Innlent

Velferðarvaktin ósammála félagsmálaráðherra

Velferðarvaktin sem félagsmálaráðherra skipaði í byrjun árs til að fylgjast með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga varar við áformum ráðherra um að fresta greiðslu fæðingarorlofs um einn mánuð. Með þessu sé alvarlega gengið á rétt barna til samvista með foreldrum sínum á mikilvægum tíma í mótunarskeiði þeirra. Áformin séu sérstaklega alvarleg gagnvart börnum einstæðra mæðra þar sem feðurnir nýta ekki fæðingarorlofið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×