Innlent

Konur ættu að fá meiri athygli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Marta Guðjónsdóttir er formaður mannréttindaráðs.
Marta Guðjónsdóttir er formaður mannréttindaráðs.
Fjölmiðlar þurfa að veita störfum kvenna meiri eftirtekt. Þetta var á meðal þess sem fulltrúar í mannréttindaráði Reykjavíkur voru sammála um á opnum fundi sem haldinn var í Iðnó í dag. Umræðuefnið var áhrif kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi og tóku konur úr öllum stjórnmálaflokkum þátt í umræðunum, að sögn Mörtu Guðjónsdóttur, formanns ráðsins.

Að sögn Mörtu voru fundarmenn á því að konur ættu enn undir högg að sækja hvað varðar aðgengi að fjölmiðlum og að fjölmiðlar veiti störfum þeirra næginlega eftirtekt. Þá töldu fundarmenn að konur hafi náð meiri árangri á stjórnmálasviðinu en í atvinnulífinu og að enn eigi konur undir högg að sækja hvað varðar launamun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×