Innlent

Jóhannes ræddi við rektor vegna Hannesar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhannes Jónsson hittu Kristínu. Mynd/ Vilhelm.
Jóhannes Jónsson hittu Kristínu. Mynd/ Vilhelm.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Jóhannes Jónsson í Bónus og Kristín dóttir hans funduðu saman í Háskóla Íslands í dag. „Já, ég lýsti því yfir þá að ég myndi biðja um fund með rektor," segir Jóhannes þegar að hann er spurður hvort fundurinn hafi tengst mynd sem birtist á bloggsvæði Hannesar H Gissurarsonar prófessors sem haldið er úti á Pressunni

.

„Við áttum ágætan fund og ég fékk svona leiðbeiningar hjá henni, góðfúslega, hvernig ég ætti að haga mér með þetta málefni sem ég var með í höndunum," segir Jóhannes.

Aðspurður segir Jóhannes ekki hafa verið um langan fund að ræða. „Nei, en hann var ánægjulegur. Ég held að báðir aðilar hafi verið ánægðir með niðurstöðuna," segir Jóhannes.

Kristín Ingólfsdóttir staðfesti að fundurinn hafi átt sér stað en vildi ekki tjá sig um efnisatriði hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×