Innlent

Átta mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Hæstirettur
Hæstirettur
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir þremur mönnum sem voru ákærðir fyrir að veitast að manni og lemja hann þannig að hann hlaut ýmis meiðsli. Var einn mannanna dæmdur í 8 mánaða fangelsi, annar í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi og sá þriðji í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hæstiréttur taldi að líta yrði svo á að mennirnir hefðu allir átt jafna aðild að árásinni en fyrrnefndu mennirnir voru á skilorði sem höfðu áhrif á refsiákvörðun í þessum dómi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×