Innlent

Siv send í frí vegna fjarveru Helga Hjörvars

Siv Friðleifsdóttir.
Siv Friðleifsdóttir. Mynd/GVA
Þingflokkur framsóknarmanna tók þá ákvörðun í fyrradag að „para þingmann út" á móti Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingar, í atkvæðagreiðslunni um Icesave sem fram fór á Alþingi í gær. Það kom í hlut Sivjar Friðleifsdóttur.

„Þetta er gert í samræmi við venjur og siði sem tíðkast hafa á Alþingi í mikilvægum atkvæðagreiðslum um langt skeið. Eru þingmenn paraðir út svo valdahlutföll raskist ekki ef um lögmæt forföll þingmanna er að ræða," segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni, þingflokksformanni Framsóknarflokksins.

Gunnar segir að vegna reglna Alþingis séu ekki kallaðir inn varamenn nema þingmenn forfallist í marga daga. Helgi hafi í gær sinnt skyldustörfum sem þingmaður erlendis. „Ef ekki hefði verið parað út á móti Helga hefði för hans verið aflýst. Eru mörg dæmi um að þingmenn annarra flokka hafa verið paraðir út á móti þingmönnum framsóknarmanna þegar Framsóknarflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn."

Þingflokkur framsóknarmanna.Mynd/Stefán Karlsson
Gunnar segir að afstaða Sivjar Friðleifsdóttur og annarra í þingflokki framsóknarmanna í Iesave málinu sé skýr. Það hafi margoft komið fram í umræðum á Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×