Innlent

Fjárlagafrumvarpið afgreitt úr nefnd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir að menn dreymi um að geta rætt fjárlagafrumvarpið í þinginu á mánudaginn.
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir að menn dreymi um að geta rætt fjárlagafrumvarpið í þinginu á mánudaginn.
Fjárlagafrumvarpið var afgreitt úr fjárlaganefnd í morgun. Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar, segir að meirihlutinn vonist til þess að hægt verði að taka málið til umræðu í þinginu að nýju á mánudaginn.

Guðbjartur segir að farið hafi verið yfir alla liði. Atriði í frumvarpinu hafi verið uppfærð miðað við nýrri upplýsingar, svo sem þjóðhagsspá, verðbólguspá og spá um atvinnuleysi, auk fleiri nýrra upplýsinga.

Aðspurður segir Guðbjartur að minnihluti nefndarinnar hafi ekki viljað taka málið út úr nefnd strax. „Þetta var tekið út með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn ber fyrir sig að þetta sé unnið of hratt og það þurfi meiri tíma til að skoða þetta betur," segir Guðbjartur. Hann segir alltaf æskilegt að geta skoðað hlutina gaumgæfilega. „En við teljum að það liggi fyrir þær upplýsingar sem við höfum notað og hitt sé meira og minna handavinna," segir Guðbjartur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×