Innlent

Sjötíu prósent andvíg nýjum Icesave-lögum

Um 70 prósent þeirra, sem svöruðu í skoðanakönnun MMR fyrir Viðskiptablaðið, vilja að forseti Íslands staðfesti ekki nýju Icesave-lögin og vísi þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá telja rösklega 60 prósent svarenda að breytingarnar, sem gerðar voru á fyrirvörum við ríkisábyrgðina frá síðustu samþykkt Alþingis, hafi verið til hins verra. Niðurstöður byggjast á svörum 924 einstaklinga á aldrinum 18 til 67 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×