Ráðherrabílarnir kosta álíka mikið og sjúkraflutningar í Árnessýslu 9. desember 2009 19:10 Bílafloti ríkisstjórnarinnar kostar ríkissjóð álíka mikið og allir sjúkraflutningar í Árnessýslu. Skera þarf niður í sjúkraflutningum í því umdæmi á næsta ári og fækka á sjúkraflutningamönnum um fjórðung. Með því fást 17 milljónir sem duga til að reka tvo ráðherrabíla. Það vakti ekki litla athygli þegar Jóhanna Sigurðardóttir settist í ríkisstjórn árið 1988 og afþakkaði ráðherrabíl og einkabílstjóra og keyrði um á sínum eigin Mithusbishi Lancer. En nú 20 árum eldri notar Jóhanna forsætisráðherra ráðherrabíl og bílstjóra eins og ríkisstjórnin öll. Þótt fyrirkomi að ráðherrar mæti á hjólhesti í vinnuna hafa ráðuneytinu það sem af er ári varið á bilinu sex til tíu milljónum króna í bílaflotann. Bíll viðskiptaráðherra hefur verið ódýrastur í rekstri, 6,2 milljónir, en um þriðjungi meira hefur farið í bílinn undir heilbrigðisráðherra, 9,7 milljónir. Tvö ráðuneyti kusu að gefa ekki upp laun bílstjóra sinna, við áætlum laun þeirra og samanlagt má því ætla að bílafloti ráðuneytanna hafi kostað ríkissjóð á þessu ári rétt tæpar 90 milljónir króna. Þótt 90 milljónir séu vissulega dropi í hafið í ríkisfjármálunum, þá er hann enginn dropi að mati sjúkraflutningamanna á Suðurlandi. Spara þarf 17 milljónir á næsta ári. Í dag eru menn í sextán stöðugildum að manna sjúkraflutninga á þessu svæði, þeim verður fækkað í 12. Sjúkraflutningum á svæðinu hefur þó fjölgað um rúman helming síðustu fjögur ár. Útköllin voru í fyrra tæplega fimm að meðaltali á sólarhring. „Í gegnum sýsluna liggur einn hættulegasti vegakafli landsins. Við erum með 13 þúsund sumarhús í eigu einstaklinga og félagssamtaka og maður spyr sig hvort verið sé að setja verðmiða á mannslíf með þessari skerðingu," segir Jóhann K. Jóhannsson, formaður Félags sjúkraflutningamanna á Suðurlandi. Með niðurskurði yrði aðeins hægt að manna einn bíl frá tíu á kvöldin til tíu á morgnana, segja þeir og finnst óásættanlegt. Og þeir eru ekki sáttir við hve mikið skattfé fer í ráðherrabíla og bílstjóra þeirra. „Mér finnst það vera skuggalega nálægt því sem það kostar að halda úti 16 sjúkraflutningamönnum í Árnessýslu," segir Einar Örn Arnarsson, sjúkraflutningamaður. Rétt er að taka fram að laun 12 ráðherrabílstjóra er inni í kostnaði ráðuneytanna. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Bílafloti ríkisstjórnarinnar kostar ríkissjóð álíka mikið og allir sjúkraflutningar í Árnessýslu. Skera þarf niður í sjúkraflutningum í því umdæmi á næsta ári og fækka á sjúkraflutningamönnum um fjórðung. Með því fást 17 milljónir sem duga til að reka tvo ráðherrabíla. Það vakti ekki litla athygli þegar Jóhanna Sigurðardóttir settist í ríkisstjórn árið 1988 og afþakkaði ráðherrabíl og einkabílstjóra og keyrði um á sínum eigin Mithusbishi Lancer. En nú 20 árum eldri notar Jóhanna forsætisráðherra ráðherrabíl og bílstjóra eins og ríkisstjórnin öll. Þótt fyrirkomi að ráðherrar mæti á hjólhesti í vinnuna hafa ráðuneytinu það sem af er ári varið á bilinu sex til tíu milljónum króna í bílaflotann. Bíll viðskiptaráðherra hefur verið ódýrastur í rekstri, 6,2 milljónir, en um þriðjungi meira hefur farið í bílinn undir heilbrigðisráðherra, 9,7 milljónir. Tvö ráðuneyti kusu að gefa ekki upp laun bílstjóra sinna, við áætlum laun þeirra og samanlagt má því ætla að bílafloti ráðuneytanna hafi kostað ríkissjóð á þessu ári rétt tæpar 90 milljónir króna. Þótt 90 milljónir séu vissulega dropi í hafið í ríkisfjármálunum, þá er hann enginn dropi að mati sjúkraflutningamanna á Suðurlandi. Spara þarf 17 milljónir á næsta ári. Í dag eru menn í sextán stöðugildum að manna sjúkraflutninga á þessu svæði, þeim verður fækkað í 12. Sjúkraflutningum á svæðinu hefur þó fjölgað um rúman helming síðustu fjögur ár. Útköllin voru í fyrra tæplega fimm að meðaltali á sólarhring. „Í gegnum sýsluna liggur einn hættulegasti vegakafli landsins. Við erum með 13 þúsund sumarhús í eigu einstaklinga og félagssamtaka og maður spyr sig hvort verið sé að setja verðmiða á mannslíf með þessari skerðingu," segir Jóhann K. Jóhannsson, formaður Félags sjúkraflutningamanna á Suðurlandi. Með niðurskurði yrði aðeins hægt að manna einn bíl frá tíu á kvöldin til tíu á morgnana, segja þeir og finnst óásættanlegt. Og þeir eru ekki sáttir við hve mikið skattfé fer í ráðherrabíla og bílstjóra þeirra. „Mér finnst það vera skuggalega nálægt því sem það kostar að halda úti 16 sjúkraflutningamönnum í Árnessýslu," segir Einar Örn Arnarsson, sjúkraflutningamaður. Rétt er að taka fram að laun 12 ráðherrabílstjóra er inni í kostnaði ráðuneytanna.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira