Innlent

Fjölbreyttari úrræði mikilvæg

Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur.
Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur.
Ungbarnadauði er minni hér en annarsstaðar, einnig áfengisneysla, en íslendingar slá hins vegar öll met í notkun á þunglyndislyfjum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá OECD. Sálfræðingur vill fjölbreyttari úrræði við þunglyndi og kvíða.

Í skýrslunni kemur meðal annars að ungbarnadauði á íslandi er með því minnsta sem þekkist. Að meðaltali deyja 2 af hverjum 1000 ungabörnum en meðaltalið er öllu hærra.

Áfengisneysla er minni hér en annarsstaðar. Íslendingar drekka að meðaltali 7,5 alkóhóllítra á ári en meðaltalið eru tæpir tíu.

Skýrslan sýnir einnig framlög OECD landanna til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. En það er í þunglyndislyfjunum sem við Íslendingar skerum okkur úr. Þar erum við efst á lista með 95 dagskammta á hverja 1000 íbúa. Meðaltalið er 52.

Af hverju er þetta svona? „Vandamálið er aðallega það að við seljum svona mikið af þunglyndislyfjum vegna þess að önnur úrræði eru ekki aðgengileg og greitt af Sjúkratryggingum,“ segir Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur.

Pétur vill að í stað þess að læknar skrifa sífellt upp á tíu pakka af þunglyndislyfjum að þá geti þeir stundum í staðinn skrifað upp á 10 tíma af hugrænni atferlismeðferð sem er árangursríkari meðferð við þunglyndi og kvíði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×