Innlent

Atvinnuleysi jókst lítillega í nóvember

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvinnuleysi í nóvember var 8% og jókst um 0,4 prósentustig frá októbermánuði. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. Um 13500 manns voru atvinnulausir í nóvember. Um 8,5% karla eru atvinnulausir en 7,3% kvenna.

Í nóvember höfðu tæplega 7400 verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur. Vinnumálastofnun býst við því að atvinnuleysi muni aukast í desember og verða á milli 8,1%-8,6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×