmanna tók þá ákvörðun í fyrradag að „para þingmann út“ á móti Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingar, í atkvæðagreiðslunni um Icesave sem fram fór á Alþingi í gær. Það kom í hlut Sivjar Friðleifsdóttur. 9.12.2009 19:39
Rjóðrinu afhent viðbótarhúsnæði Velferðarsjóður barna afhenti Rjóðri, endurhæfingar og hvíldarheimili fyrir langveik börn viðbótarhúsnæði í dag sem verður notað til listmeðferðar. Þar er pláss fyrir átta langveik börn hverju sinni en alls nýta um 50 fjölskyldur þjónustu heimilisins. 9.12.2009 19:30
Fjölbreyttari úrræði mikilvæg Ungbarnadauði er minni hér en annarsstaðar, einnig áfengisneysla, en íslendingar slá hins vegar öll met í notkun á þunglyndislyfjum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá OECD. Sálfræðingur vill fjölbreyttari úrræði við þunglyndi og kvíða. 9.12.2009 19:24
Hafa safnað 19 milljónum Samtökin Bætum brjóst hafa safnað um 19 milljónum króna sem verður varið í kaup á tölvusneiðmyndatæki til að greina krabbameinssýni úr brjósti. Söfnunin hefur staðið yfir frá því í haust og hafa fjölmargir lagt málefninu lið. 9.12.2009 18:51
Velferðarvaktin ósammála félagsmálaráðherra Velferðarvaktin sem félagsmálaráðherra skipaði í byrjun árs til að fylgjast með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga varar við áformum ráðherra um að fresta greiðslu fæðingarorlofs um einn mánuð. Með þessu sé alvarlega gengið á rétt barna til samvista með foreldrum sínum á mikilvægum tíma í mótunarskeiði þeirra. Áformin séu sérstaklega alvarleg gagnvart börnum einstæðra mæðra þar sem feðurnir nýta ekki fæðingarorlofið. 9.12.2009 18:44
Innistæður áfram tryggðar að fullu Ótti hefur gripið um sig meðal margra sparifjáreigenda eftir að frumvarp um þak á innstæðutryggingum var lagt fram á Alþingi. Sumir hafa tekið út peninga af bankareikningum og aðrir veðja á skuldabréf. Ríkisstjórnin hefur ítrekað yfirlýsingar um að innistæður séu tryggðar að fullu. 9.12.2009 18:37
Skammgóður vermir Vinstri græn fagna ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkur um aukagreiðslur til barnafjölskyldna. Fulltrúi flokksins ráðinu telur þó að um skammgóðan vermi sé að ræða. 9.12.2009 17:36
Barnafjölskyldur fá aukagreiðslur Tekjulágir foreldrar, sem fá fulla fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, fá greiddar 6000 krónur aukalega í desember með hverju barni sem á hjá þeim lögheimili. Tillaga þess efnis var samþykkt í velferðarráði Reykjavíkur í dag. 9.12.2009 17:30
Rafmagn komið á Vesturbænum Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur að rafmagn er komið aftur á í Vesturbænum. Á fjórða tímanum í dag varð háspennubilun og rafmagnslaust á Mýrargötu Fiskislóð og á hluta hafnarsvæðisins á Grandagarði. 9.12.2009 17:15
Jóhannes ræddi við rektor vegna Hannesar Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Jóhannes Jónsson í Bónus og Kristín dóttir hans funduðu saman í Háskóla Íslands í dag. „Já, ég lýsti því yfir þá að ég myndi biðja um fund með rektor,“ segir Jóhannes þegar að hann er spurður hvort fundurinn hafi tengst mynd sem birtist á bloggsvæði Hannesar H Gissurarsonar prófessors sem haldið er úti á Pressunni 9.12.2009 16:40