Innlent

Eldur í húsi við Fiskislóð

Eldur kom upp í tveggja hæða stórhýsi, sem er í byggingu við Fiskislóð í Reykjavík um klukkan ellelfu í gærkvöldi. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði í stæðu af einangrunarplasti og timbri sem stóð á miðju gólfi og gekk slökkvistarf vel en sót og reykur bárust frá plastinu. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í og sömuleiðis hafi verið um íkveikju að ræða þegar eldur kom upp í þessu sama húsi nýverið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×