Innlent

Tæp 3% hafa kosið

Ráðhús Reykjavíkur. Mynd/ GVA.
Ráðhús Reykjavíkur. Mynd/ GVA.
Um 2800 manns hafa greitt atkvæði um framkvæmdir í eigin hverfi í Reykjavík, en 95 þúsund borgarbúa, sextán ára og eldri mega kjósa.

Íbúar geta kosið á netinu um tilteknar framkvæmdir í sínu nánasta umhverfi. Ekki er kosið um allar verklegar framkvæmdir í hverfunum, segir á vef borgarinnar, heldur aðeins um valin smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni. Þannig verða mun fleiri verkefni, en kosið er um, framkvæmd á árinu 2010 víðsvegar um borgina. Aftur á móti, segja borgaryfirvöld, fara þau verkefni sem hlutskörpust verða inn á fjárhagsáætlun næsta árs.

Sem dæmi um verkefni sem borgarbúar geta kosið um, má nefna endurbætur á leiksvæðum, fjölgun ruslastampa, hraðamælingarskilti við götu og drykkjarfont við strendur Grafarvogs.

Kosningin stendur til 14. þessa mánaðar. Hægt er að kjósa á vef borgarinnar, www.reykjavik.is. Þeir sem ekki eru nettengdir heima við eða í vinnu, geta komist án vef borgarinnar á bókasöfnum og í þjónustumiðstöðvum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×