Innlent

Skammgóður vermir

Drífa Snædal, framkvæmdastýra VG er fulltrúi flokksins í velferðarráði Reykjavíkur.
Drífa Snædal, framkvæmdastýra VG er fulltrúi flokksins í velferðarráði Reykjavíkur.
Vinstri græn fagna ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkur um aukagreiðslur til barnafjölskyldna. Fulltrúi flokksins ráðinu telur þó að um skammgóðan vermi sé að ræða.

Tekjulágir foreldrar, sem fá fulla fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, fá greiddar 6000 krónur aukalega í desember með hverju barni sem á hjá þeim lögheimili. Tillaga þess efnis var samþykkt í velferðarráði borgarinnar í dag.

Drífa Snædal, fulltrúi VG í ráðinu, fagnar ákvörðuninni en bendir á mikilvægi þess að hækka fjárhagsaðstoð um 18 þúsund krónur á mánuði og heildargreiðslur samsvarandi líkt og tillaga VG frá því síðasta mánuði hljóðar upp á.

„Því miður var þeirri tillögu hafnað. Þær 6.000 krónur sem samþykktar eru nú eru því skammgóður vermir fyrir fólk sem þarf að treysta á síðasta öryggisnet samfélagsins sem er framfærsluskylda sveitarfélaga með fjárhagsaðstoð," segir í bókun sem Drífa lagði fram á fundi velferðarráðs.


Tengdar fréttir

Barnafjölskyldur fá aukagreiðslur

Tekjulágir foreldrar, sem fá fulla fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, fá greiddar 6000 krónur aukalega í desember með hverju barni sem á hjá þeim lögheimili. Tillaga þess efnis var samþykkt í velferðarráði Reykjavíkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×