Innlent

Samorka mótmælir orkusköttum

Stjórn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, mótmælir þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja nýja skatta á raforku og heitt vatn. Að mati stjórnarinnar er um að ræða skatta sem draga munu úr lífsgæðum landsmanna og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, auk þess að draga úr gegnsæi verðlagningar á raforku og heitu vatni.

„Aldrei hafa áður verið lagðir beinir skattar á raforku eða heitt vatn hér á landi. Frumvarpið vísar til „umhverfis- og auðlindaskatta", en fjallar um hvorugt, heldur er þetta einfaldlega skattur á orkunotkun landsmanna, til tekjuöflunar í ríkissjóð," segir að lokum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×