Bókabretti stuðlar að betra heilsufari 10. desember 2009 04:00 Ásta Kristrún og Harpa standa að framleiðslu brettanna í samstarfi við Múlalund, en þar eru þau framleidd.fréttablaðið/stefán Í Múlalundi er nú verið að framleiða hugarsmíð Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. Þar er um að ræða standa fyrir tölvur, bækur og dagblöð sem hafa fyrirbyggjandi áhrif á heilsu þeirra sem þá nota. Ásta hefur hannað standana, í samvinnu við Hörpu Helgadóttur sjúkraþjálfa, en hún er að ljúka doktorsverkefni um háls- og axlamein í Háskóla Íslands. Vörurnar, sem hafa hlotið heitið NEMAvörur, eru unnar í náinni samvinnu við lækna og iðjuþjálfa. Um er að ræða bretti eða stand, á hverju fólk lætur bækur hvíla við lestur, eða tölvur við vinnu. Þá er með einföldum hætti hægt að breyta vörunni í dagblaðabretti og notkun standanna því margþætt. Sótt hefur verið um styrk til Impru til að markaðssetja vörurnar í Norður-Evrópu. Þegar eru komnir samstarfsaðilar í Noregi og Svíþjóð og einnig hafa framleiðendur verið í sambandi við Workability Europe Business, sem eru Evrópusamtök sem staðsett eru í Hollandi. Eftir miklu er að slægjast; í Þýskalandi einu er námsmannamarkhópur NEMAvara um 35 milljónir króna og á Norðurlöndum 9 til 10 milljónir. Markópurinn er fartölvunotendur, fólk sem vinnur samtímis með tölvu og ritað mál og þá fólk sem stundar lestur, til dæmis námsmenn og sá hópur sem á í erfiðleikum með að halda á og fletta blaði eða bók, til dæmis eldri borgarar. Ásta segir sérstaklega skemmtilegt að vörurnar séu framleiddar í Múlalundi. Þar sé stærsti öryrkjavinnustaður landsins og hann standi höllum fæti og sé á ákveðnum tímamótum. Búið sé að selja húsið við Hátún og vinnustaðurinn flytji í húsnæði Reykjalundar, sem nýverið hætti starfsemi. Hönnunar- og þróunarferlið hefur tekið um eitt ár og þegar hún var komin með mótaða hugmynd hafði hún samband við Múlalund. Þar hófst þróunar- og prófunarstarf snemma árs 2009. NEMAvörurnar eru þegar komnar á markað og hafa fengið góðar viðtökur, að sögn Ástu. Múlalundur og NEMA hafa borið allan kostnað af þróunar- og markaðssetningu og segir Ásta að ljóst sé að styrk þurfi ef halda eigi dampi meðan varan er fersk. „Nú þarf að sýna nýsköpun í verki. Við getum rétt okkur af þegar salan eykst, en nú vantar fjármagn til markaðssetningar. Okkur vantar vængi til að taka á flug.“kolbeinn@fretabladid.is Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Í Múlalundi er nú verið að framleiða hugarsmíð Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. Þar er um að ræða standa fyrir tölvur, bækur og dagblöð sem hafa fyrirbyggjandi áhrif á heilsu þeirra sem þá nota. Ásta hefur hannað standana, í samvinnu við Hörpu Helgadóttur sjúkraþjálfa, en hún er að ljúka doktorsverkefni um háls- og axlamein í Háskóla Íslands. Vörurnar, sem hafa hlotið heitið NEMAvörur, eru unnar í náinni samvinnu við lækna og iðjuþjálfa. Um er að ræða bretti eða stand, á hverju fólk lætur bækur hvíla við lestur, eða tölvur við vinnu. Þá er með einföldum hætti hægt að breyta vörunni í dagblaðabretti og notkun standanna því margþætt. Sótt hefur verið um styrk til Impru til að markaðssetja vörurnar í Norður-Evrópu. Þegar eru komnir samstarfsaðilar í Noregi og Svíþjóð og einnig hafa framleiðendur verið í sambandi við Workability Europe Business, sem eru Evrópusamtök sem staðsett eru í Hollandi. Eftir miklu er að slægjast; í Þýskalandi einu er námsmannamarkhópur NEMAvara um 35 milljónir króna og á Norðurlöndum 9 til 10 milljónir. Markópurinn er fartölvunotendur, fólk sem vinnur samtímis með tölvu og ritað mál og þá fólk sem stundar lestur, til dæmis námsmenn og sá hópur sem á í erfiðleikum með að halda á og fletta blaði eða bók, til dæmis eldri borgarar. Ásta segir sérstaklega skemmtilegt að vörurnar séu framleiddar í Múlalundi. Þar sé stærsti öryrkjavinnustaður landsins og hann standi höllum fæti og sé á ákveðnum tímamótum. Búið sé að selja húsið við Hátún og vinnustaðurinn flytji í húsnæði Reykjalundar, sem nýverið hætti starfsemi. Hönnunar- og þróunarferlið hefur tekið um eitt ár og þegar hún var komin með mótaða hugmynd hafði hún samband við Múlalund. Þar hófst þróunar- og prófunarstarf snemma árs 2009. NEMAvörurnar eru þegar komnar á markað og hafa fengið góðar viðtökur, að sögn Ástu. Múlalundur og NEMA hafa borið allan kostnað af þróunar- og markaðssetningu og segir Ásta að ljóst sé að styrk þurfi ef halda eigi dampi meðan varan er fersk. „Nú þarf að sýna nýsköpun í verki. Við getum rétt okkur af þegar salan eykst, en nú vantar fjármagn til markaðssetningar. Okkur vantar vængi til að taka á flug.“kolbeinn@fretabladid.is
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira