Innlent

Níu mánaða fangelsi fyrir líkamsárás á eiginkonuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur. Mynd/ GVA.
Hæstiréttur. Mynd/ GVA.
Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir líkamsárás á eiginkonu sína í febrúar 2008.

Maðurinn varnaði konunni útgöngu af heimili þeirra, sló hana, henti henni utan í vegg og tók hana kverkataki. Árásin stóð yfir í um 30 mínútur og þótti Hæstarétti árásin vera ofsafengin.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi sæta níu mánaða fangelsi, þar af væru sex mánuðir skilorðsbundnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×